Karl

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 176 through 200 (of 262 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? #52061
    Karl
    Participant

    Fór ásamt Guttormi yfirsmið í Tindfjöll á sunnudag.

    Skipt var um járn á austanverðum suðurvegg. Veggurinn sjálfur var þéttpakkaður af snjó enda var ein járnplatan fokin af honum.

    Suðurglugginn var glerjaður og gengið frá opnanlega faginu.

    Gengið var frá nýrri innihurð og skálanum læst.

    Brotni hringurinn á eldavélinni var tekinn í bæinn og stendur til að koma honum á Rennijón til endurgerðar

    Ég legg til að komið verði upp sérstakri síðu fyrir báða skálana.
    Þar má birta myndir og gera grein fyrir ástandi og viðhaldi. Einnig er gott að þeir sem koma í skálana setji inn nokkrar línur eftir heimsóknir.

    Kalli

    in reply to: Tindfjallamál #51986
    Karl
    Participant

    Ég hef ekki áhuga á umfangsmiklum endurbótum á Tindfjallaskála. Slíkar endurbætur eru óheyrilega tímafrekar og það að vinna slík verkefni á fjöllum margfaldar fyrirhöfnina. Það þarf hinsvegar að vinna brýnasta viðhald.

    Ég hef ekki áhuga á því að Alpaklúbburinn fari á nostalgíutripp sem gengur út á það að endurgera skálann í upprunalegt horf. Við vitum öll hvernig Ísaxir litu út um 1950. Slíkar axir eru stofustáss og hafa söfnunargildi en eru einfaldlega ekki á fjöllum lengur.
    Ég hef fullan skilning á minjavernd en það er ekki okkar hlutverk að reka minjasafn á fjöllum

    Það að fjallaskálar séu opnir og notendur greiði gistináttagjald er kerfi sem gengur ekki upp. Viðurkenningin á þessu er augljós, -Í dag eru allir skálar læstir, nema stóru skálarnir að sumri þegar rukkað er við innganginn.
    EF klúbburinn ætlar að gera út góðann skála í Tindfjöllum, þá verður að huga að því hvernig hann er leigður út:

    -…….Byggður verði nýr skáli í sömu mynd og sá gamli.
    Skálinn verð byggður og fullgerður í Reykjavík og fluttur tilbúinn á staðinn.
    Skálinn verði leigður félagsmönnum á föstu verði. Ef við byggjum vistlegann skála má ætla að hann sé bókaður 20 helgar á ári. Helgarleiga þarf því að vera á bilinu 15-20.000 til að skálinn reki sig sjálfur til framtíðar. Einnig má fara milliveg og hafa e-h “lyklagjald” sem væri föst upphæð og að auki komi hausagjald.

    Hugleiðingar um FÍ
    Ég henti í hálfkæringi fram hugmyndinni um að leggja ísalp niður og ganga í staðinn í FÍ. Sú umræða fór að sjálfsögðu út um víðann völl.
    En er nokkuð óeðlilegt að hugleiða það að gerast deild í “ferðafélagi reykjavíkur” Það félag kallast eins og allir vita Ferðafélag Íslands.
    Í Alpalöndunum eru það sk. Alpaklúbbar sem hafa á hendi þá starfsemi sem fyrirfinnst hjá Ísalp og FÍ í dag. Ég geri mér grein fyrir því að í dag er FÍ fyrst og fremst ferðaskrifstofa og stór aðili í gistiþjónustu á Íslandi og áherslur ekki í takt við Ísalp. Félagsstarfsemi FÍ hefur liðið fyrir þennann þátt starfseminnar og meðalaldur félagsmanna orðinn Ískyggilega hár. En fyrr eða síðar verður FÍ að fara sömu leið og systurfélögin í Ölpunum; að skilja að sölu á ferðum og gistiþjónustu frá almennri félagsstarfsemi.
    Það gæti verið áhugavert fyrir Ísalp að vera aðili að slíkum samtökum. Ég er alls ekki að mælast til þess að klúbburinn verði lagður niður. Kostir við félagssamstarf við FÍ eru þeir sömu og tíundaðir hafa verið um skálasöluna. Ég minni á að Tindfjallaskáli var byggður af Fjallamönnum sem voru deild í FÍ.
    Nú er t.a.m. vinna framundan við að finna klúbbnum nýtt húsnæði og væri henni etv betur varið til að efla festivöl og gera þau alþjóðlegri…

    Ég vil þakka stjórn fyrir viðhorfskönnunina og að opna umræðuna um skálamálin. Við tökum engar ákvarðanir á miðvikudaginn en umræðan er mjög nauðsynleg.

    Kalli

    in reply to: Endurbygging – liðssöfnun #51982
    Karl
    Participant

    Við smíðum skálann á stálfundamenti sem hægt er að hífa á sjálflestandi gámabíl (ruslagámarnir). HSSR á glænýjan 3 öxla trukk með slíkum búnaði. Það er því hægt að smíða kofann á planinu hjá Húsasmiðjunni, fullklárann og hengja upp myndir.
    Í fjöllunum þarf að vera búið að setja niður fundament og þá er ekki annað en að keyra trukkinn á staðinn, bakka húsinu af og byrja að kynda… .. hum!

    in reply to: Endurbygging – liðssöfnun #51980
    Karl
    Participant

    Ég er sjálfur fylgjandi því að eiga skálann áfram en það eru nokkur atriði til viðbótar sem verða að liggja klár áður en menn skella sér í uppbygginguna.

    1. Mönnun og fjármagn til endurgerðarinnar.
    Sjálfum finnst mér skynsamlegra að endurbyggja skálann í sama formi en með bættum byggingarmáta í takt við nútímann. Þegar upp er staðið er það ódýrara en skipta út einni fjöl í einu.
    Ég hef lengi tengst og um tíma haft umsjón með skála sem byggður var 1932. Það var ósköð gaman að rekast á nokkrar upprunalegar fjalir í húsinu en meira er um vert að hús skili hlutverki sínu en að verklag og oft hráefnaskortur frumherjanna stýri för.

    2. Fjármagn og mönnun til að reka skálann.
    Fjallaskálar þurfa einfaldlega “að vera á föstum fjárlögum” Það er nauðsynlegt að skálanefndir framtíðar hafi úr því að moða sem þarf til að reka skálann sómasamlega.

    3. Notkun skálans.
    Við þurfum að gera upp við okkur hverjir hafi afnot af skálanum.
    Mér finnst eðlilegt að afnot miðist við félagsmenn og þeirra gesti.
    Eins er til athugunar þegar raunveruleikinn er að skálar eru læstir, að útleiga á skálum sé föst upphæð pr. dag, helgi eða viku. Eða amk föst upphæð sem “lykilgjald” og svo e-h hausagjald til viðbótar.
    Ferðafélagið er ágætur félagsskapur og óvitlaust að efla tengsl þar á milli t.a.m. með e-h sameiginlegum dagskrárliðum.
    En við þurfum að gera upp við okkur hvort Tindfjallaskáli á að vera “klúbbhús” eða almennur fjallaskáli fyrir Pétur og Pál.

    Ég er ánægður með þessa umræðu. Og við eigum skilyrðislaust að halda fundinn sem boðaður var af stjórn. Þar eigum við ekki eingöngu að HVORT við eigum/seljum heldur einnig að ræða HVERNIG við ætlum að eiga skálann.

    Kalli

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51937
    Karl
    Participant

    Ég ætla ekki í þessa umræðu á e-h persónulegum nótum. Ég var einfaldlega að benda á að ástand skálans og/eða notenda skálans er ekki upp á það besta. Ekki hafði verið strokið af bekkjum (sem ábyggilaga voru einnig skítugir fyrir helgi) og snjórinn á gólfinu var í forstofunni og var það harður og troðinn að skafa þurfti hann upp með fægiskóflu.
    Það að ganga frá bekkjum og gólfum á að vera sjálfsögð umgengni í skálum.

    Ég verð nú reyndar að viðurkenna að innleggið hér að ofan hefur gert meira til að sannfæra mig um ágæti þess að koma eignarhaldi og vinnu v.skálans á annarra hendur, en allt annað í þessari umræðu.

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51935
    Karl
    Participant

    -snjórinn var á gólfinu, harðtroðinn af skóm. Maturinn var á eldhúsbekknum…. -Og það eru vandfundnir menn með minni flugeldaáhuga en undirritaður.

    Frágangurinn á skálanum var ekkert verri en gerist og gengur og þetta var sett fram hér til að undirstrika að umgengni almennt er ábóta vant.

    Kalli

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51933
    Karl
    Participant

    Ég kom í Tindfjallaskála um sl. helgi. Verð reyndar að viðurkenna að nýja millihurðin kom aftur í bæinn en verður klár eftir nokkrar strokur.

    Ástandið á skálanum er þannig að hægt er að klastra í hann til e-h ára en ekki er raunhæft að gera skálann upp. Það er einfaldlega hagkvæmara að byggja nýjan frá grunni. Slíkur skáli á að vera í sama formi og sá gamli þ.e. opin forstofa, þar yfir svefnloft og skáli/ eldhúskrókur líkt og nú er.
    Ástandið á skálanum núna er hinsvagar með þeim hætti að menn eru hættir að ganga vel um skálann og leggja metnað í að skilja vel við. T.a.m. mokaði ég sl. sunnudag upp 4 skóflur af harðtroðnum snjó af gólfinu og greip með e-h matarleyfar sem Ársælingar skildu eftir sig.
    Sá frágangur, ásamt slysalegri umgengni helgina áðu,r bendir til þess að á ferðinni séu fjallamenn sem ekki eru almennilega “húsvanir”.

    Ég sé bæði kosti og galla við að afsala skálanum til
    Fí.
    Ég tek undir með Palla að miklu skiptir að farið sé vandlega yfir stöðuna og tryggt sé að öll sjónarmið komi fram.

    in reply to: Þríhnjúkahellir #51678
    Karl
    Participant

    Ef menn eru á annað borð að rifja upp þessar Zúkkuhífingar þá er einsgott að segja þessa sögu eins og ég man hana.

    Aðdragandi var sá að BÓ, Palli Sveins, Einar Dan skuggamyndasmiður og þeir bræður Árni og Einar Stefánssynir voru staddir í Þríhnjúkahelli og ég ákvað að heilsa upp á þá.
    Árni Alf slóst í hópinn snemma dags og virkaði frekar “syfjaður”. Þegar hann steig út úr bílnum við Þríhnjúkahellinn var hann hinsveg all verulega ölvaður. Hann hafði ekki viljað standa í þessu brölti skelþunnur svo hann skellti í sig einni vodkaflösku í forstofunni heimahjásér áður en hann kom út í bíl. Ég reyndi eftir megni að halda honum frá gígbarminum, fól honum meðal annars það verkefni að tjakka upp Zúkkuna og skella beru felgunni undir. Uþb. sem ég var búinn að græja brúnahjólin kom Árni uppeftir og sagði að felgan passaði ekki. Ég fylgdi honum niður og sá að hann hafði ekki bara tekið annað afturdekkið undan Súkkunni, -hann hafði líka tekið bremsuskálina og gat engan vegið fest Rússafelguna á beran afturöxulinn. Ég skellti bremsuskálinni á og síðan felgunni, gerði kláran back-up júmmarann og blökk sem stýrði bandinu inná felguna. Árni vafraði síðan e-h um gígbarminn og ég var skíthræddur um að hann dytti niður. Í þessari stöðu taldi ég öruggast að senda Árna niður í hellinn, -hann væri mikið öruggari þar heldur en á gígbarminum -Það væri hvort eð er ekkert mál að hala helvítið upp. Sagan af sigferðinni er svo skráð hér að ofan.
    Þegar Árni var kominn ofaní svart gímaldið með eina ljóstýru á hjálminu rambaði hann fram á Palla sem átti alls ekki von góðglöðum skíðamanni slagandi um hanarbrotnum í þessum snjólausa heimshluta.
    Palli júmmaði upp og átti víst alveg eins von á e-h Atlavíkursamkomu á gígbrúninni.
    Af okkar manni er það að frétta að hann ranglaði niður í dýpstu afkima helisins og rakst þar á marga samansúrraða álstiga sem zikkzökkuðu á víxl upp e-h lóðréttan skorstein hvar uppi voru e-h ljóstýrur hjá hellaköppunum sem voru þarna í hugumstóru og krefjandi rannsóknarferð á riðandi málarastigum. Árni skellti sér að sjálfsögðu upp stigana til að bjóða góðan daginn og spjalla, en skildi ekkert í því hvað rannsóknarmennirni voru tæpir á tauginni…

    Að drjúgum tíma liðnum var Árni tilbúinn til hífingar. Eftir hálfa hífingu bað hann um stopp. Hellakönnuðarnir höfðu lagt blátt bann við að við höluðum upp línuna þeirra og náði Árni að flækja sig í henni á uppleiðinni. Eftir langt stopp sagði Árni okkur Palla að halda bara áfram að hífa.
    Þegar hann kom upp að munnanum var hann hinsvegar orðinn ósjálfbjarga vegna þess að hann hafði ekki greit úr laukalínunni, heldur var hann orðinn innpakkaður líkt og köngulær pakkan innn flugum í vef sínum. Hann var því dreginn eins og hveitisekkur upp á brún og lá þar afvelta um stund þar til lirfan náði að brjótast úr púpunni.

    Þegar þarna var komið báðu Hellamenn okkur um að hífa þá Árna Stef og Einar upp á HANDAFLI. Þeim þótu þessar hátæknitilfæringar og kaupstarlyktin mjög vafasamar.
    Þessari handavinnubeiðni var að sjálfsögðu vísað til helvítis en þeim að sjálfsögðu boðið far með Zúkkunni. Eftir bílfarm af japli, juði og nöldri fengust þeir þó til að leyfa okkur að hífa glingrið sitt upp. Þeir pössuðu ekki uppá að miðjustilla heysið og því slóust stigarinr nokkuð utan í gosrásina með meðfylgjandi grjóthruni.
    Ekki jók það tiltrú þeirra á vélvæddri hellamennsku og þeir fóru aftur framm á handhífingu á skrokkunum.
    Því náði ég til að svara með svo massífum skætingi,
    að á endanum var ekk stætt á öðru fyrir BÓ en að binda sig í línuna (Ég hefði gjarnan viljað eiga þessi frýjunarorð á spólu). Þegar BÓ gaf merki um að það mætti hífa, þá spurði ég ofursakleysislega hvort hann vildi koma í fyrsta eða öðrum gír?
    -Það hefur alltaf verið mér undrunarefni hverni BÓ gat spítt því útúrsér með bæði samanbitnum tönnum og vörum.. -“FYRSTA GÍR HELVÍTIÐ ÞITT”.

    Því er svo skemst frá að segja að hífingarnar á þeim félögum gengu eins og í sögu og hafa svipaðar aðferðir oft verið notaðar síðar.

    Sjálfur fékk ég bara stutta skreppu niður í hellinn í það skiptið. Það er í eina skiptið sem ég upplifði þokkalegt vélarafl í Zúkkunii þegar BÓ skipti í annangír og botnaði helvítis drusluna með mig á leiðinni upp… -halft hestafl á kíló er hálfdrættingur á við formúlubíl!
    Það var líklega sanngjarnt eftir ræðuna sem ég flutti í talstöðina skömmu áður….

    Kalli

    in reply to: Þríhnjúkahellir #51673
    Karl
    Participant

    Það var Anna María sem sleit kápuna og skrensaði nokkra metra niður eftir línunni.
    Ég var á annari línu við hlið hennar þegar þetta gerðist.
    Þetta kápuslit varð til þess að í næstu skipti var notuð fljótlegri og öruggari aðferð (Varadekksfelgan af rússajeppanum hans Himma Aðalsteins)

    in reply to: Hrútsfjallið og Svínafellsjökull #51658
    Karl
    Participant
    in reply to: Telemarkhelgin 2007 – Úrslit #51285
    Karl
    Participant

    Skv áreiðanlegum upplýsingum frá Sýslumannsembættinu á Akureyri þá er ekki tekið við nauðgunarkærum frá fullgölluðum íshokkíleikmönnum í fullum skrúða og með punghlíf.

    Hokkíleikmenn eiga einfaldlega að hætta að væla eða þá að fara að safna þjóðbúningadúkkum…

    in reply to: myndir af festivali #51204
    Karl
    Participant

    Það er gaman að sjá þessar myndir úr Kinninni.

    Til upprifjunnar vil ég geta þess að þegar við Tómas klifruðum Stekkjarstaur þá var hann klifraður uppúr og gengið út úr leiðinni til suðurs. Það var einfaldlega tíðarandinn á þeim árum og leið þótti ekki kláruð nema “ganga uppúr”
    Þannig voru Sólhvörf, Danska leiðin, Frygðin, Girndin, Drífa ofl klifraðar.
    Leiðin var klifin í tveim spönnum með 50 m línu.
    Ég leiddi fyrri spönn og þegar línuna þraut þá brölti Tommi á eftir á hlaupandi tryggingum þangað til ég komst í góðan stans undir efri lóðrétta hlutanum. Þetta endurtók sig í seinni spönn þar sem ég elti Tomma þegar línuna þraut.
    LYKILKAFLI leiðarinnar fólst í því að komast uppúr fossinum. Þar endaði Tommi leiðina á 10 metra “runnout” í ótryggjanlegum andskota og lafþunnri ísskel utaná klettinum í töluverðum vatnselg. Það er líklegtt að hefðum við kunnað Abalakov þræðinguna þá hefðu við sigið niður og ég mæli í raun með þeirri aðferð vegna þess að hlíðin ofanvið er ekkert sæluríki.
    En í ljósi þess hvernig Tommi leiddi lykilkaflan hér um árið þá finnst mér í raun að leiðin hafi aldrei verið endurtekin að fullu….

    in reply to: Stjórn ÍSALP #51070
    Karl
    Participant

    Þetta er til stakrar fyrirmyndar.
    Hugsið ykkur bara uppsafnaða gæfu Ísalp, ef frambærilegir menn hefðu alltaf beðið í lange baaner til að manna stjórnina…!
    -Þá hefði amk ekki þurft að Sjanghæja mig og aðra ódrætti til þessara verka á sínum tíma …

    Heyr, heyr.

    (Ónefndur frambjóðandi leit við hjá Thule í vikunni. Hann sýndi 1964 módelinu af KEA grænum Landróver, sem stóð þar á planinu, ískyggilega mikla athygli. Grunar mig að þar sé á ferðinni Framsóknarmaður.)

    in reply to: Glaumur og gleði í Glymsgili #50978
    Karl
    Participant

    Alltaf gaman að sja myndir úr Glymsgilinu.

    Mest athygli mína vakti hinsvegar “fáklædda” ljóskan.

    Ég hef ekki getið mér orð fyrir að vera bokstafstrúar eða staðlaða ferkanntaða hugsun.
    Það er t.a.m. eingöngu í örfá skipti sem ég hef haft fyrir því að skíða með hjálm og þá hefði maður sjálfsagt átt að láta það ógert að skíða…. Í önnur skipti hefði maður án efa átt að notað skíðahjálm en gerði það ekki.
    Á skíðum er það hinsvegar svo að maður stjórnar áhættunni nokkuð sjálfur með hraða og leiðarvali.

    Glymsgil er hinsvegar þannig að það eina sem maður stjórnar þar sjálfur er hvort, og þá við hvaða aðstæður, maður fer inn í gilið. Náttúrulegt hrun á grjóti og ís er random og hrein tilviljun hvar næstu hraðsendingu ber niður.
    Ég og fleiri hafa upplifað tilviljanakennt hrun á grjóti og ís á frostköldum sólarláusum dögum í Glymsgili. Aðstæður sem maður telur eins öruggar og þær geta frekast orðið.

    Ég efast um að nokkurstaðar annarsstaðar þar sem menn stunda fjallamennsku á Íslandi sé meiri ástæða til að vera með hjálm, heldur en á göngu eftir Glymsgilinu.

    Sumt af því sem komið hefur niður mjög nálægt mönnum í Glymsgili hefur auðvitað verið á það mikilli ferð að hjálmur skiptir svo sem engu máli.
    Það er samt e-h svo kjánalegt að vera ekki með hjálminn á kollinum einmitt þarna….

    in reply to: Mikilvæg lesning……. #50834
    Karl
    Participant

    Jökull skrifar;
    “Með tilkomu nýjustu kynslóðar snjóflóðaýla sem byggja eingöngu á stafrænni tækni hafa komið upp nokkur vandamál sem hafa ber í huga því annars er hætt við að það væri jafn gagnlegt að vera með brauðrist um hálsinn eins og snjóflóðaýli.”

    Síðan kemur langur listi yfir venjulega og sjálfsagða hluti sem ekki eiga samleið með þessum nýju ýlum.

    Skv. minni heimspeki er mikið vænlegra að eyða vandamálum frekar en að vera til eilífðar að kljást við vandann.

    Ég get því ekki betur séð að út úr skrifum Jökuls megi lesa það að einfaldast sé að nota áfram eldri gerðir frekar en vangæfa nútímaýla sem vilja vera einir í heiminum og án farsíma og greiðslukorta.

    Tek undir þetta með Freon að Píppsinn blífur…..

    in reply to: gestabók á hraundröngum #50637
    Karl
    Participant

    Handritastofnun!…

    in reply to: Kárahnjúkar- nei takk! #50643
    Karl
    Participant

    Kárahnjúka andófið snýst ekki nema að litlu leyti um Hálslón.
    Það snýst um að brýna járnin fyrir slagin um Fjallabak, Kerlingarfjöll og önnur svæði sem komin eru á válista orkugeirans.

    Ég hef á tilfinningunni að það verði umtalsvert framboð á fólki til að hindra virkjanabrölt að Fjallabaki og e-h tilbúnir til að taka upp aðferðir Mývetninga ef þurfa þykir.
    -Það hefur sýnt sig að mestur árangur hefur náðst í umhverfismálum á Íslandi með frjálslegri notkun á dýnamíti….
    Við Útfall Mývatns tókst mönnum það vel upp á sýnum tíma að það voru ekki aðeins þeir sem beinan þátt áttu að sprengingunni sem lýstu verkinu á hendur sér heldur leikur grunur á að margskonar Þingeyskir “wannabees” þykist líka hafa sprengt þótt þeir hafi hvergi komið nærri og sannast þar hið fornkveðna að markir þóttust Lilju kveðið hafa.

    in reply to: gestabók á hraundröngum #50634
    Karl
    Participant

    Það er auðvitað grafalvarlegt mál að bókin sé blautari en fleygurinn…

    Á sínum tíma var farið í nokkra heimildarvinnu varðandi uppáferðir á Hraundrangann og var sá listi færður inn í gestabókina sem sett var upp um árið. Minnir þó að Valdi Harðar eða álíka kópgemlingur hafi haft á orði að hans uppáferð hafi vantað.
    Er ekki réttast í stöðunni að e-h taki að sér að endurrita bókina og birti hér á heimasíðunni.
    Síðan má prenta út þann lista og ég á amboð til að plasta pappíra og svo má stinga þeim í kassann í næstu ferð…

    Síðan þarf að bregðast skjótt við hinu válega ástandi að viskýlaust sé á Hraundranga. -Gestabók er svo aðvita eingöngu til að menn kvitti fyrir snaffsinn og skylduáfillinguna á bokkuna….

    Þess má geta að það var Jóhann Kjartansson (Skammur) sem smíðaði stálkassann á Hraundranganum og settum við einnig einn slíkan á hæsta koll Dyngufjalla sem kallaður er Þorvaldstindur en er í raun aðeins 3 metra kollur á skemmtilegri fjallsegg austan Öskjuvatns sem frekar ætti að heita Þorvaldsegg.
    Skammur fékk jólakort 3 árum seinna frá hjónum úr Ólafsvík sem urðu þau fyrstu til að feta í okkar fótspor og þótti póstkassi á þessum stað það skondinn að þau sendu kallinum jólakort.

    Kalli 894 9595

    in reply to: Hverjir voru hvar? #50626
    Karl
    Participant

    Þetta er ágætt framtak hjá Gauta að afla frétta.

    Ég verð þó að viðurkenna að mér finnst e-h eðlilegra að frumheimild um fjalamennsku sé hér á Ísalp en ekki á e-h blaði út í bæ!

    möo ég hvet menn til að koma fréttum á framfæri inn á http://www.isalp.is

    in reply to: Valshamar aðgengi #50612
    Karl
    Participant

    Ef ég man rétt þá er miklum vandkæðum bundið að loka fyir umferð um veg sem e-h tíma hefur fengið fjármagn af almannafé.
    Ég veit ekki hvort svo er um þennan veg en einfaldast er að spurjast fyrir um þetta hjá Vegagerðinni.
    Ef vegurinn hefur e-h talist til almennrar umferðar þá verður að auglýsa lokunina í Lögbirtingi og fara í gegnum allskonar formsatriði.
    Ef Ísalparar hafa réttinn sín megin og sumarhúsamenn taka ekki tiltali má benda mönnum á að hægt er að fá Kínverskar boltaklippur fyrir lítið fé hjá verkfærasölum….

    …síðan er snyrtilegast að loka keðjunni aftur með eigin hengilás !!!

    in reply to: Athygli ykkar skal vakin á því að … #50545
    Karl
    Participant

    Hallgrímur,

    Auðvitað er mér og líklega öllum öðrum slétt sama hvar þú býrð eða vinnur, -þú lást bara svo ljómandi vel við höggi eins og Kiljan sagði um árið…..

    Ef þú læsir pistilinn minn æsingalaust, þá er ég alls ekki að leggja til að klúbburinn fari í krossferð á móti þungaiðnaði.

    Ég tala hinsvegar fyrir því að farið sé að lögum um umhverfismál og valdir séu umhverfisvænustu kostir í stöðunni. Ég held að flestir fjallamenn geti tekið undir slíkt og önnur afstaða eða afstöðuleysi verði klúbbnum ekki til framdráttar.

    Lög Íslenska Alpaklúbbsins

    1. grein
    Félagið heitir…………………………. Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku.

    Allstaðar annarstaðar í heiminum hafa umhverfis og aðgengimál verið á meðal helstu verkefna systursamtaka ÍSALP. (Nema framtíðin liggi í innanhústrætúlun eingöngu)

    Að auki fylgir með vænn slatti af andkommúnístískum áróðri…..

    -góðar stundir

    in reply to: Athygli ykkar skal vakin á því að … #50542
    Karl
    Participant

    …Hallgrímur þessi stundar nám í Danmörku og hefur sumarvinnu í Kárahnjúkum!

    Tilgangur ÍSALP er hinsvegar ekki að vera e-h andkommúnístiísk stjórnmálasamtök til að mótmæla að hið opinbera standi í atvinnurekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og selji afurðirnar langt undir markaðs og kostnaðarverði eins og orkukaupandinn (alcoa) upplýsti nýlega af tilviljun í annari heimsálfu. Aðal blúsinn við þetta virkjanabrölt fyrir austan er að þetta er það léleg fjárfesting að ekkert einkafyrirtæki með snefil af sjálfsvirðingu hefði hætt í þetta peningum. Þarna eru kjörnir fulltrúar, embættismenn og þrýstihópar að gambla með fé og land sem þeir eiga ekki sjálfir en geta haft af þessu tímabundið hag og umsvif. Hinn geðþekki fyrrum hægrimaður, Pétur Blöndal, talaði áður fjálglega um að menn ættu að höndla með eigin fé en ekki annara, en er nú orðinn sami Afturhaldskommatitturinn og aðrir í þessum sirkus.
    Hin hliðin á þessum kommúnisma eru óhæfileg náttúruspjöll sem og að valtað hefur verið yfir lýðræðislegar leikreglur í þessu máli frá upphafi sbr. að ríkisstjórnin barðist með kjafti og klóm gegn því að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat, umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar var neikvætt en stjórnvöld ákáðu samt að virkja og síðast en ekki sýst þá brýtur bygging álversins Reyðarfirði í bága við skipulags og umhverfislöggjöf vegna þess að þar var rokið af stað án þess að gera umhverfismat og þótt ríkið hafi í vetur verið dæmt fyrir brot á lögum er haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
    Það er hinsvegar eðlilegt að félag útivistarmanna sem byggir á lýðræðislegum grunni taki þátt í þessari umræðu og leggi því orð að farið sé að eðlilegum leikreglum þegar fjallað er um framtíð náttúru Íslands. Það er því eðlilegt að Ísalp leggist á árar um að farið verði að lögum um umhverfismál og leggi því lið að hagkfæmustu og umhverfisvænustu kostirnir verði virkjaðir umftam aðra lakari (Rammaáætlun). Þetta er líka kallað “common sense”.
    Ég reikna með að aðkoma Ísalp að þessu verði fyrst og frems með þáttöku í SAMÚT og þar sé unnið að þessum málum eins og annari óværu á borð við utanvegaakstur oþh.

    in reply to: Þurrtólun í RVK #50531
    Karl
    Participant

    “Ice climbing without ice is like making love without a woman!”

    in reply to: Snjóflóð á Hnjúknum o.fl. #50517
    Karl
    Participant

    Besti mælikvarðinn á hversu falskt og óraunhæft öryggi er fólgið í tilkynningaskyldu er frægt sjóslys við Vestmannaeyjar á útmánuðum 1984.
    Þar sökk m/b Hellisey en enginn frétti af því fyrr en Guðlaugur Friðþórsson háseti einfaldlega synti til lands 6 Km, lenti fyrst í fjöru undir ókleyfum hömrum og stakk sér því aftur til sunds og böðlaðist útfyrir brimgarðinn og synti undan landi þar til honum þótti betra til landtöku. Hann fór þannig þrisvar í gegnum brimgarðinn, brölti svo upp þrítugann hamarinn og skokkaði berfættur til byggða yfir eitt úfnasta hraun landsins. Afrek sem seint verður toppað.
    Í nútímanum eru til meðfærileg staðsetningartæki, símar og talstöðvar sem taka fram e-h ríkisrekinni tilfinningaskyldu.

    Eina sem er rökrétt af þessu tagi í Skaftafelli er að þjóðgarðurinn eða einkaaðilar veittu þá þjónustu að leigja mönnum nothæfar talstöðvar og bjóða þá e-h hlustunarvakt.

    in reply to: Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn #50329
    Karl
    Participant

    Það er eins og mig minni að -eh Akureyiringar hafi líka verið að sniglast þarna.

Viewing 25 posts - 176 through 200 (of 262 total)