Re: svar: Að sjálfsögðu náði Leifur toppnum!!!!

Home Forums Umræður Almennt Að sjálfsögð náið Leifur toppnum!!!! Re: svar: Að sjálfsögðu náði Leifur toppnum!!!!

#51710
2802693959
Member

Til hamingju Leifur ef satt reynist…
Í tilkynningu frá leiðangrinum er talað í fleirtölu um leiðangursmenn en ekki um Leif sjálfan. Þótt ég efist ekki eitt augnablik og viti vel að hann hefur báða fætur jafn langa! þá bíð ég enn eftir stóru fréttunum… fór hann með eða án súrefnis á tindinn. Hafi hann sleppt því held ég að það sé í fyrsta skipti sem Íslendingur fer yfir 8000 metra án súrefnis.
Það kemur þó væntanlega betur í ljós í kvöld eða á morgun þegar hópurinn er kominn í Efri Grunnbúðir (EGB).
Sjá http://www.utivera.is/frettir/nr/1067
Kveðja,
Jón Gauti
p.s. minni áhugasama á viðtal við kappann í nýjasta tbl. Útiveru en þar er m.a. komið inn á fetisman í háu fjöllin.