Olli flottur

Home Umræður Umræður Almennt Olli flottur

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45266
  2806763069
  Meðlimur

  Ég verð að viðurkenna að þegar ég heyrði fyrst af áætlunum Olla um að klifra alla tinda landsins yfir 1400m var ég ekki mikið að pæla í því.
  Enda margskonar markmið í gangi.

  Núna á síðustu mánuðum verð ég samt að segja að mér finnst þetta vera með því flottara sem gert hefur verið hér heima og af íslendingum í svona tindasöfnun.
  Í þessum tinda skara er ógrinni af tindum sem hvaða hlaupari sem er kemst ekki uppá (enda er Olli nú ekki hvaða hlaupari sem er!).

  Það er verst að Skarðatindur og Þumall eru ekki í flokki þessara fjalla.

  Áfram Olli, ég of restin af sófafjallamennsku-elítunni fylgjumst svo spennt með!

  Það er einnig gaman að sjá hvað svona afrek og umfjöllun getur kveikt í mörgum og hvatt til góðra verka og betri lífsstíls.
  Ofur-hringur Olla á Tröllaskaganum er gott dæmi um þetta sem og 151 tindur bókin hans Ara Hrausta.
  Mæli með Fálkaorðu á þessa kalla fyrir framlag til lýðheilsu!

  Spurninginn er svo bara hvað kemur næst?

  kv. Sófacore

  #51489
  1704704009
  Meðlimur

  Til Ólafs í nælu og kaffi.
  Ekki má gleyma því að Útivera hefur gert verkefnum Olla frábær skil, bæði á Tröllaskaganum og nú þessu – og staðið sína vakt sem sæmir alvöru útivistarblaði.

  #51490
  0801667969
  Meðlimur

  Sammála Ívari, ég veitti þessu nú litla athygli í fyrstu en nú er orðið spennandi að fylgjast með þessu (sjá útiveruvefinn). Það sem gerir þetta líka heillandi að mínu viti er að þarna koma flestar hliðar fjallamennsku við sögu. Þetta er bæði klifur, sígildar fjallgöngur og síðast en ekki síst (og alltof sjaldséð), góður gönguskíðaleiðangur eins og Olli er nú að klára um vestanverðan Vatnajökul. Flott framtak.

  Kv. Árni Alf.

  #51491
  Anonymous
  Inactive

  Takk fyrir hlý orð kappar. Ég var að koma af jökli í morgun eftir að hafa farið (með þungan sleða í eftirdragi) 153 km á 5 dögum og farið á eina 12 toppa (alla sem fyrir voru) en ekki nema um 7 þeirra eru á listanum góða. Við fengum kalt en mjög bjart veður. Ég verð að segja það að þessi gerð fjallamennsku er hörkupúl og tek ég ofan fyrir hverjum þeim sem stundar hana. Ívar ég hef fullan hug á að fara á Skarðatinda enda eru þeir svo flottir að það er eiginlega varla hægt að sleppa þeim. Ég ætla nú samt ekki ísklifurleiðina þó ég gjarnan vildi, heldur bara venjulega leið.
  Það verður nú að viðurkennast að þetta er svolítið meira mál heldur en ég gerð mér grein fyrir í byrjun(fyrirsjáanlegt) en það þýðir lítið að grenja yfir því heldur en bara halda áfram að hamast og hamast. Ég þarf nú helst að passa mig á að ganga ekki um of á líkamann því maður hefur jú bara einn slíkan.
  Kveðja Olli.

  #51492
  Sissi
  Moderator

  Hvað segið þið Útiverumenn, það væri nú gaman að það væri sér svæði um þetta mission, smá grafík yfir hvað væri búið og hvað eftir, ásamt myndasafni og slíku.

  Svona fyrir sófastundirnar í fjallamennskunni ;)

  Þetta er greinilega farið að vekja athygli enda töff dæmi.

  #51493
  2806763069
  Meðlimur

  Enn og aftur hefur tekið sig upp alvarlegur rítalín skortur hjá stjórnarmönnum í Ísalp.

  #51494
  2802693959
  Meðlimur

  Tja… við Útiverumenn keyptum hugmyndina á fyrstu stigum og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma upplýsingum um Höfðingjann til skila. Það er hins vegar ekki fyrr en á síðustu vikum sem Hátindahöfðinginn og hundrað tindaverkefnið hefur náð eyrum fólks. Undir þetta vorum við hins vegar búnir. Undirsíða á vef Útiveru um Hátindahöfðingjann er þegar í smíðum en þangað til segjum við fréttir af ferðum hans á vefnum. Stefnan er svo að fylgjast með og blogga í beinni á síðunni hans í hverri ferð. Á síðunni verður líka myndasafn.
  Áfram Olli
  Kveðja, Jón Gauti

7 umræða - 1 til 7 (af 7)
 • You must be logged in to reply to this topic.