11 related routes

Skyndibiti WI 3

Leið upp Þórufoss í Kjósinni.

Leiðin er eiginlega stök í Kjósinni en fær að fljóta með Grenihlíðar sectornum vegna nálægðar.

15m, WI 3

Leiðin fer upp foss í ágætlega vatnsmikilli á. Því ber að hafa varann á þegar farið er í leiðina og passa að áin sé nægilega vel frosin til að geta gengið á henni.

Leiðin er aðeins 200m frá veg og hentar því einstaklega vel fyrir skreppitúr í létt ísklifur.

Sögusagnir herma að þessi foss hafi verið klifinn fyrir 2019. Engar heimildir finnast hins vegar fyrir því…

FF: Elísabet Atladóttir og Illugi Örvar Sólveigarson, 15. desember 2019

From America with love WI 4

Line number 2, on the right side of 44

Same approach as line 3. The route is a bit wandering as to avoid some sections of more difficult ice.

22m WI4

FA: Mike Reid and Ásgeir Már Arnarsson 17.12.17

Avoiding a shower WI 4+

Line nr 3, right side of #44

The approach to this route goes in the same canyon as the route Hrynjandi(in grindagil) but turns left up a steep hill with some small sections of ice. Crampons and ice axes recommended for the approach as it is quite steep(40° – 50°). Takes around 30 minutes to get to the routes from the car. You can park by the side of the road or follow a 4wd track down to the river. Crossing the river on foot should be possible if the river is well frozen and there are some ice bridges.

The route starts up a steep, near vertical ice slab leading into the crux move which is getting up through a small chimney-like feature. Some fun stemming moves there and after that there is a short rest under some massive icicles. Use extreme caution if breaking any of those. The next part is completely vertical until easing off a little at the top. We didn’t top out, instead we made a v-thread and went back down the same way.

The name of the route comes from the fact that the line a little to the right of the route is VERY wet and was attempted first but after getting drenched after placing 2 screws in it we traversed over to this one.

22m WI4+

(more…)

Icesave WI 3

Staðsetning:
Austanverð Kjós (sjá neðar)

FF: Sveinn Fr. Sveinsson (Sissi), Freyr Ingi Björnsson, Brynjúlfur Jónatansson.

Lýsing leiðar:
4 spannir: 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).

Aðkoma að leiðum í austanverðri Kjós
Ekið eftir Þingvallavegi, beygt til norðurs inn á Kjósarskarðsveg (48), beygt til austurs við afleggjara að Hækingsdal, Hlíðarás og Klörustöðum. Beygt til hægri, yfir litla brú (lokað með stöng sem er ólæst, munið að loka henni aftur), að sumarbústöðunum (þar er gengið að Ásláki), áfram ógreinilegan slóða með hlíðinni þar til komið er að mjög þröngu og löngu gili með greinilegri íslínu, Icesave. Hlíðin heitir Grenihlíð og gilið hugsanlega Ketilsskora. Ef ekið er áfram er komið að Hrynjanda.

Nánari lýsing
Þægilegt klifur, hentug leið til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, létt brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. Fjórða spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.

Leiðin var frumfarin nokkrum mínútum eftir að forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin hin síðari og þótti nafnið því við hæfi.

Niðurleið
Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Skemmtileg ævintýraleið, flottur karakter og umhverfi.

Áslákur WI 4

Leiðin er dálítið norðar í Kjósaskarði en Hrynjandi (#45), í gili sem heitir Strákagil, sést vel frá veginum. Einungis er um 20 mínútna gangur að Ásláki frá bíl, sem gerir hana tilvalda til að skreppa í eftirmiðdagsklifur.

FF: Ókunnugt

 

Hrynjandi WI 3

Leið merkt inn númer 45 á mynd

150 m
FF: Ari T. Guðmundsson. Hreinn Magnússon og
Höskuldur H. Gylfason 26. janúar 1985. Lengsta
ísfossaleiðin i Grenihlið, er í Grindagili. Mislöng
isþrep með snjósköflum á milli í venjulegu árferði.

Matarkex WI 3+

Leið merkt inn númer 44 á mynd

25 m
FF: Kristinn Rúnarsson, Þorsteinn Guðjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Stuttur en
brattur ísfoss.

Leiðin gæti borið annað nafn.

Mjólkurkex WI 3

Leið merkt inn númer 43 á mynd

25m
FF: Snævarr Guðmundsson. 1. febrúar 1986.
Stuttur ísfoss.

Leiðin gæti mögulega borið annað nafn.

Bloti WI 4

Leið númer 42 á mynd

25m
FF: Jón Geirsson, Kristinn Rrúnarsson og Þorsteinn
Guðjónsson, veturinn 1986. Brattur ísfoss, oft blautur !
Falleg leið samt.

Ísrennan WI 3

Leið númer 41 á mynd

80 m.
FF: Kristinn Rrúnarsson, Þorsteinn Gudjónsson og
Snævarr Guðmundsson, 1. febrúar 1986. Afar falleg
isrenna vestarlega i Grenihlíðinni.

Rassaþota

Leið merkt inn sem 40 á mynd

Gráða 1
Sérkennilegt snjógil, einnig notað niðurferðar.

Leave a Reply