Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52416
Páll Sveinsson
Participant

Sammála mörgum hlutum þar með talið aldurstakmark í 18 ár, atkvæðisrétt fjarstaddra félagsmanna og hvernig staðið skal að fundarboðun. (Í minni stjórnartíð var það sent út bréflega og auglýst í mogganum)

Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku) og setja í staðin sýnishorn um hvað klúbburinn á að gera. T.d. munu ísalp ferðir leggjast af og skálarnir gleymdir.

Þriðju grein er búið að brjóta upp svo hún er mjög ruglingsleg og er dæmd til verða brotn. T.d. að aðeins megi bjóða sig fram til stjórnarkjörs með viku fyrirvara og af hverju að banna uppstillingarnefnd/kjörstjórn að bjóða sig fram til kjörs? Að setja í lög að stjórnarmenn fái árgjaldið frít finnst mér hallærislegt. Enda finnst mér það í mótsögn við 2gr. Setja í lög að kostning sé leynileg er óþarfi.

Tvær vikur er stuttur tími. Allavegan verður engu breytt úr þessu.
Það sem ég meinti að ef breytingarnar hefðu verið í nokkrum liðum með útskýringum stjórnar hefði ég glaður farið í málefna lega umræðu um hverja breytingu fyrir sig. En þegar lögin eru endurskrifuð í heilu lagi er ekki um neitt val annað en að vera með eða á móti.

kv.
Palli