Re: svar: Tindfjallaskáli

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallaskáli Re: svar: Tindfjallaskáli

#51225
0203775509
Meðlimur

Við félagarnir fórum í skálann rétt fyrir síðustu og þarsíðustu jól. Það er óhætt að segja að við sáum töluverðan mun á ástandi skálans milli ára.

Ég held að skálinn sé að verða fúa að bráð þar sem að það skefur sífellt meira og meira inn fyrir klæðningu á veggjum og þaki. Snjórinn situr svo sem fastast þar þartil hlánar eða kynt er upp í skálanum. Þá rignir duglega á ábúendur í skálanum og allt rennblotnar innandyra, gólf, veggir, dýnur og loft.

Ef það á bjarga húsinu þarf líklega að endurnýja allt járn og pappa á þaki og veggjum og ganga betur frá því en núna. Eins þarf að skipta um glugga á hlið og svefnlofti.