Grafarfoss og kókostréð

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss og kókostréð

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45562
  Robbi
  Participant

  Við félagarnir (Ég, Siggi, Turi og Ági) byrjuð um árið með því að skella okkur í Grafarfossinn. Ég og Siggi fórum “orginalinn” á meðan Turi og Ági klifu “granna”. Fossinn var í góðum aðstæðum og þegar við komum upp á brún sá ég foss í fjarska, ofar í hlíðinni semm passaði svona glimrandi vel við lýsingar ,sem ég hafði nýlega heyrt af, á “kókostrénu”. Þetta er falleg 25-30m leið sem byrjar í rúmlega 10m 3 gráðu slabbi og endar á 10-15 metra bröttu kerti sem endar upp á brún. Við ákváðum að rölta amk upp að því og þegar nær kom ákváðum við að skella okkur. Kertið var breiðast neðst, um 3 metrar, mjóast efst, eða um 1,5 metrar og var ekki annað að sjá að það væri í fullkomnum aðstæðum. Ísinn far frábær og grjótharður. Klifrið var hreint dásamlegt þangað til ca. 2 metrum frá brún þegar hár smellur og brothljóð heyrðist úr kertinu sem bergmálaði í gilinu þegar eitt axarhöggið dundi á því og sprunga skaust út frá axarbroddinum í lárétta átt meðfram helmingnum af kertinu.
  Á stundinni var ákveðið að beila eins og sagt er á ágætis íslensku og drulla sér í burtu, því kertið var af stærri gerðinni og ég held að það væri síður skemmtilegt að fá sér eina sallíbunu með því niður, eða lenda undir því.
  Efti á að hyggja þá var kertið vel fest, uppi, niðri og í miðju þar sem það loddi við klett. Það var feitt niðri og stór svellbunki í kring, en í hita leiksins er ekki laust við að adrenalínið hafi flætt um æðar…eða hvað finnst ykkur ?
  Robbi
  ps.myndir væntanlegar.

  #49247
  Siggi Tommi
  Participant

  Hér er slóð á myndirnar því ekki tókst að setja þær inn á mínar síður (“Óþekkt villa” alltaf. Er vefnefndin með einhverja skýringu á því?):
  http://www.rds.is/siggi/myndir/kokostre.htm

  #49248
  0309673729
  Participant

  Þetta er komið i lag.

  Villan orsakaðist af breytingum í uppsetningu hjá hýsingaraðila.

  Vinsamlega sendið skeyti á vefnefnd@isalp.is ef þið verðið vör við villur á vefnum. Það er ekki nóg að melda þær hér á umræðusíðunum.

  með kveðju
  Helgi Borg
  vefarinn mikli

  #49249
  Ólafur
  Participant

  Einu sinni fyrir margt löngu klifraði ég Kókostréð með Degi Halldórs. Þegar klifrað var síðasta meterinn uppá brún kom í ljós ca hnefaþykk lárétt sprunga gegnum kertið þ.a. það stóð í raun bara uppá endann. Sprungan var reyndar gömul, þeas ekki af okkar völdum.

  Við vorum samt svo ungir og vitlausir að við fórum báðir upp.

  –órh

  #49250
  Siggi Tommi
  Participant

  Smá huggun að heyra af þessu hjá þér Óli.
  Var einmitt að lesa í bók eftir Will Gadd að það sé mjög algengt að svona besefar þrói svona sprungu en sjaldnast falli þeir nú samt fyrr en um vorið (og eigi að vera mjög stabílir ef þeir ná ca. 2m í þvermál). Þetta hlýtur að frjósa saman núna eftir þessa hláku í gær.
  Frekar scary samt að heyra fyrstu myndun á sprungunni…
  En ætli maður stefni ekki á að klára þetta um næstu helgi fyrst maður var að byrja á þessu á annað borð.

  #49251
  0309673729
  Participant

  Ágætt að íssúlur standi yfirleitt áfram þrátt fyrir að það braki svolítið í þeim.

  Ég var eitt sinn staddur í megintryggingu í miðjum Orion þegar hár smellur glumdi. Ég og Palli Sveins fundum báðir fossinn titra örlítið. Sálin varð agnarlítil en Palli róaði mig og sagði að við þyrftum engar áhyggjur að hafa. Reyndar sýndist mér nokkrar svitaperlur stökkva fram á enni hans.

  Það eru þó til undantekningar frá þessu. Fyrir einhverjum árum klifu nokkir menn Snata í Brynjudal. Nokkrum dögum síðar ætlaði annað teymi að klifra leiðina en þá var hún hruninn. Það var frost allan tímann þarna á milli.

  kveðja
  Helgi Borg

  #49252
  0309673729
  Participant
  #49253
  2806763069
  Member

  Skrítið, kúninn minn var helvíti ánægður með þetta kerti í dag, og ísin alveg eins og draumur. Ekki spillir svo fyrir að fá smá prussik og eina læsta bínu í safnið.

  Smá tipp: Næst þegar þið eruð við það að gera í buxurnar og standið við risa stórt kerti og langar heim til mömmu ekki gera v-þræðingu því það er fljótlegra og ódýrara (og sterkara) að síga bara sitt hvoru megin við kertið. Svo er líka smá sparnaður í því að þræða einfaldlega línuna í v-þræðinguna ef ísinn er þurr. Ef ísinn er blautur og notast er við prússik eða borða er ekki nauðsynlegt að nota karabínu á milli línunar og prússiksins svo lengi sem ekki er verið að nota spectra prússik sem þolir víst ekki neinn hita. Sparar svona 2000kr. (ef þið viljið vera últa seif þá kaupið þið iðnaðarlás í bykó á 300kall og notið hann milli prússiks og línu)

  Skráið ykkur á ísklifur II og ég skal kenna ykkur þetta allt og fleirra sniðugt þið verðir búnir að spara fyrir kostnaðnum við námskeiðið á nó tæm.

  Svo er ekki glæda í helvíti að svona stórt kerti fari, ekki satt Andri?

  kv. Hardcore

  #49254
  Robbi
  Participant

  ívar.
  hvort kertið varstu að tala um:
  kókostréð eða snata ?
  robbi

  #49255
  Siggi Tommi
  Participant

  Ja, þessi karabína er nú ekki mikils virði því hún er líklega orðin ca. 10 ára en í þokkalegu standi. Ég seig nú niður á skrúfunni og þræðingin var bara backup. Hefði þurfti að skilja eftir eina eða tvær skrúfur í viðbót ef ég hefði sigið af syllunni sennilega (því ég vildi síður vera að þræða V þar sem sprungan myndaðist).
  Því miður er það nú svo að maður lærir ekki á svona drasl nema bara af reynslunni. Er hræddur um að námskeið geri lítið til að laga þau mál.
  Better safe than sorry…

  #49256
  2806763069
  Member

  Allt gott og blessað! Svona til að láta ykkur líða betur þá bakkaði ég einusinni út Paradísarheimtinni (og það er langt frá þvíi að vera eina leiðin sem ég hef bakað úr) og skildi ekki bara eftir skrúfur (þekkti ekki v-þræðingu í þá daga) heldur líka tvistana í þeim, og það var ekkert að hrynja við vorum bara ekki að höndla að klifra í svona “exposed” aðstæðum.

  En hvað segirðu sást mér yfir skrúfu?

  Annars er kertið fínt núna svo þið getið farið og leitað hefnda. Og svo var v-þræðingin þín það góð að þú hefir geta hengt bílinn þinn í hana.

  Þetta var annars Kókóstréð, fyrst klifrað af Bjössa Bald og Árna Gunnari fyrir langa löngu. Villti tryllti Viddi sólóaði svo leiðina eitt árið. Ég get rétt ímyndað mér að íspinnar þess tíma hafi verið svekktir að láta slíkt hnoss falla í hendur klettarottnanna!

  Eina sagan segir að Bjössi hafi átt eina Chunard skrúfu (Black Diamond í dag) og svo bara eitthvað drasla. Hann notaði þá stálskrúfuna til að bora inn göt nógu djúp til að geta sett hinar skrúfurnar inn þannig að þær gripu. Þannig komst hann hjá því að hanga í fifi sem var reglan í þá daga. Sniðugur strákur hann Bjössi.

  en nóg um þetta ísinn bíður

  Auf wider sehen!

  #49257
  Anonymous
  Inactive

  Varðandi Kókostréið þá heyrði ég sögu af því. Bræðurnir Hallgrímur og Hörður Magnússynir voru að stíga sín fyrstu skref í ísklifri og ætluðu að fara Gravarfoss. Þegar þeir komu að honum sögðu þeir, þetta er svo auðvelt að þetta getur ekki verið Gravarfoss svo þeir löbbuðu lengra og komu að Kókostréinu og klifruðu það og héldu sig vera að klirfa Gravarfoss. Þetta var fyrir talsvert löngu síðan. Gaman að heyra hvað menn eru fjandi duglegir þessa dagana.
  Klifurkveðjur Olli

  #49258
  AB
  Participant

  Jú það er rétt Ívar, stór kerti, sérstaklega fríhangandi hafa aldrei hrunið og munu aldrei gera það. Muna bara að þetta er allt traustara en það lítur út fyrir að vera.

  Not.

  :)

  Kv,
  AB

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.