Re: svar: Leiðrétting

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hugmynd!! Re: svar: Leiðrétting

#50125
0703784699
Member

Segi pass við Gimp umræðunni en ef einhver vill ræða það eitthvað frekar að þá er frjálst að senda póst á rafrænan hátt á himmigimp@hotmail.com

Annars að þá kannaði ég með turninn síðasta vetur. Tók málið upp á vefnum og reyndi svo að fylgja því aðeins eftir með símtali.

Jú ÍTR sjá um þetta og það voru Hallgrímur og nokkrir aðrir góðir menn sem sáu um að byggja og fá efnið og leyfi.

Málið er að hringja í félagsmiðstöðina í Grafarvogi, held hún heiti Sygin eða álíka. Ég talaði við mann þar sem sér um þetta og heitir Sigurgeir og sagði hann mér að leiðslan væri sprungin og þyrfti bara að gera við þetta. Í framhaldinu væri ekkert mál að setja þetta í gang á frostaköflum. Ég held að það þurfi ekki meira en gott frost í 2-3 daga til að fá nægjanlega skán til að príla í, en því lengra því betra. Hann ætti að muna vel eftir því að maður að nafni Himmi hringdi í hann í fyrra til að kanna með þetta síðan hefur þetta bara fallið í gleymsku og ekkert gerst vegna tímaskorts. En ég veit ekki hver á að bera kostnað á viðgerð á þessu? En það væri náttúrulega brill ef menn sæju sér fært að gefa smá tíma aflögu í þetta og koma þessu í lag.

Freyzi þú ert kjörinn í málið…..sjáumst svo í næsta frostakaflan.

kv.Himmi

http://www.gufunes.is/