Umgengni við Valshamar

Home Umræður Umræður Almennt Umgengni við Valshamar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45438
    0503664729
    Participant

    Kíkti í Valshamar í gær og aðkoman var ekki nógu heillandi. Rusl á víð og dreif, einkum tómar orkudrykkjaflöskur og sígarettustubbar.
    Göngum vel um klifursvæðin og skömmum sóðana.

    Kveðja,
    JVS

    #51544
    Anonymous
    Inactive

    Hvað er að koma fyrir fólk í dag????? Ég á bara ekki til orð!!!
    Olli umhverfisvæni!

    #51545

    Ljótt að heyra! Hingað til hefur maður getað fullyrt að þeir sem eru að stunda klifur og aðra heilbrigða útiveru og fjallamennsku, virði umhverfið og skilji ekki eftir sig rusl og viðbjóð. Ef sú fullyrðing á ekki lengur rétt á sér, er mér mjög brugðið.

    Ef einhver er svo mikill sauður að geta ekki týnt upp eftir sig ruslið og gengið almennilega um þá má hann bara halda sig fjarri klifursvæðunum því annars mun það koma niður á öllum öðrum. Það eru nú dæmi um það að svæðum í einkaeign erlendis hafi verið lokað vegna slæmrar umgengni.

    Ef einhver myndi verða til þess að aðgengi, t.d. að Valshamri, yrði heft vegna slæmrar umgengni, þá mun viðkomandi í besta falli missa alla virðingu annarra í sportinu. Leyfi mér að hafa það mína nýju og fullgildu fullyrðingu.

    Ekkert f***ing rugl… Ganga vel um!!

    #51546
    Páll Sveinsson
    Participant

    Svona svona. Þetta hefur alltaf verið svona og mun alltaf verða svona. Þíðir ekkert að pirra sig á þessu.

    Við sem gerum ekki svona vitleisu verðum bara að vera duglegri og hreinsa upp skítin eftir hina.

    Það segir jafn mikið um þá sem nenna ekki að hreinsa upp skitinn eftir hina og þá sem eru sóðar.

    kv.
    Palli

    #51547
    Sissi
    Moderator

    Ef einhver á svona bland af grasfræi og áburði mætti alveg kippa með sér nokkrum lúkum og henda fyrir neðan leiðirnar, svona þegar von er á vætu.

    Grasið þarna lætur meira á sjá með hverju árinu.

    Magnað hvað er erfitt að koma þessum beisik umgengnisreglum inn í hausinn á sumu fólki, hvet menn til að vera mjög hreinskilna ef þeir sjá til svona liðs á klifursvæðum, þarf nauðsynlega að siða þetta til.

    Siz

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.