Re: svar: Ársritaskönnun

Home Forums Umræður Almennt Ársritaskönnun Re: svar: Ársritaskönnun

#54179
Anonymous
Inactive

Goðasteinn, Guðnasteinn nafnaruglingurinn er búinn að vera ruglingur í langan tíma. Ef þú spyrð Árna Alfreðs þá finnst honum þetta alls ekki vera neinn ruglingur. Hann segir að Guðnasteinn sé rétt hjá Hámundi og Goðasteinn vestan megin á öskjubarminum. Það sem ruglar þetta mál frekar er að heimamenn þarna eru sjálfir ekki sammála um þetta. Ég var að tala við útgefendur á stóra Íslandsatlasinum og segja þeir að sumir bændur þarna fyrir sunnan jökul haldi því statt og stöðugt fram að Goðasteinn sé hjá Hámundi og Guðnasteinn sé þar sem Árni Alfreðs. segir að Goðsteinn sé. Mér finnst að það ætti að vera atkvæðagreiðsla í sveitinni til að taka af allan vafa. Þetta er algengt vandamál á Tröllaskaganum þar sem ákveðin tindur heitir einu nafni úr einni sveit en allt öðru nafni í nágrannasveitinni.