Þorgeirsfellshyrna.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Þorgeirsfellshyrna.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46409
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég og Baldur fórum gömlu góðu ÍSALP leiðna á Þorgeirsfellshyrnu á Snæfellsnesi síðasta sunnudag. Þessi leið hefur dottið úr tísku síðustu ár sem er algjör sind því þetta er frábær leið.
    [attachment=466]IMG_0087-Copy.JPG[/attachment]
    kv. P

    #57911

    Hvar liggur leiðin svona sirka?

    Uppfært: Takk fyrir rauðu línuna Palli.

    #57912
    Páll Sveinsson
    Participant

    Vona að þessar myndir hjálpi eitthvað.
    Þetta er nú ekki mjög nákvæmt en ætti að gefa hugmynd um leiðina.
    [attachment=467]IMG_0082-Copy.JPG[/attachment]

    [attachment=470]IMG_0087.JPG[/attachment]

    kv. P

    #57913
    Freyr Ingi
    Participant

    Flott hjá ykkur og gaman að heyra af mönnum í „alpakletta“ klifri og þá sérstaklega á fáförnum slóðum.

    Við Tryggvi Stefáns vorum á ferð þarna í sept. 2006 og ekki veit ég hvort við á „réttri“ leið eða ekki en við snerum við með skottið á milli lappanna eftir að hafa togað út stórt grjót kaus að falla framhjá okkur en ekki á okkur. Ákveðinn mood killer og við ákváðum að koma okkur bara niður. Man heldur ekki í fljótu bragði hvar við vorum á fjallinu miðað við rauðu línuna á myndunum þínum.

    Þar af leiðandi vakna upp nokkrar spurningar?

    – Þarf fjallið að ykkar mati að vera frosið til að það æskilegt sé að vera á þessum slóðum?

    – Er þetta eina klifurleiðin sem hefur verið farin á Þorgeirsfellshyrnu?

    – Af því að þú segir að hún hafi dottið úr tísku, þá langar mig líka að vita hvort hún hafi einhverntímann verið í tísku. Þ.e. hafa margir farið þarna upp?

    Hvenær kemur svo vídjóið Palli? (maður er farinn að búast við ljós- og hreyfimyndum frá þér í hvert skipti sem þú ferð eitthvað) ;o)

    #57914
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta er magnað.
    Þú ert þriðji aðilinn sem ég heiri að hefur bakkað út úr leiðinni síðustu árinn.
    Ég sem hélt að enginn hefði kíkt á þessa leið.
    Það þarf greinileg harða nagla til að klára hana :-)

    Það er nú svo langt síðan ég fór síðast að það er aðeins farið að fenna yfir mynningarnar. Mér telst þó til að hafa sennilega farið fjórum sinnum að þessari upferð meðtalinni. Flr. eitt afbrygði. Í minninguni var mesta hættan á fílsælum í miklu magni en það var ekki vandamálið í þessari ferð. Ég mundi ekki vilja fara hana í kulda og trekki svo sólskinsdagar að hausti er besti tíminn.

    Ekki hafa áhyggjur. Það er mynband í vinnslu. Tekur bara smá tíma.

    kv.P

    #57916
    Páll Sveinsson
    Participant

    Í ársriti ísalp 1986 er sagt frá ferð 7 ísalp félaga á Þorgeirsfell.
    Helgina 17 og 18 ágúst. 1985

    „Fyrri daginn var farið í skoðunarferð og bergið í Miðhyrnu kannað. Þarna er djúpberg eins og finnst í Eystra og Vestrahorni. Það reyndis mjög vel. Farið var upp á Hyrnuna og skoðað. Á sunnudeginum var lagt upp í góðu veðri og ætluðu sjömenningarnir að klífa hrygg sem gengur úr Miðhyrnuni, tveir þeirra komust alla leið upp, hinir fóru langleiðina. Legið var í tjaldi undir Hyrnuni. Þáttakandur voru 12 talsins. Fararstjóri var Kristinn Rúnarsson. Leiðin var gráðuð III-IV.“ Það voru Snævar Guðmundsson og Kristinn Rúnarsson sem kláruðu leiðina.

    Oktober 2012 fetuðu Páll Sveinsson og Baldur Þór Davíðsson í fótsbor þessara kappa.
    Ég mældi nú ekki hvað þetta var langt klifur. Við byrjuðum alveg neðst á hryggnum en það er hægt að byrja mun ofar og stitta leiðina sem því nemur. Ég áætla að þetta hafi verið um 500 lengdarmetrar af línu sem við drógum út. Mestur hluti klifurssins er létt bröllt en inn á milli koma krefjandi hreifingar allt upp í 5.8. Alvöru klifur er ca. 70 m af þessu öllu og þar af 40 metrar af 5.6 í endann á leiðinni. Auðveld ganga er niður af Hyrnuni en vandrötuð í myrkri.

    http://www.youtube.com/watch?v=wIHmvYZqkOI

    kv. P

    #57918
    2506663659
    Participant

    Já þetta var mikill leiðangur þarna í gamla daga og mikið svekk að ná ekki að toppa. En mæli með þessar leið þetta er snildar klettur. Flott video Palli.

    #57919
    Arni Stefan
    Keymaster

    Hvernig er niðurleið háttað? Bara labbað niður á hinni hliðinni?

    #57920
    2802693959
    Meðlimur

    Takk fyrir þetta hressandi innlegg Palli … gott hetjuband.
    Við Leifur Örn, Óli Júl og Víðir Pé gerðum heldur endasleppta tilraun 2004 eða 5, ef ég man rétt, þar sem gríðarlegt fall, mikið hrun og hetjulegur flótti komu við sögu.
    Fyrir vikið komust hlutaðeigendur á forsíður blaðanna … og allt.

    #57921
    1908803629
    Participant

    Takk fyrir gott myndband Palli…

    Þetta var greinilega fyrsta flokks íslenskt berg – laflaust og ónýtt…

    Hefði verið áhugavert að sjá hvað hefði gerst hefði reynt á tryggingarnar, eins og t.d. þessarar skoru á milli tveggja lausra steina…

    Ég held að það sé kominn tími til að hætta að þykjast og þú klifrir bara bara sóló hér eftir- búinn að gera það í dágóðan tíma hvorteðer ;-)

10 umræða - 1 til 10 (af 10)
  • You must be logged in to reply to this topic.