Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Tilkynningar um ísklifur … › Re: svar: Tilkynningar um ísklifur …

Rétt hjá þér Olli og margir félaga þinna eru einnig mikið að koma til. Ég held að það sé sérstaklega mikilvægt að þeir sem hafa meiri reynslu séu duglegir að miðla upplýsingum og aðstæðum til yngri kynslóða. Það er jú sorgleg staðreynd að þeir sem eru að byrja núna hafa ekki sömu tækifæri til og við höfðum fyrir 10 árum (en það er nú bætt aðeins upp með KH og flottara dóti). Það er því enn mikilvægara en áður að menn miðli upplýsingum og hvatningu.
En ekki gleyma heldur að við sem höfum verið í bransanum eitthvað lengur getum líka notast við upplýsingar og því ættu sem flestir að láta í sér heyra, sama hversu erfitt eða merkilegt klifrið hefur verið. Og ekki síst þegar menn grípa í tómt!
Hitt er svo annað mál að heilbrigð samkeppni milli manna er bara góð – eins og var í þá gömlu góðu daga!
Ekki satt Olli?
Stærsta + frá mér þessa dagana fá strákarnir í Fjalla Teiminu sem hafa það að leiðarljósi að myndir segja meira en mörg orð! Vel gert drengir – skál!