Búhamrar

Home Forums Umræður Klettaklifur Búhamrar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45864
    Robbi
    Participant

    Nú er vorið farið að banka á dyrnar hjá manni og er ekki laust við að maður fái smá fiðring í puttana. Við Siggi T ákváðum að nýta sunnudagssólina og skella okkur í Búhamrana upp úr hádegi. Rauði turninn og Gandreiðin urðu fyrir valinu og varð það ágætis klifur, þrátt fyrir stórskotaliðinu sem sat fyrir okkur allan tíman og hafði steina og grjót að vopni…gott að vera með hjálm.
    Ekki vorum við fyrstir í klettinn þetta vorið því fótspor lágu upp að Rauða turninum og var búið að binda e-a glansandi nýtt prússikband í sigakkerið efst.
    Ég hélt að menn væru hættir að pukrast með klifur nú til dags …eða hvað? komasvo
    Robbi

    #49504
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þetta var sérdeilis prýðilegt klefur. Smá laust gums eftir frost og þíðu síðastliðinna mánaða.
    Þriðja skiptið sem við leitum að þessari Gandreið og loksins tókst það…
    Til útskýringar (ef menn missti af spjalli um þetta í fyrrasumar), þá er sú leið á sama stað og dótaleiðin Nálin og byrjar hún á syllu vestan við nálina sjálfa. Menn geta hvort sem er:
    1) farið upp fyrri spönnina í Nálinni og hliðrað svo lengra til vinstri en Nálar leiðin sjálf liggur. Gandreiðin er í augljósum vegg vinstra megin við hana, ca. 15m löng og endar í akkeri efst í þeim vegg.
    2) einnig er hægt að fara ofan við leiðina og síga niður úr fínu sigakkeri ofan við leiðina (við fórum þá leið).
    Mælum hiklaust með þessari leið (og Turninum líka svo sem) og gefum henni 4 stjörnur af 5 mögulegum og gráðu einhvers staðar um miðjan 5.10 skalann (b/c? veit ekki hvað höfundurinn gaf henni…). Nokk snúin en vel boltuð og skemmtileg.
    Rauði turninn aftur á móti er austast í hömrunum og hefur víst fengið gráðuna 5.8 en hún er nú töluvert snúnari en sú gráða gefur til kynna (5.9 myndi ég segja frekar)…

    #49505
    Hrappur
    Member

    Rauða turninn er hægt að klifra á tvo vegu (að minnstakosti) 1 Upphaflegu Snævarsleiðina sem kallar á asnalega hliðrun í fyrstu spönn framhjá aðal haftinu, sú leið er 5.8 svo er direct útgáfan sem Björn B. eða Stebbi graðfoli skelltu in 2 boltum beint yfir þakið og gráðuðu 5.10..En þetta stendur nú allt í gömlum heimildum (lesist ársritum Ísalp) en ef Siggi T fynnur þörf á að endur útgefa þá er stór klettur sem hallar þarna og er leið 1 nokkuð strembin leið tvö nokkuð laus og leið 3 nokkuð boruð og límd…ég held að hann komist að því að þessar leiðir eru svon 5.9-5.10 b-c og er leið 3 sem Ég held að heyti Vítis eithvað Klukkur eða svoleiðis léttust um 5.9 myndi ég segja frekar

    ps. Hlakka til að fá nýja leiðarvísin um leiðir 1 – 90 af Hnappa eithvað en þar eru víst leiðir frá 5.3 og erfiðast 5.10c eða jafnvel bara d? Þokkalegt 3 stjörnu klifursvæði tveir þummlar upp! Með spess gæðastypli á rassin….

    #49506
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þú ert svona rosalega sniðugur Hrappur.
    Það vill nú svo til að það er fullt af liði sem hefur áhuga á þessum svæðum og hefur ekki lesið þessi ársrit spjaldanna á milli (ég er t.d. nýbúinn að kaupa þessi rit en hef ekki gefið mér viku í fullri vinnu við að lesa hverja einustu grein þar inni).
    Ég kann alla vega að meta þegar menn koma með upplýsingar hérna inn þó að þér finnist betra að enginn segi neitt um eitthvað sem áður hefur komið fram í ársriti fyrir 20 árum síðan. Þær upplýsingar eru heldur ekki alltaf sérlega nákvæmar og því veitir oft ekki af eilítið ítarlegri lýsingum af staðháttum.
    En þú mátt alveg vera fýlupúki mín vegna.

    #49507
    1110734499
    Member

    sennilega er ég að endurtaka það sem stendur í gömlum ársritum en það er jökull bergmann sem er höfundur gandreiðarinnar og boltaði hana ’97 og gráðaði 5.10a ef minnið svíkur ekki. rétt til hægri er svo greinileg sprunga, dyragættin, gráðuð 5.8, tryggð með hnetum og vinum og fyrst farin af palla og helga ´90. þar til hægri er svo upprunalega leiðin á nálina eftir snævarr og jón geirson frá ´84.

    rauði turninn var fyrst farin af snævarri og palla haustið ´91 en snævarr kom boltum fyrir seinna sama haust svo vitnað sé orðrétt í ársritin ágætu. þá var leiðin gráðuð 5.9.

    heimild: ársrit ísalp ´85, ´90 og ´92

    kv. d

    #49508
    Siggi Tommi
    Participant

    Gott að vita þetta. Hefði alla vega tekið mig heilt kvöld að grafa þetta upp. :)
    Takk fyrir upplýsingarnar.

    #49509
    Robbi
    Participant

    Hrappur.
    Það er nú alger óþarfi að vera með eitthvað stórkallatal og leiðindi þótt að þú hafir boltað allnokkrar leiðir, klifrað eitthvað erfitt og hafir lesið smáletrið í ársritunum. Málið er nefnilega þannig að klifurmenning á íslandi hefur aukist mjög upp á síðkastið. Td. niðri í klifurhúsi er fullt af nýju fólki (sem þú myndir kanski vita ef þú færir einhverntíman niðureftir) og því fólki langar kanski að klifra úti eins og við hinir. Ég hef allavega (og siggi) reynt að leggja til mitt framlag til að miðla þessum upplýsingum (því augljóslega gerir þú það ekki) og þær eru ekki alltaf greinilegar í ársritunum. Það er eingöngu jákvætt að drita inn upplýsingum um e-ar leiðir, þarf ekki að vera langloka, því allmargir lesa þessa síðu, líka þeir sem ekki hafa klifrað úti, eru nýjir í sportinu og vilja vita meira. Ef þér finnst eitthvað að því þá ertu afar ómerkilegur maður.
    robbi

    #49510
    0704685149
    Member

    kæmuð bara á Telemarkmótið á Akureyri um næstu helgi…þá gætuð þið útkláð þetta í samhliðasviginu…hlakka til að sjá ykkur.

    kv Bassi

    #49511
    Hrappur
    Member

    he alltaf gamann að koma af stað umræðum! Já þetta er rétt hjá ykkur Robbi og Sigurður (en ég hef nú samt sett einn leiðarvísi hér á netið Robbi) en allar uplýsingar eru vissulega góðar og endurspegla þessi skrif mín kannski frekar þá staðreynd að það vanntar alla leiðarvísana hér á netið og því neyðast menn til að setja leið ,,leið eitt frá vinnstri held hún sé 5.9″ Það væri, einsog ég held ég hafi bennt á ,mjög leiðinlegt ef grunn upplýsingarnar um hver gerði leiðina (þó það skipti kannski minna máli) en aðalega hvað hún heytir og hvað hún var gráðuð, ef þessar upplýsingar liggja hvergi fyrir ,nema í gömlum skræðum sem fást kannski jafnvel ekki lengur, þá fer þetta í glatkistuna.
    Það er gott að hægt sé að narra einhverja í þessa umræður (um netleiðarvísa) því þá förum við kannski að gera eithvað í þessum málum og á ég aðalega við okkur gömmlu hundana sem þekkjum þessar leiðir allar og vitum hvar þær eru. Þessi skrif ykkar strákar ættu að vera okkur hinum til fyrirmyndar og var þetta gert af tómri illkvitni og ómerkilegheitum frá minni hálfu ;)

    einn ómerkilegur.

    #49512
    0704685149
    Member

    Hrappur, l…ekki gefa eftir…stattu á þínu strákur. Siggi T og þið eigið að berjast um þetta í samhliðasviginu…

    Hvernig er það Siggi? á ekki skella sér norður um helgina og draga Finnboga og Helga Val með?
    Virkja síðan Sigga Sæm. þá er bara allur skátaflokkurinn mættur.

    kv
    Bassi

    #49513
    Hrappur
    Member

    Ef einhver vill keppa í snjóþotubruni eða rasspoka svigi þá er ég maðurinn sem talað skal við! Allt flóknara sem krefst samhæfingar (og skíða) verða aðrir að ynna af hendi. En þeir sem til mín þekkja og vita hvað ég er mikíll óknytta strákur yrðu ekki hissa þótt ég kæmi bara á vélsleða til að keppa við ykkur hina á ,,jafnréttis grundvelli” Af þessu tilefni vil ég skora á þann sem nær að fótbrjóta sig á þessari telemarkhátíð upp á kapphlaup upp í Búhamra, og til að jafna leikinn skal ég gefa honum 15 sekúndu forskot.

    #49514
    Robbi
    Participant

    ég er til…á rassaþotu inni í geymslu.
    Annars styð ég þetta með net-leiðarvísinn og bendi mönnum á http://www.coronn.com svona til fyrirmyndar.
    Robster

    #49515
    Hrappur
    Member

    Vil að gefnu tilefni benda á hvaða tölu þessi korkur hefur fengið frá almættinu (sjá aftast í slóðinni). Tek þetta sem tákn um hið sanna eðli þess sem stofnaði korkin ;)

    #49516
    Siggi Tommi
    Participant

    Þelamerkurhátíð væri vissulega mikil snilld en ég sé ekki fram á tóm til að kíkja heim í heiðadalinn því miður.
    Erum nefnilega að fara að príla í franskbrauðslandi um páskana og förum á föstudag eftir viku og það er allt of margt sem þarf að gera áður en haldið er utan…
    Veit ekki með hina skátagúbbana hér í Sódómu.
    Tek ykkur í nefið á næsta ári, Bassi.

    Kveðja frá norðlendingnum sem hefur ekki farið á skíði frá því í júní! :(

Viewing 14 posts - 1 through 14 (of 14 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.