Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

Home Forums Umræður Almennt Kárahnjúkar- nei takk! Re: svar: Kárahnjúkavirkjun nei takk! Kárahnjúkar já takk!

#50656
Anonymous
Inactive

Sælir félagar!
Mér sýnist allt stefna í félagsfund og vonandi verður hann málefnalegur og fjörugur. Það sem mér finnst í þessu máli vera mikið atriði til að læra af er: Þegar þetta ævintýri fór af stað var eins og þessu væri laumað í gegnum þingið og framhjá þjóðinni. Mér fannst þjóðin alls ekki vita hverju hún var að fórna þegar ákvörðunin var tekin. Hverju(m) er um að kenna? Kannki stóðu Samút og félög undir því sig ekki nægjanlega vel í stykkinu við að kynna þetta mál rækilega fyrir þjóðinni.
Mér finnst vera hægt að læra það af þessu að þegar upp koma næstu plön um stórvirkjun að samtök útivistafélaga stökkvi á málið og geri sér og þjóðinni nægjanlega vel fyrir málinu þannig að allir reki ekki upp ramakvein þegar virkjunin er svo að segja að fara af stað.
Olli