Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Skíðaaðstæður 2015-2016
Tagged: fjallabretti, Splitboard
- This topic has 14 replies, 8 voices, and was last updated 8 years, 4 months ago by Otto Ingi.
-
AuthorPosts
-
30. November, 2015 at 14:29 #59072Rakel Ósk SnorradóttirParticipant
Mín veika von að byrja þráð um skíðaaðstæður veturinn 2015-2016 þar sem það er erfitt að fylgjast með öllum þessum fésbókarhópum.
Skrapp um helgina inn í Emstrur að Fjallabaki, þar var prýðis púðurfæri í giljum og einstaka lænum en þó grítt inn á milli. Kíkti einnig í Hvanngil en svo virðist sem að það hafi verið meiri skíðanlegur snjór Emstrunum.
- This topic was modified 8 years, 9 months ago by Rakel Ósk Snorradóttir.
Attachments:
30. November, 2015 at 15:02 #59078HeidaKeymasterFórum fimm í Botnsdalinn í botni Súgandafjarðar á Laugardaginn, náðum hörkufínu rennsli í fínasta púðri. Það var töluvert af snjó og skilst mér að þarna sé nokkuð djúpt á grjótið allan ársins hring.
Tvær myndir frá Jóni Smára og Hauki Sig.Attachments:
30. November, 2015 at 15:13 #59081SissiModeratorÞað var lagið!
Facebook, eða lúpína internetsins eins og Ági kallar hana, er hörmuleg til að halda utan um svona. Reyni að vera virkur hérna.
Skálafell var flott á laugardaginn, snjóaði mikið þar og suðurhlíðin flott. Norðurhlíðin fyrir norðan mastur virkaði frekar berangursleg.
Óheyrilega fúlt hvað er mikil sleðatraffík í Skálafelli og í Eldborgargili, það var búið að keyra pistirnar frekar illa í Skálafelli af vélsleðum og ekki eitt far utan þeirra. Ég vildi óska þess að menn gætu haldið sig á veglínunni eða vestan við skíðalínurnar í Skálafelli og fyrir norðan borholu í Bláfjöllum. Ótrúlega glatað að verða endilega að eyðileggja skíðabrekkurnar. Þetta eru jú skíðasvæði þó að þau séu lokuð og þó að allur akstur vélsleða sé bannaður á þessum svæðum hefði ég vonast til þess að menn gerðu þetta ekki af tillitsemi, af því að það er nóg svæði þarna fyrir alla.
- This reply was modified 8 years, 9 months ago by Sissi.
Attachments:
30. November, 2015 at 22:39 #59092Rakel Ósk SnorradóttirParticipantÁnægð með undirtektirnar.
Það var púður að finna í Öxlinni í Bláfjöllum í dag. Ca frá miðri brekku og niður og föl þar fyrir ofan en vindbarið undir.
Spurning hvað Kári gerir í framhaldinu.
Eðal rennsli….Attachments:
3. December, 2015 at 11:13 #59110Rakel Ósk SnorradóttirParticipantVorum all nokkur í Skálafelli í gær. Þar var þetta stakasta fína púður eða um 30 cm, en það þyngdist eilítið þegar ofar dróg, en samt guðdómlegt.
Mæli með þessu, er meðan er.3. December, 2015 at 13:09 #59114SkabbiParticipantKíktum tveir í Sólskinsbrekku og Suðurgil í Bláfjöllum í gærkvöldi. Flottur snjór amk upp í miðjar hlíðar þó að einstaka grjót nái í gegn. Gengum upp með stólalyftunni í Suðurgili, fínt langleiðina upp en búið að blása ofanaf efst.
13. December, 2015 at 16:50 #59201Rakel Ósk SnorradóttirParticipantHarðfenni í Skálafelli í dag – ekki það að það komi á óvart.
Stutt niður á grjót en ef það sé haldið sér nálægt giljunum milli skíðabrautanna. Þá er séns á áfallalausu rennsli.
Ansi margt var um manninn í fjallinu í dag. Enda glimrandi veður.23. December, 2015 at 09:06 #592962505703769ParticipantFór í Grafardalinn í gær, mikið af nýjum snjó í Y eða S gilinu eftir því hvað fólk vill kalla leiðina. Það fór að skafa þegar ég var að leggja af stað og varð úr mikil snjóflóðahætta, snéri við með spýjurnar á hælunum.
Annars er mikill snjór undir og alveg uppá brún – lofar góðu.
Myndin er frá 12. des.Tommi
18. January, 2016 at 09:45 #59736Rakel Ósk SnorradóttirParticipantJú höldum áfram að uppfæra….
All margir búnir að heimsækja Móskarðshnúka og Skálafell upp á síðkastið. Færið í gær var bara fínt. Í Skálafelli var vindbarið á köflum og þá aðallega efst, en annars bara prýðis rennsli.
Móskarðshnúkar búnir að vera gler undanfarna viku en færið um helgina var bara fínt.Verum dugleg….
1. February, 2016 at 19:48 #60723Otto IngiParticipantÆtlaði að fara á Botnsúlur um helgina, þegar við vorum komnir inn að Svartagili þá var það nokkuð ljóst að allur snjór þar var fokinn burtu og eftir sátu bara melar og klaki. Dagurinn endaði bara að á því að skinna í Eldborgarsvæðinu í Bláfjöllum
26. March, 2016 at 13:36 #61326Bergur EinarssonParticipantÆtluðum nokkur að fara í Skarðsheiðina norðaustanverða í gær en það reyndist bara verða langur bíltúr til að enda í Skálafelli að lokum. Mjög lítill snjór í neðrihlutanum á Skarðsheiðinni. Ekki einusinni nægur snjór til að ganga upp frá Draganum. Annars fínar aðstæður í Skálafelli til að fara niður af því norðanmeginn.
10. April, 2016 at 00:02 #61436Arnar HalldórssonModeratorSkíðaði í Móskarðahnúkum í fínum aðstæðum í kvöld. Brekkurnar eru óléttar og kögglóttar á köflum og því mæli ég með að skíða þetta í smá snjóbráð. Tekið hefur upp mikinn snjó þannig að stöku grjót eru farin að standa upp úr helstu brekkunum. Vegurinn inn í Þverárdal er hefur skánað en myndi ekki telja hann fólksbílafærann.
Skíðaði líka í flottum aðstæðum í Bláfjöllum í dag. Gott utanbrautarfæri og slatti af hengjum til að stökkva fram af. Það hafa fallið mikið af stórum flóðum á Bláfjallasvæðinu á undanförnum dögum, þ.á.m. eitt nýlegt við Eldborgargil.
10. April, 2016 at 22:27 #61487SissiModeratorMóskarðahnjúkar voru rugl góðir í dag, enn léttilega hægt að renna sér frá toppi og niður að brú samfellt. Eiga töluvert eftir.
Allnokkrir hópar á ferð, hittum m.a. Katrínu, Robba, Gadda og fleiri sem höfðu líka tekið Hátind og báru honum vel söguna.
Bara gaman.
27. April, 2016 at 00:50 #61525Arnar HalldórssonModeratorSkíðun í Skálafelli síðust daga.
Á sumardaginn fyrsta var haldinn fjölskyldudagur HSSR. Eftir nokkrar auðveldar ferðir í suðurhlíðunum í sólbráðinni skíðaði ég með öflugu fólki norðurhlíðina niður að svínadalsá. Færið þar var vel hart alla leið niður í dalinn en brekkurnar sléttar og fullar af snjó. Sá nokkrar nýjar og spennandi línur nær Svínaskarðinu á leiðinni til baka.
Daginn eftir (22. apríl) skíðaði ég ásamt Magnúsi Blöndal og Guðmundi P. Guðmundsyni tvær mjög góðar leiðir í NV-hlíðunum í eðalfæri og blíðu. Nægur snjór og fullt af góðum leiðum á svæðinu. Kvöldsólin hélt brekkunum NV-megin mjúkum til kl. 20 en S-hlíðin var orðin hörð fyrr.
Eins og fleiri heimsótti ég og Guðmundur P. Guðmundsson Skálafellið aftur í kvöld. Aðstæður voru hinar bestu og enduðum við á skíða tvær leiðir NV megin, eina ofan af Skálafellsöxlinni til vesturs og svo suðurhlíðina. Mjög gott færi og nægur snjór í öllum brekkum norðan megin.
Myndir úr þessum ferðum má nálgast undir hópnum Fjallaskíðafólkið á FB.
Kveðja,
Arnar16. May, 2016 at 00:57 #61785Otto IngiParticipantFór á Syðstusúlu í Botnsúlum í dag. Þurfti að labba ca. 200 metra frá bílnum upp í snjó og svo kanski 3 sinnum 100 metra til þess að tengja saman snjólænur.
Það á nú ekki langt eftir en enþá alveg þess virði að puða þarna upp. -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.