Reply To: Skíðaaðstæður 2015-2016

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skíðaaðstæður 2015-2016 Reply To: Skíðaaðstæður 2015-2016

#61525

Skíðun í Skálafelli síðust daga.

Á sumardaginn fyrsta var haldinn fjölskyldudagur HSSR. Eftir nokkrar auðveldar ferðir í suðurhlíðunum í sólbráðinni skíðaði ég með öflugu fólki norðurhlíðina niður að svínadalsá. Færið þar var vel hart alla leið niður í dalinn en brekkurnar sléttar og fullar af snjó. Sá nokkrar nýjar og spennandi línur nær Svínaskarðinu á leiðinni til baka.

Daginn eftir (22. apríl) skíðaði ég ásamt Magnúsi Blöndal og Guðmundi P. Guðmundsyni tvær mjög góðar leiðir í NV-hlíðunum í eðalfæri og blíðu. Nægur snjór og fullt af góðum leiðum á svæðinu. Kvöldsólin hélt brekkunum NV-megin mjúkum til kl. 20 en S-hlíðin var orðin hörð fyrr.

Eins og fleiri heimsótti ég og Guðmundur P. Guðmundsson Skálafellið aftur í kvöld. Aðstæður voru hinar bestu og enduðum við á skíða tvær leiðir NV megin, eina ofan af Skálafellsöxlinni til vesturs og svo suðurhlíðina. Mjög gott færi og nægur snjór í öllum brekkum norðan megin.

Myndir úr þessum ferðum má nálgast undir hópnum Fjallaskíðafólkið á FB.

Kveðja,
Arnar