Meðlimur af ISALP

Home Umræður Umræður Almennt Meðlimur af ISALP

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45484
    2307754439
    Meðlimur

    Ég er búinn að vera að skoða þennan vef í marga daga, skemmtilegar myndir og spennandi ferðir. Mér liggur samt við að spyrja ,,er þessi klúbbur dáinn eða hvað?“. Það virðist ekkert gerast hjá ykkur, þrjár ferðir árið 2002, ein ferð 2003, leit þó bara nokkuð vel út 2001, enda eru myndirnar úr 2001 ferðunum sem maður skoðar. Ég sá svo að það átti að vera stelpukvöld og því var frestað um óákveðin tíma, og atburðurinn tekinn út, þýðir það að það er alveg búið að hætta við atburðinn, sama gerist við hnappavalla hátíðina, frestað vegna veðurs um óákveðin tíma.
    Ég var að hugsa um að skrá mig í klúbbinn en fór að efast um það þegar ég var búinn að skoða 2001 myndirnar og fór að skoða 2002 og svo 2003.
    Ég fór svo aftur að hugsa um að skrá mig, kíkti á síðuna til að leita mér upplýsinga um hvað ég væri nú að fá fyrir minn snúð ef ég borgaði ársgjald, eina sem ég sá var að ég get fengið meiri aðgang að heimasíðunni, ég spyr því er ISALP eitthvað fyrir mig og er gert eitthvað annað í ISALP en að fresta ferðum?

    Smá neikvæður tón í þessu hjá mér en tilgangurinn er góður.

    #48116
    0311783479
    Meðlimur

    Ísalp er nú ekki bara ferðaklúbbur heldur líka hagsmuna- og regnhlífasamtök allra þeirra sem stunda fjallamennsku á Íslandi. Vel hefur verið staðið að námskeiðum þegar næg þátttaka hefur verið.
    Hitt er rétt að þegar nýjir félagar eru að stíga fyrstu skrefin í fjallmennskunni vantar oft að það séu ferðir sem menn geti stigið skrefin og spurt þá reynslumeiri.
    En út frá mínum bæjardyrum séð þá er hagsmuna og upplýsingastarfið sem skiptir mig mestu, t.d. upplýsingar um hvað er í aðstæðum, nýjar leiðir og að sjálfsögðu ársritið. Jafnframt er gaman að þessum þremur „festivölum“ ís, kletta og telemark.
    Gott hjá þér Styrmir að starta svona umræðu, því félagasamtök á borð við ÍSALP þurfa reglulega að fara í smá naflaskoðun. :o)

    kv.
    Halli

    #48117
    0703784699
    Meðlimur

    Hagsmuna og upplýsingastarf hjá Ísalp??

    Nú verðum við aðeins að staldra við….upplýsingastarfsemin er fín, en hey maður gæti nú fengið þær upplýsingar annarstaðar líka. Það er ekki einsog það fljóti allt í upplýsingum hér, aðalega er þetta blaður um hitt og þetta, misskemmtilegt!!!! Heimasíðan er skemmtileg og fín, og upplýsingar þar eru mjög fínar, en vantar ekki e-ð??

    En það sem mér liggur meira á hjarta er hagsmunastarf Ísalp, hvað er það?? Hvað hefur gerst í þeim málum að berjast f. hagsmunum hins virka meðlims? Það hefur þá svo sannarlega farið fram hjá mér, og þeir sem af því vita mega endilega tjá sig um það hér. Ég er ekki að tala neikvætt, bara þá hefur þetta farið svo hrapalega framhjá mér að vert er að minnast aðeins á það. Ég borga mín árgjöld, hef gert það þó nokkuð lengi með smá undantekningum, og er það til að styðja við uppgang fjallmennsku og fá ársritið (sem er aðal drifkrafturinn í að ég borgi árgjald). En annað veit ég ekki til að ég fái fyrir árgjaldið mitt, jú þessa heimasíðu, en hvað með tryggingar, ferðir, sérstaka afslætti af vörum ofl….

    En hvernig væri nú að Stjórnarmenn myndu nú láta í sér heyra og uppfræða hinn almenna klúbbsmeðlim um kosti og galla þess að vera í svona klúbb!!!

    Gimp

    #48118
    0311783479
    Meðlimur

    Ég held að ég fari með rétt mál að Ísalp hafi nokkrum sinnum verið beðið af stjórnvöldum að gefa álit sitt á einhverjum lagafrumvörpum, sem eitt af hagsmunafélögum þeirra sem stunda fjallamennsku. Annað dæmi að ísalp hefur starfað með samtökum útivistarfélaga sem gaf út álit á umhverfismatinu á Kárahnjúkavirkjun (er það ekki re´tt hjá mér ???). Ef einhvern tímann stæði til að eyðileggja vinsælt klifur-/útivistarsvæði vegna einhverra misgáfulegra framkvæmda, hvort sem væri af hálfu opinberra eða einkaaðila þá væri ÍSALP einmitt rétti aðilinn til að tala fyrir hönd fjallamanna. Þetta er hagsmunabarátta sem ég held að við séum öll sammála um að ísalp starfræki.

    Hvað önnur brýn hagsmunamál eins og tryggingar á boðlegu verði fyrir fjallamenn varðar, þá held ég að það sé einmitt eitthvað sem mætti leggja meiri kraft í að skoða, því það eru ekki allir sem njóta góðs af Landsbjargar tryggingunum sem eru nú svossem ekkert til að hrópa húrra fyrir ef maður tjónar sig stórkostlega.

    -á hagsmunanótum
    Halli

    #48119
    Jón Haukur
    Participant

    Er ekki málið að að kókópuffs kynslóðin nöldri nú aðeins yfir afskiptu hlutskipti sínu í lífinu. Reynslan er nú sú að þeir sem fá mest út úr félagsstarfi eru þeir sem að standa að því en ekki þeir sem hanga með hendur í skauti og bíða eftir skiplagðri kókópuffsferð í nostalgíulandi. Ergo, ef einhverjum finnst vanta upp á starf félagsins þá á viðkomandi að standa fyrir umbótum í stað þess að nöldra í horninu og viti menn það gæti orðið til þess að gleðja einhver fleiri lítil hjörtu.

    En hvað um það auðvitað eiga allir að vera aðilar að klúbb eins og ísalp ef þeir telja til sig í fullri alvöru til áhugamanna um sportið. Þrátt fyrir að formlegur eða sálrænn hagnaður af slíkri aðild sé ekki beinlínis upp á borðinu við fyrstu skoðun þá er það engu að síður móralskt mál að sína félagslegan þroska og styðja þó þá viðleitni sem er til að halda félagsstarfinu gangandi.

    Það gerir ekki neinn neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

    Ergo aftur, sýndu nú félagslegan þroska og dr.. þér í klúbbinn og þá geturðu farið að nöldra af fullum krafti og jafnvel gert eitthvað í málinu sjálfur

    arg… jh

    #48120
    Karl
    Participant

    Jónki, -ertu nýbúinn að lesa Litlu Gulu Hænuna?

    En þetta er rétt , -málið er ekki spurningin;
    -Hvað getur Isalp gert fyrir mig?
    heldur,
    -Hvað get ég gert mér úr Ísalp?.

    Þeirri spurningu er hinsvegar mikilvægt að halda á lofti og jafnvel að viðra e-h að slíkum vangaveltum hér á Síðunni.

    Hvað viðkemur hagsmunabasráttu Ísalpara þá er nú svo að það eru almennt allir góðir við okkur -alltaf! -nema þá bara blessuð ríkisstjórnin.
    Ísalp hefur lagst á sveifina með öðrum útivistarfélögum þegar ríkisstjórnin hefur þrengt að okkur t.a.m. varðandi umgengnisrétt um land, og svo hefur Ísalp lagt lið baráttunni fyrir varðveislu öræfanna og varfærni í framkvæmdum.
    Ísalp er stofnaðili að Samtökum Útivistarfélaga og undirritaður hefur talað máli útivistar og fjallamanna í því verki að raða virkjunarkostum niður í forgangsröð sem vonandi lágmarkar skaða okkar af þessu brölti ef eftir þessu verður unnið.
    Varðandi lögin um almannarétt var verulegur árangur af baráttunni.
    Líklega verður orkuslagurionn öllu erfiðari leðjuglíma.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.