ís-aðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur ís-aðstæður

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46337
  Freyr Ingi
  Participant

  Tryggvi frændi, Gummi Tómasar og ég fórum í dag að kíkja á ís.
  Höfðum sérstakan áhuga á Glymsgili en sú von okkar bar ekki ávöxt.

  Glymsgil: Virðist vera rétt að byrja núna. Áin ekki lögð en það skiptir ekki máli því það er ekkert þangað inn að sækja at the moment.

  Múlafjall: Leikfangaleið virtist vera í fínum aðstæðum sem og íste sem náði niður. Leiðirnar þar í kring sýndust góðar líka. Rísandi og Stígandi voru ekkert spes.

  Óríon: Risastór og rennandi blaut rauf í honum miðjum.

  Ýringur: Efstu 2 höftin voru alveg til staðar, veit ekki með restina. Virtust eitthvað skrýtin/morkin.

  Búhamrar: Lítið að frétta en það þarf svosem ekki mikið vegna þess að það er alltaf hægt að skreppa og klippa í bolta. ;o)

  F.

  #53685
  Sissi
  Moderator

  Snjór…

  Móskarðshnjúkar: Vindpakkaður snjór, fínn í lænum en mjög þunnt á annarsstaðar. Kannski soldið krefjandi fyrir skíðamennina. Svipað virðist gilda um aðrar suðurhlíðar á svipuðum slóðum. Getið tékkað á förunum, þau sjást úr bænum.

  Örugglega verið stappað í Mont Blu.

  #53686
  Freyr Ingi
  Participant

  Leikfangaland í ágætis gír í dag!

  Smelltum einum bolta fyir ofan allar 3 leiðirnar í leikfangalandi.
  Samtals 3 boltar.

  Mæli að SJÁLFSÖGÐU með því að menn bakki alltaf upp akkerin og treysti þannig ekki eingöngu á eina tryggingu.
  Ástæðan fyrir þessarri boltun er að á þessum slóðum er brúnin frekar berangursleg og þess vegna ekkert sérstaklega þægilegt að smíða þar toppakkeri… fyrr en nú.

  Einnig er núna hægt að síga niður á auðveldan hátt og nálgast þannig ísleiðirnar með sportí hugarfari. ;o)

  Mæli með að menn sígi niður Frosta. Þ.e leiðina sem er lengst til hægri þegar horft er upp.

  Mælingar sýndu að sú leið er nokkuð nálægt því að vera 30 metrar sem þýðir mögulega möguleika á ofanvað ekki satt.

  Góðar stundir.

  F.

  P.s

  Heyrði af mannaferðum Búhömrum í dag

  #53687
  Gummi St
  Participant

  Við Addi og Óðinn fórum í Búhamra í dag, snilldar dagur í glampandi sól !
  Klifruðum Helvítið aftur með Óðni, og fórum svo að prjóna eitthvað í þakinu hægra megin.

  Myndir koma sennilegast báðlega, enda bjálað myndaveður !

  Stuttu áður en við fórum mættu svo Robbi, Skabbi og Bjöggi, þeir óðu beint í Ólympíska sem var mjög ísað, sást mjög lítið í sprunguna…

  #53688
  Gummi St
  Participant

  setti einhverjar myndir inná http://www.climbing.is ef þið hafið áhuga..

  #53689
  1210853809
  Member

  Sæl öll,
  Við Tómas fórum í Brynjudal í gær. Planið var að klifra Ýring. Að neðan virtist ísinn vera þokkalegur í efri höftunum þó að lítill sem enginn ís væri í stuttu höftunum í byrjun. Við ákváðum þó að láta slag standa og kíkja á málið. Við gengum sem sagt upp fyrir íslausu höftin í byrjun. Fyrsta stóra haftið (það þriðja í röðinni) var í frekar spes aðstæðum, morkið og laust í sér á kafla og þunnt inn á milli. Næsta haft var einnig sérstakt, ísbunkar á dreif en þunnt eða íslaust á milli, og svo gott sem bert grjót í topinn. Stutta haftið undir því seinasta var lítið kerti og afskaplega blautt. Efsta haftið var leit töluvert betur út að neðan enn þegar upp var komið. Það var þó töluvert af góðum ís, en kertað mjög og sást vel í grótið inn á milli. Var því ekki í sínum bestu aðstæðum. Vilji menn klifra í kjöraðstæðum þá er ekki úr vegi að láta Ýringinn mæta afgangi.

  Þar sem við vorum komnir niður í bíl um tvö-leitið þá renndum við innar í Brynjudalinn. Þar var töluvert meira af ís en í Ýringnum. Við rölltum upp brekku sem er vestan meginn við mjög áberandi kletta, sem eru ofan við sumarbústaðina þar sem vegurinn inn dalinn endar. Við klifruðum þar einn 30 metra WI 4 sem var í fínum aðstæðum. Ég veit ekki hversu mikið hefur verið klifrað þarna innfrá, en gaman væri að þeir sem þekkja til eða hafa klifrað þarna tjái sig um málið. Þarna var töluvert af ís í ýmsum leiðum sem margar litu mjög spennandi út, en náðum við aðeins að klifra þennan eina.

  Tómas skellir kannski link á myndir við tækifæri, en hann bar ábyrgð á myndavélinni.

  kv. Jósef

  #53690
  AB
  Participant

  Frábærar myndir, Gummi!

  Við Freysi boltuðum Helvítis fokking fokk fyrir nokkru.

  Við Sissi klifruðum þessa leið á annan í jólum og þá var nánast enginn ís á svæðinu. Við gátum tryggt í íslausar sprungur neðst í leiðinni. Þegar ég kom aftur á svæðið í janúar þá voru sprungurnar ísfylltar og ekki gerlegt að tryggja með dóti.

  Við Freysi ákváðum þá að bolta leiðina. Sama dag gerði ég tilraun til að klifra nýtt afbrigði af leiðinni, beint yfir vænt þak sem farið er hægra megin við þegar H.F.F. er klifruð. Það hafðist ekki í þeirri tilraun. Við ætluðum að klára þá leið áður en boltunin yrði opinber. Svo kom hláka…

  Upprunalega Helvítis fokking fokk er töluvert auðveldari þegar ís er neðst í leiðinni, á að giska M4. Leiðin er vel boltuð og því kjörin sem fyrsta mixleið fyrir byrjendur. Skemmtileg leið – njótið!

  AB

  #53691
  2309842399
  Member

  Búin að setja inn myndir frá klifri okkar Jósefs í Brynjudal.

  http://www.facebook.com/editphoto.php?aid=61305#/album.php?aid=61305&id=516493378

  #53692
  1012803659
  Participant

  Fórum tveir í grafarfossinn á sunnudaginn, fossinn var í engum aðstæðum. Morkinn snís og algjört frauð…
  Bail-uðum eftir ca 20m og brunuðum í móskarðshnjúkana á skíði. Fundum þar þessa fínu bláu skóflu.
  Ef einhver saknar hennar er hægt að nálgast hana hjá mér (S: 864-7734)

  #53693
  Skabbi
  Participant

  Við Robbi og Bjöggi fórum seint á fætur á laugardeginum, ákváðum að renna inn í Tvíburagil í góða veðrinu. Eðlilega stefna jaxlar af okkar kalíberi beint á Ólympíska félagið og líta ekki við öðrum leiðum á svæðinu.

  Um það leiti sem við komum upp í gilið hafði blíðviðrið komið af stað talsverðu vatnsrennsli í leiðunum. Í Ólympíska var mikil ísmyndun, ólíkt því sem maður hafði séð á myndum. Stæðileg kerti héngu niður í sprunginni hægra megin við sylluna og vænt skegg lafði niður af syllunni. Við fundum 4 bolta á leiðinni upp að syllunni, og einn fyrir ofan hana. Mér reiknast svo til að einn bolti hafi verið á kafi í ís. Til að telja upp afrek dagsins þá kláraði stórstirnið (ekki ungstirnið lengur) leiðina í annari tilraun, enda fór sú fyrsta að mestu í að brjóta niður ís úr leiðinni. Við Bjöggi höfðum okkur upp í 4. boltar en þvarr ítrekað kraftur þegar koma að því að hífa sig uppfyrir skeggið.

  Símastvíbbinn þar við hliðina var svo til alveg íslaus.

  Í gær, sunnudag, renndum við svo inn að Múlafjalli ásamt Sissa og Marianne. Þar klifruðum við tvo af “Þríburunum” í firnaskemmtilegum aðstæðum.

  Virkilega góðir dagar á fjöllum.

  Gummi, flottar myndir eins og venjulega!

  Jósep og Tómas, þessar leiðir sem þið sýnið í Brynjudalnum líta stórvel út. Ég gæti best trúað að þið séuð hér með að opna gamalt og gleymt svæði, fullt af 4. gráðum og mix möguleikum!

  Allez!

  Skabbi

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.