Könnun um miðhálendi Íslands

Home Umræður Umræður Almennt Könnun um miðhálendi Íslands

  • Höfundur
    Svör
  • #66094
    Mike Bishop
    Participant

    Kæru vinir,

    Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna Íslenska Alpaklúbbsins í rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendis Íslands.

    Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni mínu í Landfræði við Háskóla Íslands, undir leiðsögn Rannveigar Ólafsdóttur og Þorvarðar Árnasonar. Ég hafði samband við ríflega 260 félagasamtök vegna þessarar rannsóknar og því er hún langviðamesta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi. Það væri mjög mikils virði fyrir rannsóknina ef félagsmenn í Íslenska Alpaklúbbsins myndu taka þátt í henni.

    Hér kemur hlekkur á könnunina: https://haskoliislands.qualtrics.com/…/f…/SV_a2IZHPNI3eHOWrj

    Hægt verður að svara könnuninni til og með 15. maí næstkomandi.

    Með bestu þökkum fyrir aðstoðina,

    Michaël Bishop
    (mvb3@hi.is)

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.