Pólskt pylsupartý

Home Umræður Umræður Almennt Pólskt pylsupartý

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45103
    Anna Gudbjort
    Meðlimur

    Þetta líst mér vel á. Stórmerkilegir kappar hér á ferð.

    Skemmtileg lesning fyrir áhugasama um pólska vetrarfjallamennsku er grein í National Geographic frá því fyrr í vetur (http://ngm.nationalgeographic.com/2008/01/himalaya-winter-climb/nanga-parbat-text.html).

    Harðir naglar þessir pólskí.

    #52842
    2008633059
    Meðlimur

    Hérna koma nokkrar „pikköpp“ línur fyrir pulsupartíið, ætla ekki annars allir að mæta?

    Wypijmy się [úpími sí] = Dettum í það!
    Mowimy po polsku [múvmi pó polskú] = Tölum saman á pólsku
    Masz piękne oczy [mass pjenkni otsjí] = Þú ert með falleg augu!
    Pocałuj mnie [potsavúj mnji] = Kysstu mig!
    Dotknij mnie [dotknij mnji] = Snertu mig!
    Ugryź mnie [úgriss mnji] = Bíttu mig!
    Przestań! [pshestani] = Hættu þessu!
    Lubię cię, ale już cie nie kocham [lúbjen tsjí, ale júss tsjí nje kóham] = Þú ert fínn, en ég elska þig ekki lengur!

    En í allri alvöru talað þá eru Pólverjar engir aular þegar kemur að fjallamennsku (sbr. linkinn hér að ofan) og hafa átt suma af fremstu alpinistum heims. Nægir þar að nefna Jerzy Kukuczka sem Messner rétt náði að vinna í kapphlaupinu um að verða fyrstur á alla 8000m tindana sem teljast 14 talsins. Hann hrapaði síðar á suðurhlið Lhotse, nágrannatindi Everest þegar línan sem hann hékk í slitnaði. Wanda Rutkiewicz tók líka þátt í þessu kapphlaupi á tindana 14. Hún var þannig þriðja konan sem kleif Everest og fyrsta konan sem náði að toppa K2. Fórst svo á áttunda fjallinu sem hún reyndi við, Kangchenjunga, og var þá búin að ná því að fara á 8 af þessum fjöllum.

    Svo koma hér nokkrir gúgglaðir linkar um gestina:

    http://www.rival.pl/polar_ice_expedition_grenlandia_gunnbjorns_fjeld
    http://en.wikipedia.org/wiki/Marek_Kami%C5%84ski
    http://en.wikipedia.org/wiki/Leszek_Cichy

    kv,
    JLB

    #52843
    Anonymous
    Inactive

    Jerzy sjálfur er(var) nú í mínum augum mikið meiri fjallamaður heldur en Messner var og er. Jerzy gerði þetta ekki á auðveldasta háttinn(að vísu ekki Messner heldur). Uppferðir hans á 14 tindana voru yfirleitt ný leið eða fyrsta vetraruppferð. Þannig að það er ótrúlegt hvað kappanum tókst að komast upp með að gera áður en Newton og félagar náðu á endanum í skottið á honum. Blessuð sé minning hans.
    olli

3 umræða - 1 til 3 (af 3)
  • You must be logged in to reply to this topic.