Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

Home Forums Umræður Klettaklifur Svarti turninn í Búahömrum Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

#55561
2808714359
Member

Ég og Finni létum okkur hafa það að klifra þann Svarta í gær og skemmtum okkur konunglega. Helvíti gaman að komast loks í boltað fjölspanna klettaklifur.

Miðað við þær 5.7 og 5.8 leiðir sem ég hef klifrað í Munkanum finst mér þetta full hátt gráðað en á hinn bóginn er þetta lágt gráðað miðað við það sem ég var að klifra á Ítalíu fyrir nokkrum dögum.

Annars vill ég bara vara menn við að þó þetta sé boltuð og hreinsuð leið er töluvert af lausu grjóti þarna. Ég fann á nokkrum stöðum álitleg grip og fótsstig sem við nánari athugun reyndust laus og einu sinni molnaði grip í höndunum á mér.

Í það heila stórskemtilegt klifur.

kv
Jón “norðan” Heiðar