klifur í dag

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47621
    Smári
    Participant

    Skellti mér, við annan mann, í Spora í Kjós í dag. Fínar aðstæður þrátt fyrir slatta af vatni á fljótandi formi. Síðasta haftið var töluvert kertað en ekkert mál að fara það lengst til vinstri.

    Góður dagur á fjöllum.
    Stóladansmeistarinn

    #54928
    1012803659
    Participant

    Við skruppum tveir í Spora í morgun, aðstæður fínar, hellingur af ís.

    Vorum snemma á ferðinni og sluppum við alla bleytu í fossinum.
    Lögðum af stað úr bænum kl 8:00 og vorum mættir í Skötuboð kl 13:00

    Mér fannst Spori vera í erfiðari aðstæðum en í þau skipti sem ég hef farið hann. Enginn snjór gerir klifrið lengra og brattara, en engu að síður mjög skemmtilegt.

    Mæli með Spora um jólin!

    #54930
    2806763069
    Member

    Við Viðar fengum óvænt útivistarleyfi í dag og nýttum það í Grafarfossinum. Þar voru einnig klifurhjónin Arnar og Berglind.

    Nóg af ís en blaut á kafla og stökkt á öðrum köflum.

    Gleðileg jól,

    Softarinn

    #54931

    Það sást til fjögurra jólasveina klifra í Grafarfossi í dag, aðfangadag. Spurning hvort þeir muni tjá sig eitthvað um þau ævintýri sín hér á vefnum og lýsa aðstæðum.

    #54932

    Held að jólasveinar lesi hugsanir manns… svara áður en maður nær að ljúka bóninni :)

    #54935
    2308862109
    Participant

    Skelltum okkur 3 saman i Grafarfossinn i dag ég, Jón og Siggi. Eintóm gleði

    Dóri

    #54937
    Steinar Sig.
    Member

    Óli Magg og ég tókum ráðleggingum Guðjóns og klifum Spora í dag. Flottar aðstæður. Vorum hissa að sjá allnokkuð klifurteymi stilla sér upp við leiðina aðeins nokkrum mínútum á undan okkur. Þar voru Einar Torfi, Jón Gauti, Leifur, Jón Þorgríms og tveir aðrir sem við náðum ekki hverjir voru.

    Góður dagur þrátt fyrir ansi mikið hvassviðri.

    #54938
    2506663659
    Participant

    Við Palli fórum undir Eyjafjöllin í dag. Fórum í Paradísarheimt nánar tiltekið Skoruna. Miljandi aðstæður þrátti fyrir einhverja bleytu. Frábært veður enda logn þarnar í norðanáttinni. Vorum alveg lausir við biðraðir enda einir á svæðinu.

    Algjörn snildar leið !!!!

    Myndir væntanlegar frá Palla.

    kv,
    Guðjón Snær

    #54939
    gulli
    Participant

    Vá, traffík í Spora. Fer ekki bóndinn að rukka bílastæðisgjöld eða leggja menn annars staðar en á hlaðinu hjá honum?

    Við Skabbi og Manuela veltum fyrir okkur að fara í Spora en fórum sem betur fer í Grafarfoss. Þar var enginn nema við og rokið.

    Hlakka til að sjá myndir frá Palla, myndatextarnir hans klikka aldrei.

    #54940
    Páll Sveinsson
    Participant
    #54941
    Gummi St
    Participant

    Geggjaðar myndir hjá þér Palli!

    Við hinsvegar héldum jólin hátíðlega í gær og fórum árlega ferð á Skessuhornið, http://www.climbing.is/lesa_frett.php?cat=2&id=142

    kv. Gummi St.

    #54942
    AB
    Participant

    Skemmtilegar myndir hjá ykkur báðum.

    Við Sissi litum við í Búahömrum með það í huga að klifra Nálaraugað. Neðan frá vegi sýndist okkur neðri spönnin vera alveg íslaus. Tvíburagil virtist ísmikið. Sáum ekki 55° N, en hún er pottþétt í aðstæðum.

    Bíl snúið við og ekið undir Grafarfoss. Þar voru Steppo og Stebbi Kalli að ljúka við fossinn og við fórum svo á eftir. Fínar aðstæður, þó dálítið blautt á köflum.

    AB

    #54943
    2806763069
    Member

    Viðar, G.Helgi, Dóri og undirritaður smelltu sér í Orion. Þegar við stöðvuðum bílana undir flugugilinu sá ég að þetta yrði allt of langt labb. Bíl snúið við og ekið beint inn í Glymsgil þar sem aðkoman er miklu viðráðanlegri. Þar tók hópurinn samtals 4 línur. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi þar þó oft hafi verið meiri ís.

    kv.
    Softarinn

    #54944
    Sissi
    Moderator

    Kva, softarinn bara að klifra upp á dag?

    Ég tók hinsvegar hardcore sófaklifur í kvöld, fann klukkutíma heimildamynd um leiðangurinn 1953 á Everest. Gaman að skoða dótið þeirra, hversu massífar prófanir voru gerðar á öllu í Bretlandi, hversu klikkuð lógistík þetta var (9 búðir), og hvað þetta voru harðir gaurar (klifra allir fetlalaust ;) ). Að ég tali nú ekki um hvað sherpunum er þannig lagað gert hátt undir höfði þarna miðað við þennan tíma og samt gleymdist Tenzing greyið alltaf ansi mikið.

    Enjoy!

    Sissi

    http://www.youtube.com/watch?v=Kj9OFJsyXio&feature=player_embedded

    #54945
    2808714359
    Member

    við hér fyrir norðan, Maggi Smári, Friðfinnur og ég, höfum verið að leita að ís undanfarið. Í fyrradag kíktum við í Kjarnaskóg en leiðin þar er algerlega íslaus, þannig að við brenndum hinum meginn í fjörðinn og athuguðum með “ís með dýfu”. Þar frussaðist fossinn út úr ísnum og fyrir neðan var engin fjara. Við fundum aftur á móti 10-15m íslínu rétt við hliðina sem við lékum okkur í.
    Í dag fórum við svo í Einhamar í Hörgárdal. Þar er ekki eins mikill ís og á þessum tíma í fyrra en nóg samt til að klifra. Tókum eina 40m, 4gr. leið í yndizzzlegu veðri.

    Fullt af fínum leiðum í Einhamri. Ennþá er hellingur af snjó en frekar lítill ís í kringum Akureyri.

    kv
    Jón H

    #54946
    1012803659
    Participant

    Skruppum þrjú í Búhamrana í dag (29.12) klifruðum leiðina 55°N í glymrandi aðstæðum.

    Myndir:
    http://picasaweb.google.com/gudjonbj/55NIsklifur#

    Minni_gi.jpg

    #54947
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór í árlegt brottflutta-norðanmanns-ísklifrið á Eyjafjarðarsvæðinu í gær. Með í för voru Eiki Tvíbbi, Jökull Bergmann, Freysi formaður, Gregory hinn fránski og spúsa hans.
    Ólafsfjarðarmúli naut nærveru okkar þennan daginn og var það vel. Fórum tvær nýjar leiðir og ein eldri frá í fyrra (Hart í bak, WI4/M4) var endurtekin ítrekað. Góður slurkur af ís og bjartur hressandi dagur í -12°C við sjávarsíðuna varð raunin…
    Myndir væntanlega á næstunni.

    #54951
    Skabbi
    Participant

    Við Hrönn og Sissi kíktum í stutt klifur í gær uppúr hádegi. Fyrir valinu varð Vallárgil í Esjunni, beint fyrir ofan Kjalarnes. Fossinn í gilinu er í flottum aðstæðum, hægt að velja um margar miserfiðar leiðir upp. Stutt og þægileg aðkoma = þægindi og skemmtilegheit!

    Sáum menn í stuttu leiðinni ofan við skógræktarreitinn í Úlfarsfelli.

    Allez!

    Skabbi

    #54961

    Gleðilegt nýtt ár!

    Ég fór í dag ásamt Sigga félaga mínum að klifra í Vallárgili. Aðstæður voru mjög góðar og veðrið líka. Við klifruðum neðri fossinn nokkrum sinnum en munum kíkja fljótlega aftur á þann efri.

    Ísinn var harður og mér fannst neðri fossinn byrja þægilega en seinni helmingur hans var nokkuð erfiður.

    Skabbi (þar sem þú varst þarna fyrir stuttu), hvernig myndir þú gráða neðri fossinn? en þann efri?

    Ef einhver hefur reynslu af ísklifri í gilinu ofan við trjáreitinn í Úlfarsfelli væri gott að fá upplýsingar. Mig langar að kíkja þangað á morgun eða e-ð kvöld í næstu viku ef ég finn klifurfélaga.

    Kv.
    Arnar

    #54963
    3110665799
    Member

    Æ slepptu því hann var klifraður í old days og nefndur skautasvellið. Ekki gráðunar virði.

    #54965
    0309673729
    Participant

    Jón Gunnar Þorsteinsson og ég fórum Orginalinn í Paradísarheimt í gær, báðir í fyrsta skipti. Þetta er sannarlega frábær leið í mögnuðu umhverfi. Það var nægur ís í leiðinni en hitinn var sennilega í efri mörkum þess að óhætt sé að fara í leiðina.

    Við hittum teymi sem fór nýja leið í Eyjafjöllunum.

    Kveðja
    Helgi Borg

    #54969
    Skabbi
    Participant

    Arnar Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Skabbi (þar sem þú varst þarna fyrir stuttu), hvernig myndir þú gráða neðri fossinn? en þann efri?

    Ertu ekki að tala um efra og neðra haftið í neðsta fossinum? Það neðra var örugglega 3.gráða þar sem við fórum um daginn, og efra haftið 4. þar sem það var brattast. Annars eru þessi höft ansi breið og fjölbreytt, hægt að þræða erfiðari afbrigði eftir hentugleika.

    Allez!

    Skabbi

    #54970

    Við fórum þrír Garðbæingar í Flugugil í dag. Klifruðum 3 leiðir sem voru í fínum aðstæðum. Myndir koma hugsanlega einhvern tímann.

    kv. Ági

    #54971
    Skabbi
    Participant

    Við Gulli granít og frýr renndum inní Kjós í blíðviðrinu í morgun. Klifruðum Spora, sem er svosem ekki frásögum færandi nema hvað hann er tekinn að veðrast af gengdarlausri umferð undanfarnar vikur. Það er orðið hægt að klifra nánast allan fossinn án þess að höggva nokkurntíman, bara húkka í götin. Ekkert að því náttúrulega.
    Gegnt Spora, hinummegin í dalnum hefur myndast ansi myndarlegur foss, á að giska tvær spannir. Þegar við ókum á brott sáum við tvo menn (eða konur, eða sitthvort) klifra þennan ónefnda foss. Væri fróðlegt að heyra hvernig sú vegferð fór.

    Allez!

    Skabbi

    #54972
    Freyr Ingi
    Participant

    Jú jú, í gær kíkti ég á þennan margumtalaða Spora ásamt Billa og Þórhildi. Verð að segja að mér fannst ísinn þar inni alveg hreint makalaust skemmtilegur. plastís sem tók svo vel við öxum og broddum að sjaldan þurfti að höggva oftar en einu sinni. Leiðin stóð líka fyrir sínu sem afbragðs afbrigði til að kynningar á sportinu. Hafa menn ekki verið að brölta upp á höftin á leiðinni upp að Spora sjálfum?
    Vissulega nýmóðins reynsla hér á landi að koma að ísleiðum með axa-, brodda- og jafnvel skrúfuför sem hægt er að nýta sér. Stórgaman!

    En úr því ísinn var svona upp á sitt besta langaði okkur Billa að kíkja aftur daginn eftir (í dag) á eina afar formfagra og fallega leið gegnt Spora. Úr varð að þriggja spanna leið, 30m, brölt upp aflíðandi læk, 70m, 15m. Mestmegnis var um að ræða þægilegt þriðju gráðu klifur en á þremur stöðum sló hann nálægt lóðréttu.
    Prýðis dagur í afbragðs ís, sem breytti þó örlítið um ham í sólinni í efri parti fossins.

    Freysi

Viewing 25 posts - 1 through 25 (of 43 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.