Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

Home Forums Umræður Almennt Ferð niður í Þríhnúkahelli Re: Re: Ferð niður í Þríhnúkahelli

#56947
Sissi
Moderator

Til að byrja með: ekki fara ofan í Þríhnjúkahelli nema þú sért með einhvern mega reynslubolta með þér. Það er ekki nóg að hafa verið í björgunarsveit / klettaklifrað osfrv. Þú þarft að vita svolítið um að rigga, þarna eru margar hættur og það þarf að hafa svolitla reynslu til að setja þetta upp á öruggan hátt.

Hafandi sagt það, þá var þetta svona klassíker eins og að fara á Hraundranga, Þumal, Hrútsfjall etc. þegar ég byrjaði. Maður var ekki maður með mönnum nema hafa farið þarna niður. Og sorrý með mig en mér finnst einhverjar felgu / spilaæfingar bara vera svindl. Það er gaman að hafa júmmað sig þarna upp. Type II fun. En hinsvegar er það rétt hjá Kalla að það er varasamt, þarf að padda mjóa partinn af opinu mjög vel, línuvarnir, backuplína etc. Við eyðilögðum 2×200 metra af static, glænýjar, á þessu ævintýri.

Varðandi framkvæmdina
Gerum ráð fyrir að það fari ekkert opinbert fé í framkvæmdina til að byrja með. Gerum einnig ráð fyrir að öll issue varðandi vatnsverndarsvæði og slíkt séu leyst á fullnægjandi hátt. Þá sitja tveir möguleikar eftir:

1) Ótrúlegur, stórbrotinn, einstakur staður / náttúruundur sem er magnað að upplifa og myndi örugglega vekja áhuga innlendra sem erlendra verði af framkvæmd.

2) En ef af framkvæmd yrði væri svolítið leiðinlegt að fólk fengi aldrei að upplifa þetta eins og margir á þessu spjallborði, að fara upp og niður af eigin rammleik fyrir eigin vélarafli (nema Kalli og co), hreinsa allt í burtu og skilja engin ummerki eftir. Vera þarna einn með félögum þínum í kyrrðinni og virkilega upplifa.

Það er hinsvegar bara á færi fárra útvaldra.

Þetta, eins og varðandi allt aðgengi, eru spurningarnar sem þarf að svara. Viljum við gera þetta aðgengilegt eða halda í horfinu og leyfa massanum ekki að eiga færi á þessu.

Ég hef ekkert svar við því.

En sem innlegg er hérna grein sem ég skrifaði um heimsókn þarna fyrir 11 árum sléttum, svona fyrir þá sem hafa ekki farið til að glöggva sig á fílingnum: https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/RihnjukagigurOktober2000?authkey=Gv1sRgCMewrsOCuZzI1gE

Kveðja,
Sissi

ps

Kalli skrifaði:

Quote:
Í fjallamennsku ber hver ábyrgð á sjálfum sér. Þó svo að svona ferð sé farin undir merkjum Ísalp þá er hver og einn ábyrgur fyrir sér og sínum félaga/félögum, -rétt eins og menn eru ábyrgir fyrir eigin skíðun eða klifri þó svo að ferðin sé á dagskrá Ísalp.

Hér er ég algjörlega ósammála Kalla, í þessar ferðir er að mæta reynslulítið fólk oft á tíðum sem er að stíga fyrstu sporin. Það hefur engar forsendur eða reynslu til að meta áhættu. Þetta eru nánast gædaðar ferðir og fararstjórar ættu að bera ábyrgð á því að fólk sé rétt útbúið og halda í hendina á því. Til þess er þetta. Ég ferðast á jafnréttisgrundvelli í einkaklifurferðum. ekki í nýliðaferðum Ísalp eða björgunnarsveitanna.