Re: svar: Snjóframeiðslu þráhyggja

Home Forums Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: svar: Snjóframeiðslu þráhyggja

#52242
0801667969
Member

Í kvöld var í fjölmiðlum enn eitt viðtalið við einn af forsvarsmönnum skíðasvæðisins í Bláfjöllum þar sem fram kemur að gervisnjór og snjóbyssur eru það sem bjarga eigi svæðinu.

Svo skemmtilega vill til að á sama tíma og viðtalið er sýnt á Stöð 2 þá eru þúsundir eða milljónir rúmmetra af snjó að fjúka af stað í norðanáttinni úr brekkunum eitthvert út á heiði fáum til gagns.

Nú hefði verið betra að ná þessum snjó með snjógirðingum inn í skíðaleiðirnar. Þessir snjóflutningar eru einnig ókeypis.

Af hverju minnast þessir forsvarsmenn aldrei á snjógirðingar?

Kv. Árni Alf