Myndasýning

Home Umræður Umræður Almennt Myndasýning

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45214

    Myndasýning Shivling-fara á Akureyri
    Þriðjudagskvöldið 31. mars munu leiðangursmenn sem reyndu við fjallið Shivling í Himalayafjöllnum síðastliðið haust sýna myndir úr leiðangrinum í Húsinu (gamla Barnaskóla Akureyrar). Myndasýningin hefst klukkan 20:00 og verður haldin í sal á efstu hæð og er aðgangur ókeypis.

    Fimm meðlimir úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri fóru í mánaðarlangann leiðangur til Indlands í október 2008 til að freista þess að klífa fjallið Shivling, sem er í indverska hluta Himalayajfallanna, en verkefnið fékk leiðangursstyrk Cintamani og Íslenska alpaklúbbsins árið 2008.

    Shvivling er 6543 metra hátt og er oft kallað Matterhorn Indlands þar sem það þykir einstaklega glæsilegt fjall sem og hrikalegt, eftirsóknarvert verkefni hjá fjallamönnum.Leiðangursmenn komust í rúmlega 6100 metra hæð á fjallinu en þurftu þá frá að hverfa vegna aðstæðna.

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.