Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Forums Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48855
2806763069
Member

Humm. Það sem mér finnst áhugavert í þessari umræðu er að hún einkennist af afskiptum minni spámanna og þeirra sem löngu eru hættir að láta sjá sig á klifursvæðum landsins. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa aldrei mundað borvél ef frá er talin ein leið í Vatnsdal.

Ég held að menn ættu ekki að vera að stressa sig yfir þessu á láta málin hafa sinn náttúrulega gang sem stjórnast af þeim sem virkilega hafa vit á hlutunum. Enn er nóg af klettum sem má bolta t.d. í Búhömrum.

Stjórnin ætti frekar að eyða kröftum sínum í að taka betur á málum eins og kvikmyndardæminu í vetur.

Ef þið hafið eitthvað skoðað umrædd svæði í Stardalnum vissuð þið að þið getið hvorteð er ekki klifrað þessar línur sem þið viljið fara að bolta.

Ég er að reyna að vera ekki svona mikill hrokagikkur en því miður get ég ekki lengur á mér setið. Þetta mál er bara rugl og á engan rétt á sér og vonandi sjáið þið það áður en eitthvað verður eyðilagt fyrir komandi kynnslóðum.

Það er enn nóg af boltuöum leiðum sem þið hafið ekki klifrað.

Góða skemmtun á fundinum og munið að hringja í Stebba.

Ívar