Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Forums Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52415
1908803629
Participant

Rétt til að fylgja eftir svari Smára þá eru breytingarnar í raun ekki svo miklar þar sem fyrst og fremst er verið að færa þær í nútímalegt horf, uppfæra í samræmi við núverandi tíðaranda og svo breyta ákveðnum praktískum hlutum. Allir lykilþættir sem koma fram í upphaflegu lögunum eru þar ennþá en helstu breytingarnar snúa að eftirfarandi:

1) Uppstillingarnefnd breytist í kjörstjórn þar sem aukin áhersla er lögð á að hvetja til þáttöku í stað þess að í dag er meiri áhersla á að “sjanghæa” menn í stjórn, þ.e. hringja í vænlega menn og fá þá í stjórn. Þetta er gert til að opna klúbbinn betur og auka líkur á að fleiri bjóði sig fram til stjórnar.Einnig er kallað eftir auknu “samráði” við stjórn áður en kosningar hefjast, þrátt fyrir að kjörstjórn er að sjálfsögðu sjálfstæð í starfi. Loks eru skýrari “leikreglur” um kosningar einfaldlega til að hafa skýrari leikreglur um framkvæmd þeirra.

2) Lágmarksaldur hækkar í 18 ár, til samræmis við lög landsins um sjálfræði.

3) Meðlimir stjórnar fá frítt árgjald það ár sem þeir sitja í stjórn, sem er að mínu mati lítil umbun fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf. En þetta er hugsanlega smá gulrót til að taka þátt í stjórnarstarfi klúbbsins. Þess má geta að ég kom með þessa tillögu inn í lögin en ég er sjálfur að segja mig úr stjórn og mun ekki “njóta góðs” ef þessum breytingum.

4) Meðferð utankjörfundaratkvæða þar eins og Palli lýsir að ofan. Gert til að sem flestir geti verið virkir þátttakendur í starfi, ótengt aðsetur.

Hvað varðar frekari úrskýringar þá verður að sjálfsögðu farið yfir þessar breytingar á aðalfundi enda verður kosið um þetta þar.

Öll vinnubrögð við þessar lagabreytingar eru í samræmi við núverandi lög og á ég erfitt með að skilja af hverju 2 vikur eru ekki nægur tími fyrir þetta mál og boðið upp á rými til umræðu hér á vefsíðunni þangað til.

Þessi lög hafa verið unnin vel að okkar mati með aðstoð lögfróðra manna og efni og áherslur í samræmi við eðlilega vinnuhætti. Ég hvet Palla, sem og aðra félagsmenn, að tjá sig um þessi mál og útskýra þá betur hvað það er sem veldur þessari óánægju. Það er hið besta mál að vera fúll á móti en ég vona að Palli geti útskýrt það betur hvaðan óánægjan kemur.