Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM? Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

#52000
2901744149
Member

Fórum 4 félagar úr HSH þangað að mig minnir ’93 eða ’94.
Fyrrnefndur Steve Jones var með okkur ásamt Andy nokkrum sem var reyndar lifandi eftirmynd Garths úr Wayn’s world… sá var nýkominn af einhverjum 8000+ tind þannig að þeir skila sér allavega einhverjir niður (gangandi).
Þetta var vikunámskeið, ís, klettar og fjöll og var svo sem ekkert sem við kunnum ekki. Lentum í því að kenna ísklifur einn daginn! En þetta var helvíti gaman bara og góður undirbúningur fyrir 2 vikna túrinn sem við tókum í kjölfarið.

Eitt skemmtilegt atvik af mörgum var þegar við vorum á lítilli krá í Leysin. Sátum við borð, skröfuðum og dreyptum á öli. Tókum eftir manni sem sat einn við borð og gjóaði augunum alltaf til okkar. Við bara herptum saman á okkur rasskinnarnar og settum stóran perrastimpil á kallinn. Erum að segja hetjusögur og göntumst með meintan homma þegar kappinn stendur allt í einu yfir okkur og segir ‘Eruði íslindíngar?’ Hetjusögur og glæst afrek var ekki alveg það sem flaug um huga okkar þá en lagaðist þegar að við sáum að hann varð hinn ánægðasti. Vildi endilega fá okkur heim í partí og spjall. Hann var skólastjóri í highschoolinum sem var í þorpinu. Daginn eftir fórum við upp einhverja 800 m klettaleið og aumingja þeir sem voru á eftir okkur. Þetta var aðallega ein megin sprunga sem farin var og hér og þar þurfti að losa gall og óþarfa magasýrur…
Það er víst alveg ágætt skíðasvæðið þarna í Leysin.