Re: svar: Tilkynningar um ísklifur …

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Tilkynningar um ísklifur … Re: svar: Tilkynningar um ísklifur …

#50788
2003654379
Meðlimur

Glæsileg síða hjá Gumma og félögum þ.e Fjallateyminu.

Auðvitað er samkeppni milli manna í þessu sporti eins og öllu öðru enda nauðsynlegt að hafa heilbrigðan metnað.
Ég veit reyndar fyrir víst að þetta „metnaðarleysi“ í Gísla er bara í nösunum á honum og er óðum að hverfa með aukinni getu :-)

Persónulega nenni ég ekki að vera feiminn við að láta vita hvað ég er að aðhafast í klifrinu en er að vísu pennalatur með afbrigðum.Er reyndar enn óklifurhæfur eftir að hafa runnið niður Stíganda,greip heldur betur í tómt það skiftið.

Ég fer inn á þessa síðu á hverjum degi og hef gaman af að lesa umræðuna þá sjaldan að eitthvað er í gangi.Merkileg staðreynd að ötulasti penninn er staddur í landi þar sem menn þurfa að klifra upp í stiga til að finna fyrir lofthræðslu !