Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Boreal í Vestra Horni 2019
- This topic has 4 replies, 3 voices, and was last updated 5 years, 5 months síðan by
Sissi.
-
HöfundurSvör
-
13. ágúst, 2019 at 10:47 #68127
SissiModeratorÞað er búinn að vera traffík í Vestra Horn, í byrjun júlí fóru Kate, Elísabet og Erla Guðný Boreal, örugglega fyrsta kvennateymið. Eins og sjá má á forsíðu Fréttablaðsins fóru síðan Sigtryggur og Vikar leiðina um síðustu helgi og loks fórum við Haukur og Viktor hana síðasta sunnudag. Bætti aðeins við í comment á leiðarlýsinguna gagnlegum upplýsingum. Mögnuð leið í stórbrotnu umhverfi, þakka leiðarsmiðum stórvirkið.

-
This topic was modified 6 years, 2 months síðan by
Sissi.
Attachments:
13. ágúst, 2019 at 11:09 #68130
SissiModeratorBump fyrir forsíðulista
18. maí, 2020 at 10:43 #69957
Gunnar MárParticipantVið fórum þrír í leiðina síðasta laugardag og þetta var algjörlega mögnuð upplifun. Þvílíkt afrek að bolta svona svakalega leið. við höfuðum smá áhyggjur fyrirfram af bili milli bolta en það algjör óþarfi, leiðin mjög vel boltuð. Athugasemdirnar við leiðina hjálpuðu líka mikið á lokaspönnunum. Rauða prússikbandið var ennþá i akkeri á 10. spönn.
Við vorum rétt rúmlega 10 tíma bíl í bíl. Þarf af líklega 1 klukkutími að leita að bláa slingnum í fyrsts bolta. Gengum 2x framhjá honum án þess sjá hann en hann var aðeins nær jörðinni en ég var að skima eftir honum og orðinn svolítið veðraður. Frábær dagur.Við tókum nestispásu á góðri syllu eftir 5. spönn og þar setti ég drónann á loft og tók þessa mynd sem sýnir síðustu sex spannirnar. Við erum neðarlega fyrir miðju, hægra megin við snjóskaflinn.
Attachments:
18. maí, 2020 at 13:57 #69963
Siggi RichterParticipantVel gert og gaman að sjá leiðina úr lofti, það er sjaldan sem maður sér þessi slöbb frá góðu sjónarhorni.
Ég get vel tekið undir það að leiðin er mjög vel til fundin og uppsett.18. maí, 2020 at 13:59 #69965
SissiModeratorFrábært, ekkert smá góð byrjun á klifursumrinu hjá ykkur
Sissi
-
This topic was modified 6 years, 2 months síðan by
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.

