Re: svar: Klifur í dag

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Klifur í dag Re: svar: Klifur í dag

#53316
SkabbiSkabbi
Participant

Þakka piltunum sem fjölmenntu á Óríon fyrir snilldardag, og hinum líka sem tóku áðí á Búllunni með okkur. Stormurinn sem feykti okkur næstum niður Flugugil hefur greinilega komið víða við. Annars var Óríon í löðrandi góðum aðstæðum í dag en það gæti breyst hratt í þessari ofankomu.

Þetta hefur verið hardcore dagur víða á suðvestur horninu, hver klassíkerinn af öðrum negldur, Þilið, Óríon, Grafarfoss…

Við hittum stórhuga stelpukrú sem stefndi á Múlafjall í morgunsárið. Gaman þegar allt er að gerast.

Ég er nett spenntur að heyra meira af deginum í Þilinu. Maður sperrir óneitanlega eyrun þegar það ber á góma.

Allez!

Skabbi