Meira mix – meira stuð.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Meira mix – meira stuð.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46940
    AB
    Participant

    Við Freysi fórum nýja leið sem heitir Hagsmunagæslan og er ca M5.

    Leiðin er afbrigði af Helvítis fokking fokk; í stað þess að hliðra fram hjá þakinu er farið út þakið með hjálp fríhangandi kertis. Það eru 5 boltar í leiðinni.

    Kíkið á nýskráningu leiða: http://isalp.is/route.php?op=l&t=1

    Okkur finnst þetta vera frábær leið.

    Ég minni svo aftur á að Helvítis fokking fokk er alls ekki svo erfið og kjörin sem fyrsta mixleið. Reyndar verð ég að minnast á að snjórinn hefur rænt hátt í 1,5 metra af leiðinni, nú er fyrsti bolti í brjósthæð en þegar við boltuðum leiðina þurfti að teygja sig í hann.

    Kveðja,

    AB

    #53705
    AB
    Participant

    Ég gleymdi að minnast á að Freysi kláraði Ólympíska félagið í gær.

    Þá var fagnað.

    AB

    #53706
    0311783479
    Meðlimur

    Noohhh glaesileg leid!

    Mer list heldur betur vel a ykkur Freysa, thid varla flexid bisepinn an thess ad vera vopnadir papparossum sigandi nidur helstu thok :o)

    Vel af ser vikid

    kv.
    Halli

    #53707
    AB
    Participant

    Haraldur. Þú sem lærifaðir minn í gegnum árin veist að ég geri ekkert nema hafa örugga vitneskju um að gjörðir mínar séu skrásettar og birtar almenningi. I´m in it for the fame.

    Freysi er eins; hann ætlaði varla að hafa sig af stað í Ólympíska félagið í gær þar sem enginn ljósmyndari var á svæðinu.

    Kveðja,

    Glory hunter

    #53708
    Siggi Tommi
    Participant

    Gott mál. Það er allt að verða löðrandi í leiðum þarna uppfrá.
    En… það er víðar hægt að príla en í Esjuhlíðum…

    Datt í hug að minnast á að ábúendur að Björgum í Kaldakinn halda úti vefsíðunni http://www.bjorgum.is þar sem finna má myndir og sitthvað fleira um ísklifur á svæðinu auk gistimöguleika og fleira.

    Þar vakti helst athygli mína sérdeilis prýðilegur fítus sem sýnir vikulega myndir af ísaðstæðum í Ógöngufjalli. Sé ekki betur en flestar leiðir séu að detta í aðstæður og því tilvalið að drífa sig norður við tækifæri.
    Slóðin á aðstæðusíðuna er:
    http://www.bjorgum.is/icebjorg—iceclimbing-area/the-ice/

    #53709
    2806763069
    Meðlimur

    Maður varð náttúrulega að fara og krossa við eitthvað af þessu dóti í tvíburagili.

    Gekk vel ég, Guðjón Snær og Dóri bættumst í safnið yfir þá sem hafa klifrað hið merka Olympískafélag. Reyndar held ég að við höfum sloppið örlítið betur en Andri á sínum tíma. Það er hægt að stemma sig af í lítð kerti og hvíla í miðju krúxinu.

    Náttúrulega gersamlega athygglissjúkir og því gleymdis myndavélinn ekki heima:

    http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/MixMaster#5298690745754846274

    Helvítis, fucking, fuck er líka ekki svo slæm. Létt og skemmtileg!

    Það stendur svo til að bolta Síamstvíburana við tækifæri og lengja mix hlutann þar sem ísaðstæður hafa gersamlega breyst.

    kv.

    Softarinn

    #53710
    2308862109
    Participant

    Frábær dagur í tvíburagilinu í dag.

    Ég og Doddi renndum þanngað í dag byrjuðum á helvítis fokking fokk og skelltum okkur svo í olympískafélagið.

    Stórskemmtilegt svæði við vorum reyndar ekki með neinar myndavélar á okkur en Guðjón og Ívar voru góðir í sér og mynduðu okkur aðeins.

    Einnig fórum við 3 í kórinn í Kjósinni á föstudag og fórum spora í fínum aðstæðum og fórum svo í konudagsfossinn en hann var ekki kláraður þar sem efsti parturinn var svo rosalega kertaður.

    Síðan fórum við 4 Ársælsmeðlimir í Austurárdal á sunnudaginn og voru aðstæður þar svipaðar og á myndunum frá seinustu grúppu þaðan. klifrðuðum við eitthvað afbrigði af bláu leiðinni og áætlun B.
    Hendi einhverjum myndum á netið við tækifæri.

    Dóri

    #53711
    2506663659
    Participant

    Jæja ég get ekki verið eftirbátur annara sem hafa lagt leið sína upp í Tvíburagil undarfarið.
    Hér koma því nokkrar myndir frá deginum.

    http://picasaweb.google.com/gudjons/20090203SkifurTviburagil?authkey=bc6ybw3jSdU

    kv,
    GSS

    #53712
    AB
    Participant

    Jæja, það er víst nóg framboð af myndum. Svona á þetta að vera.

    Hér eru myndir úr nokkrum ferðum í Tvíburagil í janúar og febrúar:

    http://picasaweb.google.co.uk/andribjarnason/TviburagilIJanuarOgFebruar#

    Kveðja,

    AB

    #53713

    Eins og fram hefur komið þá fór ég ásamt Skabba og Robba upp í Tvíbbagil á laugardaginn. Smellti af nokkrum myndum við það tækifæri og hér er eitthvað af því: http://retro.smugmug.com/gallery/7269337_UZen6#467293570_z3FHp

    #53714
    Siggi Tommi
    Participant

    Áhugavert. Það er ekkert smá sem leiðin breytist á nokkrum vikum. Greinilegt að maður verður að prófa ísvariantinn af þessu líka.
    Mig langar til að klifra svona dangling dagger eins og hinir… :)

    Legg til að leiðin verði endurskírð „Miklabraut“ í ljósi mikillar umferðar síðustu vikur.

    #53715
    2205892189
    Meðlimur

    Þetta er mikil snilld.

12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.