Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Forums Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56950
Steinar Sig.
Member

Hafa ekki nánast öll næstum því slys þarna orðið vegna núnings línunnar við neðri brúnirnar á opinu?

Einföld leið til þess að leysa þetta væri bolti á neðstu brún. Ég geri mér þó grein fyrir því að það treystir líklega enginn bolta í þessu bergi. Hvernig væri að útbúa einfaldlega vænan stálvír sem lægi frá boltum í stóru steinunum fyrir ofan og niður fyrir neðstu brún.

Þá væri sigið á stuttri línu niður að enda vírsins og sú lína tengd í vírendann með nokkrum slaka. Löng lína væri þvínæst tengd úr vírnum og alla leið niður.

Þarna væri langa línan fríhangandi alla leið og því engin hætta á brúnasliti í henni. Auk þess þjónaði stutta línan sem backup fyrir vírinn, þó vírinn ætti reyndar að vera alveg skotheldur. Sigmaður getur klippt sig í vírendann á meðan hann flytur sig frá einni línu yfir til annarar til þess að forðast mannleg mistök.

Játa það að ég hef ekki komið þangað niður. Hef aftur á móti staðið við gígopið með einhver býsn af búnaði og snúið við vegna ónógra brúnavarna. Vorum reyndar með slatta, en þetta er bara stórhættuleg brún.

Hvað almenningshugmyndirnar varðar, þá sæi ég eitthvað eftir því, en gæti vel samþykkt ef þetta væri arðbært fyrir ferðaþjónustuna. En líklega mætti nýta þetta fé betur.