Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Forums Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47583
    andrisv
    Participant

    Þar sem umræðan hefur verið í hámarki varðandi Þríhnúkahelli og sú fáranlega hugmynd að túristavæða svæðið með skemmdum, þá datt mér í hug sú hugmynd hvort að Ísalp gæti ekki staðið fyrir ferð niður í hellinn áður en hann verður eyðilagður?

    #56937
    Gummi St
    Participant

    Það hafa margir Ísalparar farið þarna niður og komið til baka með misjafnar sögur, ég veit ekki um marga sem myndu vilja bera ábyrð á hópferð þangað.
    En mig grunar að það séu einhverjir innan okkar raða sem eru að fara reglulega orðið þangað niður með lyftu.

    Ég fór þarna niður fyrir jólin 2009 og komst þá að því hversvegna þetta er kallað svartholið. Fyrir utan það hvað þetta tekur langan tíma, það sem átti að vera dagsskrepp hjá okkur endaði að við skriðum í bæinn miðja nóttina eftir.

    Hafa ber í hug að það þarf rosalega langa línu og einnig varalínu þegar farið er þarna niður og í mínu tilviki var línan handónýt eftirá á þeim kafla sem var í stútnum.

    #56938
    0304724629
    Member

    Við skruppum þarna niður um árið. Ívar, Arnar Emils og ég man ekki hver var fjórði maðurinn. Bundum saman tvær línur og sigum yfir hnútinn. Ívar getur kannski upplýst um hvernig það gekk…! Annars tók ferðin ekki langan tíma svona í minningunni. Kalli Ingólfs kann góða leið til að spila menn upp niður með skjótum hætti. Allt sem þarf er jeppi, drullutjakkur og felga…

    rok

    #56939
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég búinn að fara marga leiðangra í þessa holu. Í þessum ferðum hef ég notað samsettar línur, heilar línur, fjórhjól, spil og nú síðast gluggaþvottakörfu. Í öllum leiðöngrum sem notast við línur er með ólíkindum að engin hafi drepist eða slasast. Í flestum ef ekki öllum ferðum eru línur ónýtar eftir ferðalagið. Helst Kalli sem nær að halda línum í lagi.

    Þessa vikuna starfa ég sem lyftuvörður og ferja stjórnmálamenn, fréttamenn, jarðfræðinga, verkfræðinga og alla hagsmunaðila upp og niður í Þrínhjúkaholu.

    Gott að hafa mismunandi skoðanir.
    Mín er að þessi hellir eigi skilið að vera opinn fyrir almenning.

    kv.
    P

    #56940
    Karl
    Participant

    Ég hef farið nokkrar ferðir í hellinn, júmmað, dregið menn upp á handspili, híft á felgu eða einfaldlega slakað og híft á jeppa.
    Síðast þegar ég fór var ég farinn niður með rafstöð hálftíma eftir að komið var á staðinn svo þetta er ekki stórmál.
    ´
    Þegar sigið er rúma 100 metra þá hitnar sigtólið það mikið að maður þorir ekki að stoppa síðasta kaflann og því sem næst allir sem haf júmmað upp hafa sargað línur illa. E-h af þeim sögum hefur ratað hingað. Ég hef hinsvegar ekki skemmt línu þegar jeppi er notaður til sigs og hífinga.

    Ég er alfarið á móti massatúrisma í Þríhnúkum.
    Hugmyndin er í í raun svo galin að að með óíkindum er að hún sé rædd af ódrukknum mönnum í björtu.

    1
    Þetta er á vatnsverndarsvæði Höfuðborgarsvæðisins.
    Vatnsveitan hefur að sjálfsögðu mótmælt þessu þar sem mikið af urrandi dísilknúnum vinnuvélum, notkun sprengiefnis, málningar oþh er stórhættulegt á vatnsverndarsvæðum.
    Skíturinn úr 200.000 árstúristum er svo annað mál. Vert að minna á að starfsmenn radarstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli voru alltaf látnir skíta í bréfpoka þar sem hefðbundið klósett og rotþró þótti ógn við vatnsveitu Þórshafnar.
    Bílaumferð vegna heimsókna er svo annað mál.

    2.
    Þetta kostar vegagerð inná útivistarsvæði og mjóg stórt bílastæði. Af þessu er verulegt rask.

    3.
    Mér sýnist að Þríhnúkar ehf séu að nota öll PR trikkin til að selja stjórnmálamönnum hugmyndina og hafa þegar fengið margar millur af skattfé í þetta brölt.
    Mig minnir að 2007 kostnaðaráætlunin hafi verið 700 millur.
    Varlega áætlað er það milljarður í dag. Ekki reikna ég með því að einkageirinn eða Þríhnúkar ehf ætli að hætta miklu eigin fé í þetta.
    Ekki er álitlegt að hætta fé í verkefni með jafn mikla óvissu um framkvæmdakostnað og aðsókn nema gera verulega háa arðsemiskröfu.

    Það er ekki óeðlilegt að alvöru fjárfestir geri 25% ávöxtunarkröfu á jafn áhættumikla framkvæmd. Af milljarði er þetta þá 250 millur á ári
    sem jafngildir því að 250.000 gestir þurfa að skila þúsundkalli á haus í hreinan hagnað.
    Þetta er það óraunhæft að hóa þurfti í tugthúsliminn Árna Johnsen til að tala fyrir málinu á þingi.
    Í þessu samhengi er rétt að minna á að Skaftafellsþjóðgarður fær skitnar 20 milljóna rekstrarframlag á ári, ekki fæst smápeningur til að opna veginn í Öskju í byrjun sumars og fyrst árið 2011 fékkst e-h klink til að gera sæmilega gangfært að Seljalandsfossi.

    4.
    Síðast en ekki síst þá tel ég þetta vera hreina og klára eyðileggingu á merkilegri náttúruperlu.
    Hvers virði er eldgígur með rekkverki úr stáli og námalyftu? -Er þetta ekki bara eins og hver önnur námugöng?
    Mér finnst þetta sambærilegt við hugmynd um rúllustiga uppá Hraundranga, einkaveg e-h framsóknarfrömuðar á Heklu eða áætlanirnar up kláfa og lestir uppá topp Mt.Blanc. -Það þurfti tvær heimstyrjaldir og kreppu til að slá þá dellu útaf borðinu.

    Ég get lagt til 200 metra línu í Ísalpferð þegar kominn er það mikill snjór að akfært sé að gígnum. Ég er viss um að Palli kemur með…

    #56941
    Karl
    Participant

    Það segir margt um þetta verkefni að skoða hvaða mannvitsbrekkur lögðu fram þingsályktunartillöguna:

    Árni Johnsen,
    Jón Gunnarsson,
    Róbert Marshall,
    Ásbjörn Óttarsson,
    Björgvin G. Sigurðsson,
    Lilja Rafney Magnúsdóttir,
    Birkir Jón Jónsson,
    Tryggvi Þór Herbertsson,
    Unnur Brá Konráðsdóttir,
    Ragnheiður E. Árnadóttir,
    Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
    Kristján Þór Júlíusson,
    Guðlaugur Þór Þórðarson.

    Það vantar bara að Vigdís Hauksdóttir stingi með þeim “hausnum í steininn og kastaði honum svo út úr steinhúsinu með þeim…”

    #56942
    Karl
    Participant

    Guðmundur Freyr Jónsson wrote:

    Quote:
    Það hafa margir Ísalparar farið þarna niður og komið til baka með misjafnar sögur, ég veit ekki um marga sem myndu vilja bera ábyrð á hópferð þangað.

    Í fjallamennsku ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Þó svo að svona ferð sé farin undir merkjum Ísalp þá er hver og einn ábyrgur fyrir sér og sínum félaga/félögum, -rétt eins og menn eru ábyrgir fyrir eigin skíðun eða klifri þó svo að ferðin sé á dagskrá Ísalp.

    #56943
    0801667969
    Member

    Fróðlegur þessi listi um þingsályktunartillöguna. Vissi ekki einu sinni að slíkt væri komið fram. Þingheimur hefur bersýnilega í mörgu að snúast fyrir land og þjóð þessa dagana. Ljóst að verið er að leggja línur um aðkomu hins opinbera til að tryggja framgang verksins. Gott að þjóðin skuli vera aflögufær með fjármuni þessa dagana.

    Þetta er listi hrunverja. Margt af þessu fólki gjörsamlega siðblint eins og hugmyndin sjálf.

    Kv. Árni Alf.

    #56944
    0503664729
    Participant

    Þessi hugmynd um ‘opnun Þríhnúkahellis fyrir almenning’ er svo fjarstæðukennd að mér er með engu móti fært að skilja hvernig sumt af þessu fólki vill leggja nafn sitt við slíka eyðileggingu á einu stórbrotnasta náttúruunduri á Íslandi.

    Mér dettur einna helst í hug að þessi EHF hópur sé fyrst og fremst að hugsa um að skapa sér vinnu við að selja pulsur í sjoppu við gíginn á sínum efri árum. Almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög o.fl. eiga síðan að borga sjoppuna og gatið fyrir EHF hópinn. Brellurnar sem EHF hópurinn notar til að klófesta ráðherra, þingmenn, bæjar- og borgarstjórnarfólk, svo ekki sé talað um þá aðila sem koma að hugsanlegri leyfisveitingu eða umsögn, er með öllum ólíkindum. Það er eins og hópurinn sé búinn að sannfæra fólk um að hér verði um mikla uppsprettu gróða að ræða, Kópavogi verði komið á heimskortið og hinn blóðmjólkaði túristi verði fyrir mikilli upplifun við að standa í þvögu á stálgrind í hellinum. Ekkert af þessu er rétt.

    Þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi og snýst ekkert um ‘að opna hellinn fyrir almenning’ eða að ‘vernda’ hellinn. Þetta yrði ekkert annað en eyðilegging. Við eigum að sjálfsögðu að standa vörð um náttúruna og að hún fái frið fyrir svona fólki. Sorglegt að þurfa að standa í slíku.

    #56945
    Gummi St
    Participant

    Kalli,

    Vissulega og geri ég mér alveg grein fyrir því, en hinsvegar veit ég alveg að ef eitthvað kæmi fyrir í slíkri ferð þá mun hver einasti forræðishyggjusinni landsins hoppa hæð sína tvöfalda í umræðu sem af skapast komi eitthvað fyrir. Og ekki yrði sú umræða jákvæð, hvorki fyrir Ísalp né verndun hellisins.

    Annars mæli ég með að ef menn vilja fara þarna niður að æfa sig í hellinum Tintron sem er fyrir ofan Þingvelli, ef þið farið gömlu leiðina milli Þingvalla og Laugavatns þá er afleggjari uppað vörðu, þar fljótlega á vinstri hönd er sá hellir. Hann er 16 metra djúpur ef ég man rétt og er merktur á garmin kortinu.

    Ég var rosalega á móti þessum hugmyndum um að túristavæða hellinn á sínum tíma en þegar ég fór svo þangað niður öðlaðist ég smá skilning á þessum áformum þar sem mjög fáir komast þangað niður, já og upp aftur.

    Þrátt fyrir það er hef ég dáldið blendnar tilfinningar gagnvart þessu, má eiginlega segja að ég sé bæði með og á móti.

    En eftir að hafa heyrt þónokkrar sögur úr þessu blessaða svartholi er alveg magnað að allir hafi komist heilir þaðan :)

    -GFJ

    #56946
    Karl
    Participant

    Hvað ætlar þú eiginlega að æfa í Tintron? -Júmm?

    Það eru tvennt sem er hættulegt við Þríhnúkahelli.
    a). Júmm. Af eigin reynslu og annara þá er ég alfarið á móti því að menn júmmi upp.
    b). Grjóthrun. Þetta er random áhætta. Mestu skiptir að miðja vel línuna svo hún nái ekki útí. Þessi hætta verður alltaf til staðar í þessum helli.

    Það er í raun sáreinfalt að fara í þennan helli að vetri. Ég er hálftíma á staðnum að rigga búnað til sigs og hífinga.

    Það sem þarf er:
    Jeppi
    200m lína
    15 m lína
    30m lína
    10m lína 2 stk
    tvær venjulegar blakkir
    grigri 3 stk
    Traxion 1 stk
    Nokkrar karabínur og slingar
    Analog talstöðvar 3 stk.
    Belti

    2 grigri eru notaðir til að fínstilla stöðu miðjublakkarinnar með 10m línunum, hin blökkin eða rúlluhjól eru á barminum bílmegin. 2 stk grigri eru einfaldlega til tímasparnaðar og þá sleppa menn við margendurteknar hnýtingar.
    Sigmaður er festur í aðallínuna en notar 15m línuna og grigri til að síga af gígbarminum þar til aðallínan heldur honum. 30m lína og traxion er notað til að hífa hann upp á gígbarminn frá þeim stað sem aðallínan nær honum. Með þessu móti er engin hitamyndun á aðal línunni vegna sigbremsu
    Það þarf einn mann til aðstoðar á brúninni og einn bílstjóra.

    Þetta er mikið fljótlegra og auðveldara en að brölta á Hraundranga.
    Engin ástæða til að láta slæma reynslu af júmmi aftra sér frá því að fara þetta.

    #56947
    Sissi
    Moderator

    Til að byrja með: ekki fara ofan í Þríhnjúkahelli nema þú sért með einhvern mega reynslubolta með þér. Það er ekki nóg að hafa verið í björgunarsveit / klettaklifrað osfrv. Þú þarft að vita svolítið um að rigga, þarna eru margar hættur og það þarf að hafa svolitla reynslu til að setja þetta upp á öruggan hátt.

    Hafandi sagt það, þá var þetta svona klassíker eins og að fara á Hraundranga, Þumal, Hrútsfjall etc. þegar ég byrjaði. Maður var ekki maður með mönnum nema hafa farið þarna niður. Og sorrý með mig en mér finnst einhverjar felgu / spilaæfingar bara vera svindl. Það er gaman að hafa júmmað sig þarna upp. Type II fun. En hinsvegar er það rétt hjá Kalla að það er varasamt, þarf að padda mjóa partinn af opinu mjög vel, línuvarnir, backuplína etc. Við eyðilögðum 2×200 metra af static, glænýjar, á þessu ævintýri.

    Varðandi framkvæmdina
    Gerum ráð fyrir að það fari ekkert opinbert fé í framkvæmdina til að byrja með. Gerum einnig ráð fyrir að öll issue varðandi vatnsverndarsvæði og slíkt séu leyst á fullnægjandi hátt. Þá sitja tveir möguleikar eftir:

    1) Ótrúlegur, stórbrotinn, einstakur staður / náttúruundur sem er magnað að upplifa og myndi örugglega vekja áhuga innlendra sem erlendra verði af framkvæmd.

    2) En ef af framkvæmd yrði væri svolítið leiðinlegt að fólk fengi aldrei að upplifa þetta eins og margir á þessu spjallborði, að fara upp og niður af eigin rammleik fyrir eigin vélarafli (nema Kalli og co), hreinsa allt í burtu og skilja engin ummerki eftir. Vera þarna einn með félögum þínum í kyrrðinni og virkilega upplifa.

    Það er hinsvegar bara á færi fárra útvaldra.

    Þetta, eins og varðandi allt aðgengi, eru spurningarnar sem þarf að svara. Viljum við gera þetta aðgengilegt eða halda í horfinu og leyfa massanum ekki að eiga færi á þessu.

    Ég hef ekkert svar við því.

    En sem innlegg er hérna grein sem ég skrifaði um heimsókn þarna fyrir 11 árum sléttum, svona fyrir þá sem hafa ekki farið til að glöggva sig á fílingnum: https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/RihnjukagigurOktober2000?authkey=Gv1sRgCMewrsOCuZzI1gE

    Kveðja,
    Sissi

    ps

    Kalli skrifaði:

    Quote:
    Í fjallamennsku ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Þó svo að svona ferð sé farin undir merkjum Ísalp þá er hver og einn ábyrgur fyrir sér og sínum félaga/félögum, -rétt eins og menn eru ábyrgir fyrir eigin skíðun eða klifri þó svo að ferðin sé á dagskrá Ísalp.

    Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.

    #56948
    Karl
    Participant

    Sveinn Friðrik Sveinsson wrote:

    Quote:
    Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.

    Er það sjálfgefið að allar ÍSALP ferðir séu halarófuferðir fyrir byrjendur? Er klúbbfélögum sem hafa reynslu til að standa jafnt í báða fætur ómögulegt að gera e-h saman undir merkjum klúbbsins?

    Hvað með klifurhelgar á Hnappavöllum? Eru Jón og Dúddi þarmeð á ábyrgð klúbbsins ef þeir meiða sig í einhverri leiðinni? -Hvernig í andsk. á klúbburinn að bera ábyrgð á mönnum sem klifra saman í línu? Verðum við þá ekki að hætta við Ísklifurfestivöl og jólaklifrið? Á klúbburinn að bera ábyrgð á því að tveir Dúddar sem klifra saman í línu setji inn nægar millitryggingar og að þeir hafi munað eftir því að klæða sig í síðu nærbuxurnar?

    Og hvað ef klúbburinn stendur fyrir skíðaferð í Botnsúlur og Dúddi dettur á rassinn og meiðir sig? -Á sá sem skrifaður er fyrir ferðinni að bera ábyrgð á því?

    Ég bara spyr

    #56949
    Sissi
    Moderator

    Þessar stóru skipulögðu ferðir eru oft sannkallaðar nýliðaferðir og oft hefur mér þótt stefna í vandamál af því að það er ekki passað nægilega mikið upp á þessa hluti. Hélt að klúbburinn væri búinn að brenna sig á því að taka þessu of létt.

    En að sjálfsögðu gildir annað ef menn eru virkilega á jafnréttisgrundvelli í ferðum en ekki í einhverri nýliðaþjálfun.

    Knús,
    Sissi

    #56950
    Steinar Sig.
    Member

    Hafa ekki nánast öll næstum því slys þarna orðið vegna núnings línunnar við neðri brúnirnar á opinu?

    Einföld leið til þess að leysa þetta væri bolti á neðstu brún. Ég geri mér þó grein fyrir því að það treystir líklega enginn bolta í þessu bergi. Hvernig væri að útbúa einfaldlega vænan stálvír sem lægi frá boltum í stóru steinunum fyrir ofan og niður fyrir neðstu brún.

    Þá væri sigið á stuttri línu niður að enda vírsins og sú lína tengd í vírendann með nokkrum slaka. Löng lína væri þvínæst tengd úr vírnum og alla leið niður.

    Þarna væri langa línan fríhangandi alla leið og því engin hætta á brúnasliti í henni. Auk þess þjónaði stutta línan sem backup fyrir vírinn, þó vírinn ætti reyndar að vera alveg skotheldur. Sigmaður getur klippt sig í vírendann á meðan hann flytur sig frá einni línu yfir til annarar til þess að forðast mannleg mistök.

    Játa það að ég hef ekki komið þangað niður. Hef aftur á móti staðið við gígopið með einhver býsn af búnaði og snúið við vegna ónógra brúnavarna. Vorum reyndar með slatta, en þetta er bara stórhættuleg brún.

    Hvað almenningshugmyndirnar varðar, þá sæi ég eitthvað eftir því, en gæti vel samþykkt ef þetta væri arðbært fyrir ferðaþjónustuna. En líklega mætti nýta þetta fé betur.

    #56952
    1811843029
    Member

    Ég fór þarna niður fyrir nokkrum árum, á splunkunýrri hvítri línu og með aðra sem back up. Okkur tókst nú að fara upp og niður án þess svo mikið sem að það kæmi drulla á fínu hvítu línuna en það kostaði talsverða vinnu við brúnavarnir. Aðferðin var ekki flókin, við höfðum með okkur slatta af teppabútum, línupokum og þess háttar ásamt góðri hönk af grönnu bandi. Fyrsti maður seig svo varlega niður, þegar hann þurfti brúnavörn var henni slakað til hans í granna bandinu og bundin föst uppi þegar hún var komin á réttan stað. Svona fóðraði hann verstu brúnirnar, þyngdin á línunni hélt þessu svo líka í skejfum. Með því að gera þetta og vanda sig tókst okkur að fara upp og niður án þess að vera mígandi hræddir að slíta línu. Smá vinna en borgaði sig.

    Kveðja,

    Atli Páls.

    #56953
    andrisv
    Participant

    Það er gaman að sjá að maður nái að kveikja upp líflegar uppræður hér á spjallinu og lífga aðeins uppá þetta.

    En það er greinilegt að maður er ekki að fara þarna niður í bráð þar sem að maður hefur augljóslega ekki næga þekkingu og þetta er aðeins meira mál en bara sí svona og margt geti farið úrskeiðis.
    Það er samt gaman að vera búinn að fylgjast með þessum umræðum.

    #56954
    Karl
    Participant

    Það er engin ástæða til að sitja bara heima og lesa.
    Hugmynd Steinars um að síga og júmma í 2 áföngum með neðri línu haldið upp af stálvír er alveg brilliant. Það er þó háð því að vírinn sé ekki líklegur til að losa um grjót þar sem hann liggur á bergi.
    Þá væri auðveldast að taka efra sigið á grigri og það neðra á þyngstu áttunni sem menn eiga. Það er nú ekki flókið að síga tvö sig og taka tvö júmm….

    Verst hvað júmmið er seinlegt og ekki getur nema einn maður verið á ferðinni í einu.

    Ég á ágætan stálvír í þetta sem klúbburinn getur fengið.Þið þurfið þá að kaupa nokkrar víraklemmur og kós í Ísfelli.

    #56960
    0801667969
    Member

    Verst er að Ólafur Skúlason biskup skuli ekki hafað getað vígt Þríhnjúka ehf.

    Þetta hafa nafnar mínir Johnsen og Stefánsson lagt blessun sína yfir.

    Vonum að núverandi biskup leggi líka blessun sína yfir þetta.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Og hver á heima í svartri holu?

    #56979
    Páll Sveinsson
    Participant

    Áhugaverð umræða.
    Ég er sérstaklega ánægður með að heira skemtilega umræðu um að komast upp og niður í gígin án þess að vera við dauðans dyr. Kalli klikkar ekki með bestu og einföldustu útfærsluna. Annars er mesta ævintýrið að síga og fara upp á eigin handafli.

    Sakna svolítið umræðunar um hvernig aðgengið að hellinum væri í hinum fullkomna heimi þar sem allir ganga vel um skemma ekki neitt. Hún er svolítið á því bili að það er annað hvort allt eða ekki neitt.

    Hvernig viljið þið sjá aðgengið að hellinum í framtíðini og fyrir hverja?

    kv.
    Palli (lyftu stjóri)

    PS.
    Mín skoðun er að hann á að vera túrista hellir en ég er alveg til í að endurskoða það.

    #56980
    Karl
    Participant

    Páll Sveinsson wrote:

    Quote:
    Hvernig viljið þið sjá aðgengið að hellinum í framtíðini og fyrir hverja?

    kv.
    Palli (lyftu stjóri)

    Ég get auðveldlega séð það fyrir mér að e-h setji upp byggingarkranagálgan í febrúar og Palli vinni þá sem lyftuvörður fram á vor. Draslið verði fjarlægt á vorin á snjó og ekki sett upp aftur fyrr en bílfært er orðið að hellinum í ca febrúar.
    Það er útfærsluatriði hvort kranagálginn fái að vera yfir opinu allt árið. Hann þyrft þá að vera svipaður á litin og hraunið.
    Líklega er nauðsynlegt að setja tröppur upp gíginn, pall á brúninna og traustar undirstöður undir kranaágálgann.

    Með þessu móti þarf ekki að skemma Strompahraun eða gíginn og leggja vatnsverndarsvæðið undir massatúrisma og pulsusjoppur.
    Almenningur á kost á að fara í hellinn óskemmdan og fjallamenn og náttúruskoðarar geta upplifað Þríhnúkagíg ósnortinn þess á milli.(þó með tröppum o.þ.h. á gígbrún og uppgönguleið)

    Þetta er win-win fyrir náttúru, almenning og fjallamenn.
    Það er einfaldlega töff eða eitthvað sé ekki alltaf tiltækt -sbr skíðasvæði. Ef þetta fær gott umtal þá nýtist það í markaðsetningu allt árið.
    Fyrir atvinnugreinina “ferðaþjónustu” skiptir hvort eð er mestu að e-h sé í boði utan sumartímans þegar allflest er hvort eð er fullbókað.

    Þetta er sambærileg lausn og að bjóða up á þyrluferðir á Hraundranga hluta ársins, -í stað þess að leggja rúllustiga upp…

    #56984
    Karl
    Participant
Viewing 22 posts - 1 through 22 (of 22 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.