Re: svar: ís-aðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur ís-aðstæður Re: svar: ís-aðstæður

#53686
Freyr Ingi
Participant

Leikfangaland í ágætis gír í dag!

Smelltum einum bolta fyir ofan allar 3 leiðirnar í leikfangalandi.
Samtals 3 boltar.

Mæli að SJÁLFSÖGÐU með því að menn bakki alltaf upp akkerin og treysti þannig ekki eingöngu á eina tryggingu.
Ástæðan fyrir þessarri boltun er að á þessum slóðum er brúnin frekar berangursleg og þess vegna ekkert sérstaklega þægilegt að smíða þar toppakkeri… fyrr en nú.

Einnig er núna hægt að síga niður á auðveldan hátt og nálgast þannig ísleiðirnar með sportí hugarfari. ;o)

Mæli með að menn sígi niður Frosta. Þ.e leiðina sem er lengst til hægri þegar horft er upp.

Mælingar sýndu að sú leið er nokkuð nálægt því að vera 30 metrar sem þýðir mögulega möguleika á ofanvað ekki satt.

Góðar stundir.

F.

P.s

Heyrði af mannaferðum Búhömrum í dag