Fundur um Boltun?

Home Forums Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun?

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45527
  0703784699
  Member

  Vá….skemmtileg umræða!!

  Maður rétt missar af í rúma viku og allt er komið í bál og brand.

  En það sem mig langaði að vita er hvenær þessu fundur væri fyrirhugaður? Þar sem ég vildi nú ekki fyrir mitt litla líf missa af honum.

  kv.Himmi

  PS: Gimp er alfarið á móti boltun í Stardal!!!!!

  #48852
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það er alltaf gott að hafa prinsip.
  Líka gott að hafa skoðanir.
  Það er merkilegt að þetta á bara við um dalinn.

  Hver einasti klettur sem hefur verið sportklifrað í að ráði á íslandi hefur fengið bolta í sig.(nema stardalur)
  Allir þessir staðir hafa lifað í sátt og samlindi klifrara. Hvort heldur dótaleiðir eða boltaleiðir.

  Þegar kemur að því að skoða möguleika á skemmtilegri og betri nýtingu á frábæru klifursvæði í nágreini Reykjavíkur segja allir NEI og bera fyrir sig klifursiðfræði.

  Við hvað eru allir svona hræddir?

  Palli

  #48853
  0311783479
  Member

  Fínt að halda fund um boltun þá er hægt að ræða þetta á skynsemisnótum.
  En hvernig fer þetta fram ætla menn að greiða atkvæði um hvort það megi fara að bolta eða verður þetta bara einn af þessum umræðufundum þar sem menn enda á því að vera sammála um að vera ósammála?

  Vona að sem flestir klettaklifrarar mæti

  -kv.
  Halli

  #48854
  0703784699
  Member

  það mætti líka halda svona ræðukeppni?

  Þá geta menn skipt sér í hópa með og á móti og hver fær 2 mínútur til að styðja sitt mál.

  #48855
  2806763069
  Member

  Humm. Það sem mér finnst áhugavert í þessari umræðu er að hún einkennist af afskiptum minni spámanna og þeirra sem löngu eru hættir að láta sjá sig á klifursvæðum landsins. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa aldrei mundað borvél ef frá er talin ein leið í Vatnsdal.

  Ég held að menn ættu ekki að vera að stressa sig yfir þessu á láta málin hafa sinn náttúrulega gang sem stjórnast af þeim sem virkilega hafa vit á hlutunum. Enn er nóg af klettum sem má bolta t.d. í Búhömrum.

  Stjórnin ætti frekar að eyða kröftum sínum í að taka betur á málum eins og kvikmyndardæminu í vetur.

  Ef þið hafið eitthvað skoðað umrædd svæði í Stardalnum vissuð þið að þið getið hvorteð er ekki klifrað þessar línur sem þið viljið fara að bolta.

  Ég er að reyna að vera ekki svona mikill hrokagikkur en því miður get ég ekki lengur á mér setið. Þetta mál er bara rugl og á engan rétt á sér og vonandi sjáið þið það áður en eitthvað verður eyðilagt fyrir komandi kynnslóðum.

  Það er enn nóg af boltuöum leiðum sem þið hafið ekki klifrað.

  Góða skemmtun á fundinum og munið að hringja í Stebba.

  Ívar

  #48856
  Páll Sveinsson
  Participant

  Gamlingjar og mynni spámenn hafa ekki kosninga/skoðanarétt.
  Kannski ekki konur heldur að því þær pissa sitjandi.

  Það eru sem sagt bara þeir sem geta klifrað 5.11 og erfiðara sem ráða þessu.
  Þeir fara hvort sem er aldrei í dalinn því þar eru engar svoleiðis leiðir.

  Því væri ráð að sækja um friðun á dalnum og koma honum á nátturuvendarskrá og banna þar klifur alfarið.
  Hnetur og vinir gætu rispað klettinn, kalkför spillt berginu og umferð manna truflað fuglalífi.

  Fyrir hugsjóna menn mæli ég með að það verði gengið alla leið.
  Dalurinn verður því “óspyltur” fyrir komandi kynnslóðir.

  Palli

  #48857
  Anonymous
  Inactive

  Ég legg til að farinn verði pílagrímsferð einu sinni á ári í Stardalinn og menn verða að passa sig að troða ekki á grasinu og mega ALLS ekki snerta klettana bara skoða!!!! þá geta menn barið augum ósnerta klifurkletta og svo getum við fengið einhverja leiðtoga eins og Dabba til að halda góðar nasistaræður á staðnum og allir snúa ánægðir heim eftir frábæran dag.

  #48858
  Hrappur
  Member

  Mæli ekki með því að hringja í Stebba nema það sé rigning og maður þurfi að þurka á sér hárið á fundinum. Svo held ég að húsdýragarðurinn hringi í forundran þegar þeir heyra baulið niðrí Laugardal.

  #48859
  2003793739
  Member

  Palli vill bolta Stardalhnjúkinn eingöngu til að auka traffík, fjölga leiðum og auka öryggi?

  Vantar fleiri leiðir á svæðið, sjálfur á ég nóg af leiðum eftir?

  Það er vel hægt að setja inn tryggingar á svæðinu.
  Það er fullt af steinum og sprungum til að setja upp toppankeri.

  Hver ætlar að segja til um hvað eigi að bolta og hvað ekki?
  Hver ætlar að fylgjast með boltun á svæðinu næstu áratugi?

  Ég segi Nei við boltun í Stardalshnjúk.

  #48860
  Anonymous
  Inactive

  Mér sýnist þetta allt stefna í eina átt. Ég er nú samt dálítið hissa á klifursamkundunni. Hún er eins og meðlimir í ofsatrúarhreyfingu eins og Krossinum eða þvílíku. Ekki hlusta á nein rök bara fordæma aðra fyrir skoðanir þeirra ef þær eru ekki nákvæmlega eins og þeirra. Helst ekki ræða þetta á skynsemisnóturm því það er löngu búið að ákveða þetta. Þetta er dálítil þröngsýni finnst mér. Ég vona að ég hafi kolvitlaust fyrir mér í þessum málum.
  Olli

  #48861
  Jón Haukur
  Participant

  Athyglisverð umræða. Svo virðist sem að þeir sem hafa mestan áhuga á boltun hafa einmitt ekki sést í dalnum síðustu misseri, alla vega man ég ekki eftir að hafa hitt Palla og Olla í þau skipti sem ég hef verið þar síðustu sumur. Eins og Palli sagði þá hafa óvirkir gamlingjar ekki skoðanrétt á þessu máli og þar með er þetta útrætt þar sem að þeir hafa ekki komið á staðinn um lagannn aldur.

  Það hafa hins vegar margir aðrir gert. Ég minni á myndsyrpur úr Stardal hér á síðunni og undir mínar síður. Oftar en ekki eru fleiri en eitt klifurteymi í dalnum á góðum dögum.

  Dótaklifur hefur verið á fallanda fæti en er engu að síður grunnurinn að meiri fjallamennsku heldur en sportklifrið, það þurfa að vera svæði þar sem klifrarar geta þróað með sér færni í að tryggja sjálfir, annars kemur sportið til með verða ennþá innhverfara en það er í dag.

  jh

  #48862
  Anonymous
  Inactive

  Athyglisvert Jón Haukur???!!! Er dagbók á staðnum sem telur hverjir mæta?? Ég sá hana ekki þegar ég var þarna síðast og það er ekki svo langt síðan!!!
  Olli

  #48863
  2003793739
  Member

  Menn þykjast alltaf vera þeir einu sem stunda staðinn.

  Getur ekki verið að þið eldri mennirnir fara í Stardalinn um helgar á meðan “sportklifrarar” fara í lengri ferðir norður í Vatnsdal, Munkaþverá eða á Hnappavelli.
  Síðan í miðri vikur keyrir svo yngra liðið í Stardalinn þegar gömlu mennirnir eru ekki.

  Bara pæling.

  #48864
  2806763069
  Member

  Þið skjótið ykkur svo í fótinn með þetta! Ef boltun á að auka umferð um dalinn hvaða máli skiptir hún ef aðeins er verið að bolta leiðir sem eru 5.10 og erfiðari?

  Ég segi enn of aftur að það er nóg pláss fyrir flott byrjendasvæði með boltum í Búhömrum, kannið gilið skammt vestur af Rauða turninum.

  Það væri mjög mikil þröngsýni og frekja að ætla að bolta línur í Stardalnum. Ekki bara óvirðing við þá sem byggðu upp íþróttina heldur einnig við þá sem koma í framtíðinni.

  Ég er satt best að segja hissa á þessari umræðu og mjög undrandi á að sjá mörg þau nöfn sem hér mæla með boltun. Ég hélt að íspinnarnir hefðu meiri skilning á gildi þess að vernda möguleika fyrir komandi kynnslóðir.

  Ég vona svo sannarlega að menn fari nú að hætta þessu rugli og eyði frekar orkunni í að fara að klifra eða að bolta á svæðum þar sem það er viðeigandi.

  Annars skiptir engu máli hvað Ísalp fundurinn ákveður, þeir sem eiga borvélar eru greinilega ekki á leiðinni upp í Stardal að bolta og ef einhverjir láta sig hafa það sýnist mér að þeir sem eiga borvélar verði ekki lengi að fylkja liði í dalinn með járnsagir og spasl.

  En ef ykkur finnst skemmtileg að standa í þessu orðaskaki hér á netinu þá þið um það.

  p.s. Palli og Olli ég lít svo á það að allar leiðir sem þið klifruðu FF með fifi geti ekki skrifast á ykkur heldur verði að skrifast á þá sem klífruðu þær fyrstir án þess að hanga. Þó efast ég ekki um að þið séuð ekki sammála þar sem þið eruð svona gaurar sem vilja bolta tryggjanlegar leiðir bara af því að það er svoldið langt milli trygginganna og að þið getið ekki gert hreyfingarnar. Svona ferð þegar menn verða gamlir og reyna að fremsta megni að halda í forna frægð. Sorglegt!

  #48865
  Páll Sveinsson
  Participant

  Það er ekkert búið að ákveða með boltun í dalnum. Það er aftur á móti ekkert sem segir að ekki megi bolta þar nema þá hugsanlega eigandinn. Það er aftur á móti skoðanir/skoðunarleisi klifrara sem hefur komið í veg fyrir að það hafi verið gert hingað til. Nú hef ég vakið máls á þessu eins og oft áður og það virðist vera komin málefnalega umræða um málið og stefnir í fjörugan fund á miðvikudaginn.

  Ég geri ekki kröfu um að leiðirnar “mínar” í dalnum séu tryggðar með hexum og klifraðar á skóm sem líkari voru tréklossum bara af því þannig voru þær farnar fyrstar. Nei hver klifar fyrir sig og engan annan og eins honum líkar best.

  Helstu rök andstæðinga boltunar dalsins er óvirðing við upphafsmenn klifurs. Er þá í lagi að bolta þær leiðir sem ég fór fyrstur í dalnum? og spyrja svo hvern og einn um hverja leið? Þarf ég kannski að spyrja alla sem hafa farið leiðina? Það er hægt að velta þessu fram og aftur. Ég hef tínt til alskonar rök í skrifum mínum undanfarið en fengið lítið annað en “ég vill ekki” svör.

  Ef borvélagengið á líka sagir og sparsl skil ég ekki af hverju þeir eru ekki löngu búnir að fara í Gerðuberg og Saltöfða. Það eru þó klettar á náttúruvendarskrá sem dalurinn er ekki.

  Með ísinn og fífí þá má hver sem er klifra það sem honum sýnist mín vegna og vera eins yfirlýsingaglaður eins og honum sínist. Hann verður ekkert betri klifarari fyrir því.

  Ætli ég verði ekki bara bráðum frægur tuðari.

  Palli

  #48866
  Anonymous
  Inactive

  Íbbi minn þarna kom frábær hugmynd frá þér!!!!!!!
  Að gera allar leiðir ógildar sem voru farnar fyrst með fífí. Við skulum ekki vera neina teprur heldur gera þetta “the hardcore way”. Ógilda allar leiðir á landinu sem hafa verið frumfarnar með fífí og einnig þeir sem eru slíkir fádæma aumingjar að hanga í fetlum. Þær leiðir sem ekki voru farnar fyrst með sólói án fetla og án fetla(jafnvel án ísaxa) verða skrifaðar út úr leiðabók ísalp. Þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir klifuríþróttina. Nánast allar línur á landinu ófarnar og næstu ár fara í að keppast við að fara fyrstu þessar klassísku leiðir. F R Á B Æ R T!!! Ég mæli með þessu!!! Sem stjórnarmaður í Ísalp skal ég koma þessu á framfæri. En annars ef ég væri að ríghalda í forna frægð þá væri ég ennþá að puða á hlaupabrautinni(eins og margir góðir vinir mínir). Mér er alveg andsk….. sama hvort leið sé skrifuð á mig eða ekki. Ég veit hvað er farið og ef ég fer nýja leið þá nægir alveg minningin og upplifunin um að hafa orðið fyrstur. Það nægir mér ekki einhverjir bókstafir á prenti eða 0 og 1 á sílikon flögu. Ég er að gera þetta fyrir sjálfan mig en ekki fyrir aðra.
  Með kilfurkveðjur og von um að sem felstir láti heyra í sér á morgun
  Olli

  #48867
  2806763069
  Member

  Við svona vitleysu fallast manni hendur. Það eru bara óskrifuð lög að maður boltar ekki sprungur, eins og að maður kúkar ekki í vaskinn og gengur ekki niður Laugarveginn nakinn. Þeir sem bolta sprungur skilja annað hvort ekki reglurnar, hafa stjórnlausa þrá fyrir að brjóta þær eða eru bara klikkaðir, eins og þeir sem brjóta hinar reglurnar.

  Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið boltað í Stardal er svo sannarlega ekki sú að sú hugmynd hefur ekki verið rætt. Hún er einfaldlega sú að svæðið er ekki til þess fallið.

  Ég hef svo sem ekkert á móti þessari krossför ykkar bakkabræðra til björgunar íslensku klifri og er svo sem alveg sammála að gamlar hetjur leggi sitt af mörkum til að gera ungviðinu kleyft að bera eldin lengra og hærra. Boltun Stardals eða annara dótasvæða er hinsvegar og verður aldrei rétta leiðin til þess. Nær væri að eyða þessari orku í að sannfæra forsvarsmenn borgarinnar um aukin framlög til Klifurhússins, bolta sérstök byrjendasvæði í Búhömrum eða taka að sér efnilega drengi og stúlkur og kenna þeim að setja inn vini og hnetur svo þau geti á eigin spýtur kannað áður óklifna klettaveggi. Að mínu mati er svona umræða hvorki fyndin né af hinu góða og ég er annsi hissa og hræddur um að þið skiljið ekki alveg hvaða skilaboð er verið að senda. Því miður hefur mér greinilega ekki fullkomlega tekist að koma skoðunum mínu á framfæri hér á sannfærandi hátt en mér finnst visst virðingaleysi við náttúrana sem þið stafnið að ekki skilt því að klifrarar nemi ný lönd í trássi við úreltar og oft illa ígrundaðar ákvarðanir manna um hvað sé náttúruvernd og hvað ekki. Hér á ég við nýtt landnám á Hnappavallarsvæðinu sem ég tel fullkomlega réttlætanlegt og í raun tel ég að þar hefi verið of hægt farið.

  Mín skoðun er sú að æska landsins sé mikilvægari en nokkrir fuglar og auk þess meigi ná fram fullnægjandi friðunaráhrifum með tímabundnum lokunum svæða eða banni við notkunn borvéla á viðkvæmum tímum.

  Hér er komið málefni sem væri þess virði að leggja örku í til framdráttar klifri á íslandi.

  En ég þarf engar áhyggjur að hafa, ég hringdi í Stebba sem var stórkostlega hneykslaður og mun standa fast á því sem rétt er.

  Kveðjur úr þjóðgarðinum

  Ívar

Viewing 17 posts - 1 through 17 (of 17 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.