Ísfestivalsflopp

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestivalsflopp

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47293
    0304724629
    Member

    Góðan dag

    Stjórn Ísalp stóð í stórræðum við skipulagningu ísfestivals um daginn en síðan rann það út í sandinn. Ástæðan ku vera slæm veðurspá og almennt ísleysi á landinu. Vissulega var spáin ekki góð fyrirhugaða helgi en núna um helgina var flott veður. Logn og hiti um frostmark á láglendi. Á norðanverðum Vestfjörðum er allt í bullandi aðstæðum. Af hverju sló stjórnin ekki í klárinn og stefndi mönnum vestur? Þó það hefði einungis einn bíll brunað af stað, hefði allavega verið haldið í hefðina. Núna um helgina var frábært veður; hiti í kringum frostmark á láglendi og logn. Hér hafa verið klifrarar frá Utah og Colorado sem kippa sér ekki upp við að ferðast hálfa leiðina kringum hnöttinn og skorað fullt af nýjum leiðum. Þetta er nú ekki nema 5-6 tíma keyrsla úr Reykjavík andskotinn hafi það…! Margir hefðu nú haft gaman af því að klifra með þeim. Allavega hafði ég það.

    Annars er mér nokk sama. Ísinn hérna er ekki að fara neitt en ég efast um að festival verði haldið úr þessu. Það þykir mér slæmt fyrir klúbbinn þegar ein helsta fjöðrin er fokin fyrir eitthvað sem ég skil ekki.

    Kv
    Rúnar

    #57528
    Páll Sveinsson
    Participant

    Eins og það er stutt á Ísafjörð þá er það langt að fara ef það er skítaveður, bullandi snjóflóðahætta og enginn ís. Mig grunar að þetta lið sem er að fara vestur séu þar vegna þess að þetta er eini staðurinn á þessu skeri með klifranlegum ís.

    Það vantar sárlega leiðarvísi fyrir okkur sófaklifrara að flétta í og plana ferðir sem aldrei verða farnar.

    Hvernig væri það Rúnar að byggja upp smá stemningu og stilla upp svona topp tíu lista sem allir verða að fara? Hver veit nema kallin standi upp úr sófanum og mæti á svæðið einn daginn.

    kv. P

    #57529
    Björk
    Participant

    En þarf ekki að breyta aðeins umgjörðinni á þessu með tilliti til óstabíls veðurfars undanfarin ár.

    Annað hvort að slá til festivals þegar aðstæður eru góðar á ákv. tímabili í janúar/febrúar með tiltölulega stuttum fyrirvara.
    En ef menn ætla að halda fast í 3ju helgina í febrúar sem festivalshelgi að slá þá til festivals þar sem eru einhverjar aðstæður?

    En frábært Rúnar að útlendingarnir hafi getið klifrað og farið nýjar leiðir.

    kv. Björk

    #57531
    0304724629
    Member

    Palli, á hvaða plánetu býrð þú? Bullandi snjóflóðahætta, skítaveður og enginn ís. Þó þið séuð að rigna í kaf fyrir sunnan, þá er aðra sögu að segja hér.
    Myndir segja meira en mörg orð. Er ekki ísfestivalið hugsað til að kanna nýjar slóðir og reyna að klifra nýjar leiðir? Það var nú ekkert topo til þegar fyrst var farið í Haukadalinn eða austur.
    Við búum á Íslandi og það á bara að blása til festivals þessa föstu helgi. Ef það gengur ekki á bara að reyna helgina eftir. Nú eða helgina þar á eftir. Ef það mæta tveir eða tuttugu skiptir ekki öllu máli. Það er þó allavega farið. Ég hef tvisvar mætt í Skaftafell á festival, oltið útaf veginum á leiðinni (var farþegi!) og lokast inni á Selfossi vegna eldgoss og ófærðar. Ekkert mál.

    Ég var að skoða myndirnar hjá könunum og drekka vískí. Óhætt að segja að þau klifruðu ansi magnaðar leiðir. Og kölluðu sunnlenska klifrara skrítnum nöfnum fyrir að koma ekki með…

    Fékk smá tíser en ekki góða stöffið. Það birtist seinna.

    Kitty að klifra Captain Calhoun (70 m WI5) í Garðshvilft í Dýrafirði. Hluti hvilftarinnar er á seinni myndinni. Fínt að fara á skíðum uppeftir (1 klst). Við Búbbi klifruðum leiðina á sunnudaginn.

    rok

    #57532
    0311783479
    Member

    Björk hittir naglan á höfuðið, annað hvort vera flex með dagsetningu eða “show must go on”.

    Fólk hefur vissulega mismunandi forsendur og sumir klifra í öllum aðstæðum, aðrir bara í sól. Festivalið hefur um herrans háu tíð verið hápunktur vetrarins, þar koma menn saman, oft á ókönnuðum slóðum, borða kjötsúpu, segja sögur og oft kynnast nýju fólki. Ekki láta forna hefð niður falla þó það séu ekki einmuna aðstæður. Í kílómetrum talið er jú lengra á Ísafjörð en t.d. Haukadalinn, en flestir eru nú ekki að hengja sig í klifraðirMetrar:keyrðirMetrar hlutfallið þegar kemur að ævintýradegi á fjöllum og etv. frumferð.

    Festivalið 2004 á Ísafirði var hin besta skemmtun, þó að það hafi fallið snjóflóð og fyrir Guðs mildi fór ekki illa, þá skiptu menn um gír og fóru á svæði þar sem hættan var minni. Sunnudagur undir Óshlíðinni í ródsæd aksjóni með búmboxið í trukknum hans SIssa á góðu blasti gulltryggði góðar minningar. Ekki síðri voru sögurnar hans Olla yfir pítsu á laugardagskvöldinu!

    Ég hef oft sagt við þá sem nenna að hlusta að Íslendingar eru einstaklega góðu vanir þegar kemur að vetrarklifri. Þegar ég fluttist til Skotlands, þá víkkaði sjóndeildarhringur minn varðandi hvað teljast “klifranlegar aðstæður” bæði með tilliti til veðurs og ís/snjós. Freysi, Andri og Stebbi upplifðu þessa víkkun þegar þeir syntu upp Vanishing Gully á Ben Nevis í fyrra.

    leiter
    Halli
    [attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]

    [attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]

    #57534
    Skabbi
    Participant

    Hingað til hef ég haldið mig til hlés að mestu í þessari umræðu um ísfestivalið en fyrst Rúnar hóf máls á þessu ætla ég aðeins að taka undir.

    Það er ekki öfundsvert hlutverk að vera í stjórn, ákveða staðsetningu og hafa stöðugar áhyggjur af veðrinu. Ég var í stjórn í þrjú ár og kom að skipulagningu þriggja festivala. Þau ár var allt gert til þess að halda gefnar dagssetningar, hvort sem spár voru góðar eða ekki.

    Kaldakinn 2007 – föstudagur og laugardagur góðir, stormur og bullandi snjóflóðahætta á sunnudegi

    Breiðdalur 2008 – Óljósar fréttir af ísleysi reyndust óþarfar, fínar aðstæður á föstudegi og framan af laugardegi en stormur síðdegis og á sunnudeginum.

    Arnarfjörður – hláka og mjög varasamar aðstæður á föstudegi, frábær laugardagur, asahláka á sunnudegi.

    Fólk mætti á öll þessi festivöl hvort sem spáin var frábær eða ekki. Flestir eru sáttir við að ná að klifra smá og eyða helginni með skemmtilegu fólki að tala um klifur.

    Sjálfur er ég því miður ekki eins flex og ég var í eina tíð, býst við að fleiri séu í þeirri stöðu. Ég get ekki sett til hliðar 3-4 helgar til að fara á festival þegar aðstæður eru sem allra bestar. Í ár var ég búinn að fastna upphaflegu helgina en komst ekki næstu tvær helgar og er eiginlega búinn að afskrifa festivalið í ár.

    Niðurstaða: Ákveða dagssetningu og halda sig við hana sama hvað tautar og raular!

    Skabbi

    #57536
    1811843029
    Member

    Gott kvöld

    Aðstæður til ísklifurs hafa ekki verið sérlega góðar undanfarnar vikur. Það var lagt upp með að halda ísfestival á Bíldudal, en aðrir staðir til vara. Hinsvegar hafa Vestfirðir verið eini raunhæfi möguleikinn síðustu vikur.

    Við höfum verið í reglulegu sambandi við nokkra aðila á Vestfjörðum undanfarnar vikur til að kanna aðstæður fyrir ísfestival. Allar fréttir sem við höfum haft frá þessum aðilum hafa verið fremur daprar hvað varðar ís aðstæður.

    Þó svo að hægt hafi verið að klifra á svæðinu þá hefur það varla verið á færi nema mjög góðra klifrara. En ísfestival þarf einmitt að vera á stað og í aðstæðum þar sem flestir ísklifrarar Isalp geta fundið eitthvað við sitt hæfi til þess að margir mæti og hafi gaman.

    Það er talsvert langt og kostnaðarsamt að keyra alla leiðina á Isafjörð. Það langar engann að vera sá sem stefnir öllum vinum sínum þangað í fýluferð. En það er mjög auðvelt að gagnrýna slíka ákvörðun eftir á!

    Sumum hentar vel að mæta á festival með stuttum fyrirvara, öðrum hentar betur að hafa langan fyrirvara. Það virðist þó vera að fleiri séu hlynntir því að ákveða dagsetningu og standa við hana hvað sem tautar og raular. Stjórnin tekur það auðvitað til greina. Það er ekki komið sumar enn og við höfum fullan hug á að halda festival með þessar forsendur að leiðarljósi.

    Við biðjum ykkur kæru félagar að vera jákvæð og gera hlutina með okkur.
    Munum að þetta er klúbburinn okkar allra, það erum við öll sem sköpum starfið og stemminguna!

    Stjórnin

    #57537
    Smári
    Participant

    “HVar ætlið þið að klifra? það er ekki ísarða hérna” hvað heitir hann aftur vertinn í veiðihúsinu í Breiðdal ? :)

    #57538
    gulli
    Participant
    Smári Stefánsson wrote:
    “HVar ætlið þið að klifra? það er ekki ísarða hérna” hvað heitir hann aftur vertinn í veiðihúsinu í Breiðdal ? :)

    Súddi! Skrautlegur gaur með mjög skrautlega fortíð.

    #57539
    2809774899
    Member

    Sælir félagar til að leggja orð í belg þá er of lítið talað um öryggi félaga á festivali, á bara að stefna fullt af misreyndu fólki eitthvað út í óvissuna sama hvað tautar og raular. Öryggi, aðstæður, staðsetning eins og staðan er þá geta ekki allir verið sáttir hvort sem verður föst helgi eða að hafa þetta breytilegt.

    Mig langar mikið að fara á festival og ein helsta helgin sem kemur til greina að mínu mati er helgin 9-11 mars, það eru ekki margar helgar eftir af vetri og tíminn líður hratt. Telmarkfestivalið er að vísu í mars og svo páskar í apríl.

    Eigum við ekki bara öll að fara út að leika þessa helgi sama hvort það verður farið í ískaffi til Rúnars eða eitthvað annað. Ég er til en þið?
    Bestu kveðjur.
    Styrmir.

    #57543
    3110665799
    Member

    Komið þið sæl!
    Það er talsvert frost núna hér á sunnanverðum Vestfjörðum og ég get skotist og tekið myndir rétt fyrir umrædda helgi sem Stymmi stingur uppá.
    Einnig veit ég að reiðin í Rúnka jafnar sig fljótt, enda mikill gleðibelgur og hann væri líka til í að deila aðstæðum þessa umræddu helgi.

    Kveðjur frá Patró
    Valli

    #57544
    Arnar Jónsson
    Participant
    Valgeir Ægir Ingólfsson wrote:
    Komið þið sæl!
    Það er talsvert frost núna hér á sunnanverðum Vestfjörðum og ég get skotist og tekið myndir rétt fyrir umrædda helgi sem Stymmi stingur uppá.

    Það væri sértaklega vel þegið Valli minn. Gott væri að fá myndir og heyra um aðstæður þó það sé ekki bara fyrir festivalið.

    Annars finnst mér þetta vera svolítið ósanngjörn gagnrýni á hendur stjórnar að kalla þetta “flopp”. Það er ekkert grín að skipuleggja svona viðburð, og þá sérstaklega þegar allar fréttir sem fást eru morkinn ís, snjóflóða spýjur, áframhaldandi lægðar gangur, hlýjindi, rigning og rauðurtölur á öllu landinu í margar vikur.

    Auðvita langar öllum á festival og það eru skeifur á andlitum ísklifrara þessa dagana og hjá mér líka. En auðvelt er að vera vitur eftir á og á svona tímum þar sem veðurfar er kvikfullt og óútreiknanlegt og aðstæður efir því, þá er mikilvægt að við öll leggjumst á eitt um að upplýsa stjórn um það ef betri aðstæður er að finna eitthverstaðar annarsstaðar tímalega.

    Reynum nú öll að vera jákvæð og vinna saman, svo að úr verði eitthver hittingur :) Ef þið vitið um mögulegar aðstæður fyrir næstu helgar þá endilega komið þeim upplýsingum áleiðis sem fyrst.

    Svo er bara að vera tibúinn til að hlaupa til þegar kallið kemur ;)

    Með bestu kveðju,

    Arnar

    #57545
    0304724629
    Member

    Ok Valli ég er hættur að væla.

    En þetta var ekki ósanngjörn gagnrýni að mínu mati. Menn verða bara að taka því! En áfram með smjörið. Hér eru tvær símamyndir frá því í gær á Ísafirði. Ég ætla ekkert að fjölyrða um það að það eru bara topp aðstæður í nágrenni Ísafjarðar. Gunni mágur og Búbbi skelltu sér á skíði í hádeginu. Náðu einni púðurbunu fyrir ofan bæinn á klukkutíma. Endað á tröppunum hjá Gunna.

    Annars er ég í Noregi svo þið þurfið ekkert að óttast. Er nokkuð svell í Ártúnsbrekkunni?

    kv
    rok

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.