Re: Re:Klifursiðferði

Home Forums Umræður Keypt & selt Klifursiðferði Re: Re:Klifursiðferði

#55460
SkabbiSkabbi
Participant

Þetta er svo fjarlægt manni að maður nennir varla að hafa skoðun á því. Blessunarlega er íslenskt klifursamfélag nægilega lítið til þess að þokkalega vel er hægt að fylgjast með því að hvar bolta ber niður.

Það er hinsvegar umhugsunarefni að engin umræða um siðferði boltunar í vetrarklifri hefur átt sér stað. Er yfir höfuð til e-ð íslenskt siðferði þegar kemur að boltun? Fyrir utan kannski að bolta ekki Stardal. Ástæða þess að ég nefni þetta er fyrst og fremst aukinn áhugi á boltuðu vetrarklifri. Bæði innlendir og erlendi klifrarar hafa sett inn bolta undanfarna vetur og svosem ekkert nema gott um það að segja. Það er væri hinsvegar æskilegt að menn hefðu skoðanir á því hvar heppilegast sé að bolta og hvort til séu svæði sem við viljum halda boltalausum fyrir vetrar (og sumar) klifur.

Allez!

Skabbi