Home › Umræður › Umræður › Almennt › Klippa annarri eða báðum? › Re: svar: Klippa annarri eða báðum?

Arnar,
Þú hefur þennan valmöguleika. Að sjálfsögðu er leikurinn til þess gerður að klippa þeim sitt á hvað til þess að minnka ropedrag og allt það.
En ef þú lendir í þeirri stöðu að þurfa minniteygju í byrjun leiðar, Td. klettabyrjun og það eru 3m upp í fyrsta bolta, og 4m uppí þann næsta og mjög tæpt klifur þar á milli þar sem þú dettur alltaf. Þá væri fýsilegt að klippa báðum línunum í fyrsta boltann til þess að minnka líkur á því að skella á jörðina ef þú dettur.
Þetta er undantekning frá reglunni og það er hægt að nýta sér hana ef þarf. Mæli samt ekki með þessu í miðri leið þar sem það eykur ropedrag. Tryggingin þarf sem áður sagði að vera mjög góð því álag á hana eykst ef báðum línum er klippt í hana.
robbi