Re: Svar:klifur í dag

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Svar:klifur í dag

#55005
SissiSissi
Moderator

Í gær fórum við Freysi (allsherjargoði) ásamt Geira, Sigga P. og Jökli J. í Skálafell. Nei, ekki til að skíða, langt síðan slík undur og stórmerki hafa gerst.

Þori samt næstum að fullyrða að enn lengra er síðan einhver hefur farið í fossinn þar. Hann var prýðisskemmtan, eltur við hausljós í fáránlegum kulda þar sem við vorum í verkefni í bænum fram yfir 14:00. Efstu hreyfingarnar voru reyndar ekki í aðstæðum en ætli þetta hafi ekki verið svona 40 metrar af WI4/4+ í pínu steiktum ís.

Í dag lá leið mín og Allsherjargoða Ísalp í Kjósina ásamt Billa. Við klifruðum þar langa leið í þröngu gili sem hefur ansi skemmtilegan karakter. Og drukkum kaffi. Hún er hvergi skráð og við vitum ekki til þess að hún hafi verið klifruð, ég ætla því að skrá hana með venjulegum disclaimer þegar myndir berast í skráningaþráðinn.

Fékk nafnið Icesave í tilefni dagsins, WI3, 205 metrar. 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).

Ekið sama veg og að Hrynjanda, áberandi íslæna upp þröngt gil áður en komið er að honum (norðar).

Þetta er feelgood klifur og væri hentugt til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. 4 spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.

Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Okkur fannst þetta skemmtileg ævintýraleið í töff umhverfi.

Hils,
Sissi