Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Mánudagspríl
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
16. March, 2009 at 20:03 #46392
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg fór í dag ásamt Ása og Danna G í eftir skóla klifur í Kjósarskarðinu. Klifruðum þar foss sem að er austan megin í skarðinu. Alla vega þá var þetta skemmtileg 40 metra 4.gráða og svo snjógil/gljúfur ofan við með nokkrum höftum sem voru annars á kafi í snjó. Ótrúlegt að þessi leið skuli ekki vera klassíker en ég veit bara um einn hóp sem hefur farið í hana áður, en þar var Ívar á ferð.
20min labb upp að leiðinni frá einhverjum sumarbústöðum(styttra en að Spora). Myndir koma í kvöld.
Kv. Ági
17. March, 2009 at 00:33 #53980
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantMyndit á http://agust.smugmug.com/
17. March, 2009 at 08:51 #53981
ÓlafurParticipantÉg sé ekki betur en að þetta sé hin últra-klassíska leið ‘Áslákur’ en henni var lýst í ársritinu fyrir nokkrum árum. Þar er einnig tilgreint hvað gera skuli að klifri loknu til að leiðin teljist fullklifin.
Ég átti bágt með að trúa að við værum að frumfara þessa leið þarna fyrir nokkrum árum þegar ég klifraði hana, hún blasir við! Ég reyndi að rannsaka málið lauslega en fann ekkert skráð um hana.
17. March, 2009 at 09:44 #53982
Freyr IngiParticipantok, er þetta sumsé Áslákur.
Ef að rétt að reynist að leiðin sé ekki fullkláruð nema með viðkomu á sveitakránni í Mosó þá gæti ég trúað að hún hafi ekki verið kláruð nema einu sinni.
Hálfkláruð töluvert oftar. Allavega hef ég farið þarna 3 sinnum.
Gaman!
17. March, 2009 at 10:31 #53983
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFlott að hafa nafnið á hreinu. Eins og ég sagði þá er merkilegt að leiðin sé ekki klassík.
Flott leið. Hún verður kláruð að fullnustu næst.
Ági
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.