Ný ísleið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ný ísleið

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45427
    Sissi
    Moderator

    Skelltum okkur félagarnir undirritaður, Steppo, Freyzandi Fresh (ísl. Ferskur), Árni og Hlynur í Fljótshlíðina á sunnudaginn í unaðslegu veðri. Pælingin að kanna Þórólfsárgil, en Steppo og Árni spottuðu efnilegar leiðir þar í árlegri ferð aðventuklúbbsins í desember.

    Gilið var vaðandi í ís og næg verkefni þarna. Við klifruðum afar skemmtilega 4/4+ leið sem var frekar krefjandi með áhugaverðu exit-i (ísl. útgöngu) úr ísnum upp í bratt mosa/drullu/snjóklifur. Leiðin hlaut nafnið Álið er málið.

    Freysi reyndi að setja upp nýja línu við hliðina, inn í helli og klettamix (ísl. blandað klifur) fyrir aftan stórt kerti, út um gat aftur og síðan áfram. Kláraðist ekki í þessari ferð en efni í ansi magnaða 4-5 gr. Verk í vinnslu með vinnuheitið Stækkum Straumsvík.

    Enduðum síðan í kaffi í Múlakoti hjá foreldrum Hlyns.

    Þarna er nægt efni í laaaangar harðhausaleiðir og mixleiðir (ísl. Gulur gosdrykkur), og aðeins 10 mín. labb úr bíl án hækkunar.

    Very næææs (Voða fínt).

    Siz

    #50970
    Anonymous
    Inactive

    Er þetta nokkuð nálægt þeim stað þar sem Will Gadd og félagar voru að klifra, ég held að GHC viti það einn manna. Hann var búinn að benda mér á staðinn svona nokkurn veginn en ég treysti mér ekki til að hafa það eftir.
    Kveðja
    Olli íslausi

    #50971
    Sissi
    Moderator

    Jamm – við setjum náttúrulega venjulegan fyrirvara við að þetta hafi hugsanlega aldrei verið skráð. Vitum amk. ekki af neinum sem er búinn að lemja þetta, þrátt fyrir eftirgrennslan.

    En kannski hefur einhver klifrað „allar línur þarna“ með flubbavinum sínum, eins og í Marðargili, líka tveggja stafa mixleiðirnar ;)

    Væri gaman að fá comment frá GHC, ég þykist vita að hann eigi þetta nú allt ansi vel loggað hjá sér.

    Siz

    #50972
    Sissi
    Moderator

    Já, og Steppo gerðist svo hugrakkur að skrá þetta bara strax: http://isalp.is/route.php?op=l&t=1

    Siz

    #50973
    Anonymous
    Inactive

    Mér finnst í lagi að skrá þetta strax og þá koma viðbrögð og leiðréttist ef þetta hefur verið skráð áður. Múlafjallið er lýsandi dæmi um að enginn þorir að eigna sér neina leið af hræðslu við að Snævar og félagar hafi barið þetta allt sundur og saman fyrir 20 árum síðan. Það er mjög slæmt og mikið betra bara að skrá leiðina og láta þá gömlu hafa fyrir því að sækja sitt ef þeir hafa áhuga.
    Olli

    #50974
    Jokull
    Meðlimur

    Í ársriti ÍSALP 2000, blessuð sé minning þess má finna eftirfarandi pistil.

    Innst í Fljótshlíð við mynni Gilsárgljúfurs, austan Þórólfsfells, fóru GHC og JB nýja leið þann 31. október 1998. Fyrri spönnin, sem sést frá veginum, byrjar í frístandandi 40m kerti, upp í stóra gróf þar sem annað 40m kerti tekur við. Mjög falleg leið sem vel þess virði er að keyra alla leið úr bænum fyrir. Leiðina nefndu þeir Giljagaur 0g er hún 80m, gráðan WI5

    Ekki skal ég segja hvort hér sé sama leið á ferðinni en þessi var allavegana helvíti góð og hefði sjálsagt fengið einum tölustafnum hærri gráðu í dag. mæli með henni.

    Fjallakveðja

    Jökull

    #50975
    Jokull
    Meðlimur

    Eftir að hafa skoðað skráninguna og myndina er alveg ljóst að þið eruð blásaklausir af leiðastuldi eftir því sem ég best veit.

    JB

    #50976
    Stefán Örn
    Participant

    Nokkrar myndir:
    http://gallery.askur.org/album722?page=1

    Hils,
    Steppo

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.