Hverjir þekkja til ISM?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45673
    2008633059
    Member

    Hæ allir, datt í hug eftir allar þessar alvarlegu (og stundum tilfinningaþrungnu) umræðu um skálamál ÍSALP að brydda hér upp á einhverju öðru til að létta mönnum lund.

    Síðasta sumar sótti ég ansi skemmtilegt námskeið hjá ISM í Leysin í Sviss (www.alpin-ism.com). Þetta var viku-prógramm sem kallast “Techical Alpinism” og gekk út á smávegis klettklifur og síðan eitthvað príl út og suður í Mont Blanc-fjallgarðinum. Alls ekki neitt voðalega “hard-core” en samt eitthvað sem ég fékk heilmikið út úr og þá kannski ekki síst að upplifa Alpana og þær frábæru aðstæður sem þar eru til staðar; flott náttúra, “solid” klettar, frábært veður (með þrumuskúrum af og til sem létu mann flýja sem fætur toguðu eða segir maður kannski “rappella” niður eins hratt og hægt var!), skemmtilegt fólk, algjöra klassa fjallaskála (humm!) o.s.frv …

    En áfram með smérið … ISM var stofnað af Bandríkjamanni, John Harlin, sem mér skilst að hafi komið til Sviss stuttu eftir stríð, séð þar og sigraði og var því óhjákvæmilega tekinn í sátt af heimamönnum, enda ekki annað hægt eftir að hafa skotið þeim ref fyrir rass með því að klifra alla klettaveggina fyrir ofan bæinn sem þeir höfðu ekki lagt í og talið ókleyfa! (Innskot: Fyrir þá sem hafa gaman af slíku þá er afar skemmtilegt “Via Ferrata” fyrir ofan Leysin).

    John Harlin varð reyndar ekki langlífur í starfi, hann lét sér ekki nægja skrifborðið og týndi að lokum lífinu við að reyna nýtt “direttissima” á Eiger Nordwand. Nokkrum árum síðar tók við stjórninni hjá ISM, Breti maður að nafi Pete Boardman, víðfrægur fjallagarpur, en það var sama sagan með hann, hann lét sér ekki nægja að róta í pappír heldur gerði tilraun við nýja leið á Everest og hefur ekki spurst til hans síðan …

    Kannski hefði maður ekki þorað að skrá sig í þetta námsskeið hefði þessi örlagasaga skólastjóranna legið fyrir, en það er bót í máli að Pat Littlejonh, sem núna ræður ríkjum hjá ISM, hefur reynst með ólíkindum lífseigur, enda fínn náungi sem ég hef þó ekki kynnst nema í gegnum töluvpósta.

    En ástæðan fyrir þessu tali öllu var að einn gædinn á námskeiðinu síðasta sumar, sem eins og margir er búinn að starfa lengi hjá ISM, minntist á það við mig að fyrr á árum hefðu íslenskir björgunarsveitarmenn fjölmennt á námskeiðin hjá ISM og væri í minnum haft hvað þeir hefðu staðið sig vel, t.d. ekki verið menn sem flýðu niður af fjalli við fyrsta þrumuskúr! Datt þess vegna í hug að heyra hvort einhverjir af eldri Ísölpurum eða öðrum sem þekkja til þessara tíma hefðu frá einhverju skemmtilegu að segja frá námskeiðum hjá ISM?

    kv,
    JLB

    #51997
    0703784699
    Member

    Harlin III fór og klifraði Eiger til að reyna að upplifa það sem pappi hans náði ekki að klára, dramatísk saga þegar línan slitnaði….og bíómynd var gerð í kjölfarið….vonandi nær maður að sjá þessa mynd við tækifæri.

    kvHimmi

    #51998
    1811843029
    Member

    Hæbb

    Í fyrra fórum við nokkrir félagar úr HSSK á sama námskeið og þú varst á hjá ISM. Gædarnir sem voru með okkur hafa líka starfað hjá ISM í langan tíma og töluðu um íslendingana sem voru hjá þeim fyrir mörgum árum,mögulega sömu gædar og þú varst með.

    Ég rakst einmitt á stutta frásögn í gömlu ársriti þar sem var talað um íslendinga sem fóru til Leysin á námskeið hjá ISM. Það voru að mig minnir Valdimar Harðarson og Guðni Bridde.

    Gaman væri að heyra frá þeim sem fóru þarna fyrr á árum.

    En ISM er rótgróið fyrirtæki sem óhætt er að mæla með.

    Kv.

    Atli Páls.

    #51999
    0304724629
    Member

    Ég fór í skólann 1991 minnir mig með Búbba félaga mínum. Þetta var klassanámskeið með Steve Monks en ég held hann sé ennþá þarna. Hitti hann 2005 á Aguille du Midi. Held að það hafi verið þrír kennar sem hétu Steve meðan við vorum þarna. Allt miklir kappar. Steve Jones nokkur, var með okkur í tvo daga eða svo. Hann var allur krambúleraður á höndunum eftir að hafa hrapað nánast línulengd ofan í svaka gímald í Valle Blanche. Hann var með einn nema með sér frá Skotlandi sem fór heim daginn sem við komum. Hann var ennþá skjálfandi eftir að hafa runnið á maganum alveg að brúninni með ísöxina í blússandi bremsu. Hann sagðist aldrei ætla á fjöll aftur…! Við lentum einmitt í svakalegum eldingum á leið niður af Aguille du Plan að mig minnir. Okkur fannst það mikið stuð en þeir voru orðnir stressaðir. Líklega var það frekar spenningurinn og enginn reynsla af eldingum okkar megin sem gera það að verkum að þeir halda að við séum einhverjar hetjur. Þ.e. ef það séum við sem þeir muna eftir. Svo man ég eftir svakalegri drykkjukeppni hjá Búbba og einum starfsmanni á Vagabond hótelinu (rekur ISM það ennþá?). Ekki veit ég hver vann en Búbbi ældi ansi mikið um nóttina…! Mikill drykkjuskapur hefur alltaf fylgt Vagabond hótelinu. Dougald Haston og Peter Boardman stjórnuðu ISM á sínum tíma. Alveg agalegar fyllibyttur og báðir dauðir. Dougald drapst í brekkunni fyrir ofan hótelið í snjóflóði og Peter á Everest. Eða var það K2?

    Svolítið svakalegt að allir skólastjórar ISM hafa drepist á fjöllum. Ekki góð meðmæli það….!

    Best að segja ekki meira.

    rok

    #52000
    2901744149
    Member

    Fórum 4 félagar úr HSH þangað að mig minnir ’93 eða ’94.
    Fyrrnefndur Steve Jones var með okkur ásamt Andy nokkrum sem var reyndar lifandi eftirmynd Garths úr Wayn’s world… sá var nýkominn af einhverjum 8000+ tind þannig að þeir skila sér allavega einhverjir niður (gangandi).
    Þetta var vikunámskeið, ís, klettar og fjöll og var svo sem ekkert sem við kunnum ekki. Lentum í því að kenna ísklifur einn daginn! En þetta var helvíti gaman bara og góður undirbúningur fyrir 2 vikna túrinn sem við tókum í kjölfarið.

    Eitt skemmtilegt atvik af mörgum var þegar við vorum á lítilli krá í Leysin. Sátum við borð, skröfuðum og dreyptum á öli. Tókum eftir manni sem sat einn við borð og gjóaði augunum alltaf til okkar. Við bara herptum saman á okkur rasskinnarnar og settum stóran perrastimpil á kallinn. Erum að segja hetjusögur og göntumst með meintan homma þegar kappinn stendur allt í einu yfir okkur og segir ‘Eruði íslindíngar?’ Hetjusögur og glæst afrek var ekki alveg það sem flaug um huga okkar þá en lagaðist þegar að við sáum að hann varð hinn ánægðasti. Vildi endilega fá okkur heim í partí og spjall. Hann var skólastjóri í highschoolinum sem var í þorpinu. Daginn eftir fórum við upp einhverja 800 m klettaleið og aumingja þeir sem voru á eftir okkur. Þetta var aðallega ein megin sprunga sem farin var og hér og þar þurfti að losa gall og óþarfa magasýrur…
    Það er víst alveg ágætt skíðasvæðið þarna í Leysin.

    #52001
    2806763069
    Member

    Ef menn hafa áhuga á að lesa um ævintýri einhverra þeirra sem um er rætt þá má benda á Bordman-Tasker Omnibus of mountaineering. Sem er safn fjögura frábæra bóka sem þeir félagar Peter Bordman og Joe Tasker skrifuðu um ævintýri sín. Þeir voru mjög góðir félagar, stóðu um tíma fararbroddi alpinisma í heiminum og eru einna frægastir fyrir leið á Changabang sem var langt á undan sinni samtíð.

    Allar bækurnar þeirra voru svo gefnar út saman og virtustu bókmenntaverðlaun í fjallamennsku nefnd eftir þeim félögum eftir að þeir hurfu við að klifa nýja leið á Everest.
    Þessir kappar ferðuðust gjarnan með íslandsvininum Doug Scott og þá oft í frægum ofurleiðöngrum sem Chrish Bonnington stýrði.

    Fyrir ekki svo löngu rakst einhver Everest-leiðangur á annan þeirra félaga í hlíðunum.

    Um John Harlin má svo lesa í White Spider þar sem saga Eiger Mordwand er rakin. Þessi bók er ekki síður skildu lesning fyrir fjallamenn (bæði hardcore og sófa).
    Minnir að það hafi komið fram í æfisögu Wolfgang Gulich (þýskur klettaklifrari sem var uppi þegar ég var lítill) að John Harlin og frægur Hollywood leikari voru kunningjar á einhverju tímabili. Leikarinn lék svo mörgum árum seinna í einni bestu (mestu/dýrustu/frægustu/verstu) skrumskælingu Hollywood á fjallamennsku sem gerð hefur verið.
    John Harlin gekk gjarnan undir nafninu The Blond God.

    #52002
    0703784699
    Member

    pápi, pabbi eða eitthvað annað (kannski var pabbi hans alger pappakassi?)….ekki alveg viss hvað ég ætlaði að skrifa þarna en held að Ívar hafi rekið sögu fjallamanna það vel að maður reynir ekki að bæta um betur heldur fari frekar og nái sér í eintak af Bordman-Tasker Omnibus of Mountaineering til lestrar. Ævisaga Gullich og Hvíta Köngulóin ættu síðan að vera skyldulesning f. hvern þann sem telur sig klifrara,

    Svo er gaman að geta þess að höfundur Markúsarbiblíunnar (Extreme Alpinism) og Kiss or Kill (þeas Mark Twight) virðist hafa gefið klifur uppá bátinn, hvort heldur sem það sé aldur, kona, vísitölulíferni eða eitthvað annað sem greip þar inní,

    kv.Himmi

    #52003
    1705655689
    Member

    Varðandi Boardman-Tasker Omnibus, þá segir af íslendingi “Sven” sem var svo skakkur þegar þeir voru á heimleið úr leiðangri í Pakistan, að til vandræða var. Er vitað um einhver nánari deili á þessum náunga.

    #52004
    AB
    Participant

    Himmi, það var einmitt ,,…eitthvað annað sem greip þar inní.” Mr. T er á fullu við að þjálfa sig og aðra eins og fylgjast má með á síðunni gymjones.com.

    Hann þjálfaði meðal annars leikarana fyrir Hollywoodmyndina 300.

    Svo er kallinn farinn að keppa í hjólreiðum enda vitað mál að það er skemmtilegra að hjóla en klifra. Nei, vúps.

    AB

    #52005
    Anonymous
    Inactive

    Varðandi Boardman-Tasker Omnibus þá á ég bara bækurnar Svager Arena ( Joe Tasker) og The Shining Mountain(Peter Boardman) Þetta eru tvæ bækur sem segja frá sömu fjallgöngunni(á Changabang) frá mismunandi sjónarhornum. Ég verð að viðurkenna að ég sinntil ekki fjölskyldunni sem skyldi meðan ég last þessar bækur ekki frekar en þegar ég last Touching the Void. Ég vil nú samt minnast á eina bók sem var ekkert verri en Touching the Void það er bókin The Chanjung face of Everest eftir Stephen Veneables Það er einfaldlega frábær bók og liggur við að maður hafi þurft áfallahjálp eftir þá lesningu. Ef það er ekki skyldulesning þá veit ég ekki hvað er. Það er saga af bretum sem voru svo vitlausir að leggja af stað í klifur á norðurhlið Everest með lítinn leiðangur og þótt ótrúlegt megi virðast komust þeir nærri því upp með það.

    #52006
    0703784699
    Member

    …..hmm…já sumir breytast aldrei,

    Whoever said, “there are no stupid questions” was wrong. We are not interested in helping beginners, the indolent, or the ignorant. Contacting us implies you have done your utmost to become informed through other avenues and experience. It means you understand Gym Jones is not a mainstream facility using conventional methods to address sport or work-related challenges. Finally, by sending a note you acknowledge understanding that we are not waiting around for it.

    Ætli þetta útleggist sem Hard Core æfingarprógramm? Eða ætti maður bara að halda sig við Hress?

    kv.Himmi

    #52007
    2806763069
    Member
    #52008
    2806763069
    Member

    Já og svo var það vinur hans John Harlin:

    #52009
    0312487369
    Member

    Þetta innlegg varðar að vísu ekki ISM heldur einn af þeim sem nefndur er til sögunnar í þessum umræðum og bók sem líka hefur verið nefnd.
    Ég kynntist Pete Boardmann vegna þess að ég þýddi The Shining Mountain (Risinn hvíti) og las sem útvarpssögu hjá RÚV árið 1982, að mig minnir. Ég skrifaðist á við hann, spjallaði í síma og hitti hann skömmu áður en ég byrjaði þýðingarvinnuna. Kappinn dó um það bil sem ég lauk við bókina og eftir það var ég í sambandi við forlagið og konuna hans (eða kærustuna). Það er misskilningur að hann hafi verið mikill ölkneyfari, amk. ekki eftir að hann eltist. Pete var gríðarlega öflugur fjallamaður sbr. leiðangur hans og Bonningtons á Kongur sem var mikið ævintýri.
    ATG

    #52010
    0702546039
    Member

    Við vorum 6 félagar í ÍSALP og FBSR sem fóru á námskeið ISM sumarið 1978. Peter Boardman var leiðbeinandinn okkar og vorum við í virkilega góðum höndum þar. Gríðalega sterkur fjallamaður og hendurnar á honum eins og á hvítabirni. Við gerðum margt skemmtilegt m.a. klifruðum ísvegginn Les Courtes í Frakklandi og lentum í nokkrum snjóflóðum í um 60-75° halla á leiðinni upp. Heppnir í rauninni að sópast ekki niður með flóðinu en Pete var með frábærar ístryggingar sem björguðu okkur.Það sást till okkar í flóðunum og björgunarþyrla var send til að bjarga okkur en við, ásamt Pete, tókum það ekki í mál. Pete var ánægður með okkur þá.

Viewing 15 posts - 1 through 15 (of 15 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.