Re: Re:Tindfjallaskáli- endurgerð að klárast!

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskáli- endurgerð að klárast! Re: Re:Tindfjallaskáli- endurgerð að klárast!

#54281
Stefán Örn
Participant

Minni á hressandi vinnuferð upp í Tindfjöll um helgina. Markmiðið er að klára undirstöðurnar fyrir skálann og hafa þannig allt til reiðu fyrir sjálfan skálaflutninginn síðar í sumar.

Góður hópur hefur þegar meldað sig inn og má þar nefna stórmagistera eins og:
Kristján Guðni
Hlynur Stefáns
Hlynur Skagfjörð
Hálfdán veðurguð
Fjallaskarpur
Bragi Freyr
Bjarki granni
..og e-r afkvæmi og makar auk undirritaðs.

Þess utan hafa ýmsir Tindfjallanaglar eins og
Valli Knastás
Halligrímur Magg
Óli Júll
..og fleiri og fleiri hótað að heiðra samkomuna í lengri eða styttri tíma!

Allir velkomnir og öll hjálp velþegin hvort sem menn vilji kíkja í stutta hvatningarheimsókn eða bera olíu á upphandleggi og bryðja íslenskt grjót!

Mætið á svæðið eða hafið samband ef spurningar (bílamál o.s.v).

Hils,
Steppo
stefankri@gmail.com
6641014