ný leið??

Home Umræður Umræður Almennt ný leið??

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45044
    2806763069
    Meðlimur

    Skrifað af Rafni Emilssyni

    Ég hélt ásamt félaga mínum honum harðhöfða í dalinn á mánudaginn síðasta.
    Við klifum leið sem er á milli leiða nr 77 og 7 í leiðarvísinum. Ekki veit ég til þess að þetta hafi verið klifrað áður.
    Leiðin liggur upp skemmtilegann vegg þar sem tryggt er í hinar ýmsu sprungur og huggulegheit sem á vegi manns verða. þegar maður nálgast brúnina er hægt að koma fyrir fínum vin ásamt öðru ekki eins góðu dóti og áfram er haldið yfir lítið en stórskemmtilegt slútt og þaðan upp á brún. frá seinustu mögulegu tryggingu og upp á brún eru um 3m eða þar um bil. Hugsanlegt er að leiðin hafi verið farin áður en þá er örugglega nokkuð síðan og ekki hefur hún verið farin oft ef tekið er mið af félaga mínum honum mosa sem ég hitti á leiðinni.

    Hvort sem leiðin hefur hefur verið farin áður eða ekki þá er hún stórskemmtileg og mæli ég með henni. Ef hún hefur hinsvegar ekki verið farin áður þá mæli ég líka með henni ásamt því að gráða hana 5.8 og vara við því að ekkert svakalega gott er að tryggja hana þó svo að ekki beinlínis sé hægt að segja hana tortryggða. Einnig mun hún þá fá nafnið „MAMMA ÞÍN ER VESTAN VIÐ SCOTTS LEIÐ!!“

    Hlakka til að heyra frá ferðum annarra um þennan hluta dalsins.

    50 aurar verða líka að spila á Ingólfstorgi 13. ágúst. Þeir eru líka skemmtilegir!

    Rafn Emilsson

    #48896
    Siggi Tommi
    Participant

    Rafn, ein smá forvitnisspurning.
    Eitthvað rámar mig í að þú hafir hafir verið að plana að fara þessa leið í fyrravor þegar ég hitti þig uppfrá og brúka til þess double-rope þar sem tryggt væri í tvær samhliða sprungur til skiptis.
    Mælirðu með double-rope í þessa ágætu leið eða er alveg nóg að vera með single?
    Gott að vita, því maður verður væntanlega að prófa þetta nýja stykki ykkar félaganna…
    Danke schön!

    #48897
    2806763069
    Meðlimur

    Þetta er ekki alveg sama leið og Rabbi var að skoða í fyrra, við ætluðum reyndar að reyna hana en viltumst í þessa í staðinn. Við vorum því með tvöfalda og notuðum hana en það er hægt að komast af með bara eina. Góða skemmtun og enga bolta.

    #48898
    Siggi Tommi
    Participant

    OK, takk!
    Ég skal reyna… :)

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.