Re: Re: Ísfestivalsflopp

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestivalsflopp Re: Re: Ísfestivalsflopp

#57539
2809774899
Member

Sælir félagar til að leggja orð í belg þá er of lítið talað um öryggi félaga á festivali, á bara að stefna fullt af misreyndu fólki eitthvað út í óvissuna sama hvað tautar og raular. Öryggi, aðstæður, staðsetning eins og staðan er þá geta ekki allir verið sáttir hvort sem verður föst helgi eða að hafa þetta breytilegt.

Mig langar mikið að fara á festival og ein helsta helgin sem kemur til greina að mínu mati er helgin 9-11 mars, það eru ekki margar helgar eftir af vetri og tíminn líður hratt. Telmarkfestivalið er að vísu í mars og svo páskar í apríl.

Eigum við ekki bara öll að fara út að leika þessa helgi sama hvort það verður farið í ískaffi til Rúnars eða eitthvað annað. Ég er til en þið?
Bestu kveðjur.
Styrmir.