Aðalfundur 2017

Kæru félagar,

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, miðvikudaginn 27. september kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.

Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Framboð skulu hafa borist fyrir 20. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Helgi Egilsson formaður, Þorsteinn Cameron meðstjórnandi, Heiða Jónsdóttir meðstjórnandi og Sigurður Ragnarsson meðstjórnandi eru öll að kveðja stjórn og því nóg af lausum sætum fyrir framboð.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 20. september.
Sjá lög klúbbsins hér.

F.h. stjórnar, Þorsteinn Cameron