Re: upplestur úr gömlum ársritum !

Home Forums Umræður Klettaklifur Búhamrar Re: upplestur úr gömlum ársritum !

#49507
1110734499
Member

sennilega er ég að endurtaka það sem stendur í gömlum ársritum en það er jökull bergmann sem er höfundur gandreiðarinnar og boltaði hana ’97 og gráðaði 5.10a ef minnið svíkur ekki. rétt til hægri er svo greinileg sprunga, dyragættin, gráðuð 5.8, tryggð með hnetum og vinum og fyrst farin af palla og helga ´90. þar til hægri er svo upprunalega leiðin á nálina eftir snævarr og jón geirson frá ´84.

rauði turninn var fyrst farin af snævarri og palla haustið ´91 en snævarr kom boltum fyrir seinna sama haust svo vitnað sé orðrétt í ársritin ágætu. þá var leiðin gráðuð 5.9.

heimild: ársrit ísalp ´85, ´90 og ´92

kv. d