Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Tilkynningar um ísklifur … › Re: svar: Tilkynningar um ísklifur …

Já, það er alltaf sama litla gula hænan syndromið hér.
Þau eru ófá skiptin sem ég hef farið að klifra og kanna aðstæður, gripið í tómt og síðar frétt að einhver annar hafi verið á sama stað stuttu áður (eða séð spor óþekkta og þögla klifrarans) en ekki séð ástæðu til að láta vita um ástandið .
Ansi oft held ég að þeir sömu hafa hagnast á upplýsingum sem ég hef sett á vefinn.
Staðreyndin er sú að það eru ekki alltof margir góðir dagar á íslandi og menn ættu að vinna sem mest saman til að nýta þá!
Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem ég lýsi þessari skoðun minni! En batnandi mönnum er best að lifa, og ný kynslóð klifrara þjáist töluvert minn af lyklaborðs-hræðslu en sumir gömlu refirnir. Þetta er mikil framför, sérstaklega fyrir okkur sófaklifrara.
Það hvílir álíka leynd yfir klifurferðum sumra og keppnisferðum Sportklifurfélagsins. Og þá er nú mikið sagt!