Re: gott og blessað

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss og kókostréð Re: gott og blessað

#49256
2806763069
Member

Allt gott og blessað! Svona til að láta ykkur líða betur þá bakkaði ég einusinni út Paradísarheimtinni (og það er langt frá þvíi að vera eina leiðin sem ég hef bakað úr) og skildi ekki bara eftir skrúfur (þekkti ekki v-þræðingu í þá daga) heldur líka tvistana í þeim, og það var ekkert að hrynja við vorum bara ekki að höndla að klifra í svona “exposed” aðstæðum.

En hvað segirðu sást mér yfir skrúfu?

Annars er kertið fínt núna svo þið getið farið og leitað hefnda. Og svo var v-þræðingin þín það góð að þú hefir geta hengt bílinn þinn í hana.

Þetta var annars Kókóstréð, fyrst klifrað af Bjössa Bald og Árna Gunnari fyrir langa löngu. Villti tryllti Viddi sólóaði svo leiðina eitt árið. Ég get rétt ímyndað mér að íspinnar þess tíma hafi verið svekktir að láta slíkt hnoss falla í hendur klettarottnanna!

Eina sagan segir að Bjössi hafi átt eina Chunard skrúfu (Black Diamond í dag) og svo bara eitthvað drasla. Hann notaði þá stálskrúfuna til að bora inn göt nógu djúp til að geta sett hinar skrúfurnar inn þannig að þær gripu. Þannig komst hann hjá því að hanga í fifi sem var reglan í þá daga. Sniðugur strákur hann Bjössi.

en nóg um þetta ísinn bíður

Auf wider sehen!